Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 12:09 Zuckerberg og aðrir stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í meðhöndlun persónuupplýsinga notenda. Enn virðist langt í land þar. Vísir/EPA Stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft og Amazon fengu vildarkjör hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem gerði þau í reynd undanþegin gagnaleyndarreglum miðilsins. Leitarvél Microsoft fékk meðal annars aðgang að upplýsingum um nærri alla vini Facebook-notenda án leyfis þeirra og vinsælar streymissíður fengu leyfi til að skoða og eiga við einkaskilaboð notenda. Bandaríska dagblaðið New York Times birti í gær viðamikla umfjöllun um vinnubrögð Facebook sem byggjast á innanhússgögnum fyrirtækisins og viðtölum við um fimmtíu fyrrverandi starfsmenn Facebook og samstarfsfyrirtækja þess. Það segir að fyrirkomulagið við tæknirisana hafi verið í beggja þágu. Facebook bætti við sig notendum sem gátu átt samskipti við vini þvert á samfélagsmiðla og vefsíður á meðan tæknifyrirtækin gátu gert vörur sínar eftirsóknarverðari með því að nýta sér persónuupplýsingar notenda. Á meðal þeirra sem nutu góðs af samstarfinu við Facebook voru streymissíðurnar Netflix og Spotify sem gátu lesið einkaskilaboð Facebook-notenda. Amazon gat komist yfir nöfn og heimilisföng notenda í gegnum vini þeirra á Facebook og Yahoo fékk að fylgjast með færslum vina notenda að minnsta kosti þangað til í sumar þrátt fyrir að stjórnendur Facebook hefðu áður sagt opinberlega að slíkur aðgangur væri ekki lengur í boði. Apple er einnig sagt hafa fengið leyfi frá Facebook til að fela fyrir notendum samfélagsmiðlisins að snjalltæki fyrirtækisins söfnuðu upplýsingum. Tækin fengu einnig aðgang að símaskrám og dagatölum fólks sem hafði sérstaklega breytt stillingum til að koma í veg fyrir deilingu þeirra upplýsinga. Talsmaður Apple segir fyrirtækið ekki hafa vitað af því og að engin gögn hafi farið af tækjunum. Þau væru aðeins aðgengileg notendunum sjálfum.Eiga í vök að verjast vegna persónuverndar og gagnaleyndar Um 150 fyrirtæki eru sögð hafa fengið þessa vildarþjónustu hjá Facebook, flest þeirra tæknifyrirtæki. Óskuðu þau eftir persónuupplýsingum um hundruð milljóna notenda samfélagsmiðilsins. Stjórnendur Facebook hafa háð varnarbaráttu undanfarna mánuði og ár í skugga gagnrýni á hvernig þeir hafa umgengist persónuupplýsingar notenda. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og forstjóri, sagði bandarískum þingmönnum í apríl að notendur hefðu „fulla stjórn“ á öllu sem þeir deildu á miðlinum. Steve Satterfield, framkvæmdastjóri persónuverndar og stefnumótunar Facebook, segir að samningarnir við tæknirisana brjóti hvorki gegn friðhelgi einkalífs notenda síðunnar né gegn reglum Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna sem kveða á um upplýst leyfi neytenda fyrir notkun persónuupplýsinga. Fyrirtækið hafi engar upplýsingar um að viðskiptavinir þess hafi misnotað upplýsingarnar. Fullyrðir Satterfield að samstarfsfyrirtækin hafi ekki leyfi til að hunsa persónuverndarstillingar notenda Facebook. Notendur hafi ekki þurft að veita heimild fyrir því að upplýsingunum væri deilt með fyrirtækjunum vegna þess að Facebook skilgreindi þau sem þjónustuaðila sem væru í reynd framlenging á samfélagsmiðlinum sjálfum.Samstarf Facebook við tæknifyrirtæki eins og Spotify gerðu notendum kleift að hafa samskipti sín á milli þvert á miðla. Það þýddi hins vegar að þessi utanaðkomandi fyrirtæki fengju persónuupplýsingar um hundruð milljóna notenda með í kaupunum.Vísir/EPASegjast ekki hafa vitað af heimildum sínum Facebook fékk einnig upplýsingar frá samstarfsfyrirtækjum sínum eins og Amazon, Yahoo og Huawei til þess að knýja tól sem nefnist „Fólk sem þú gætir þekkt“. Það stingur upp á fólki sem Facebook-notandi gæti viljað bæta við sem vinum á miðlinum. Sagt hefur verið frá tilfellum þar sem tólið stakk upp á að fólk sem gekk til sama sálfræðings gerðust vinir, ættingjar sem höfðu sagt skilið hver við annan og jafnvel eltihrellar og fórnarlömb þeirra. Sum samstarfsfyrirtækjanna segjast hafa verið grunlaus um hvers konar aðgang þau höfðu að upplýsingum Facebook-notenda. Þannig segir New York Times að Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hafi fengið heimild til að lesa, skrifa og eyða einkaskilaboðum Facebook-notenda. Talsmenn Spotify og Netflix sögðu fyrirtækin ekki hafa vitað af þeim aðgangi en talsmaður bankans þrætti fyrir að slík heimild hafi verið veitt. Facebook Tengdar fréttir Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00 Tölvupóstsamskipti varpa nýju ljósi á umdeilda starfshætti Facebook Aðalatriðin lúta til að mynda að meðferð Facebook á persónuupplýsingum notenda sinna og aðferðum fyrirtækisins til að kæfa mögulega samkeppni. 5. desember 2018 23:15 Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft og Amazon fengu vildarkjör hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem gerði þau í reynd undanþegin gagnaleyndarreglum miðilsins. Leitarvél Microsoft fékk meðal annars aðgang að upplýsingum um nærri alla vini Facebook-notenda án leyfis þeirra og vinsælar streymissíður fengu leyfi til að skoða og eiga við einkaskilaboð notenda. Bandaríska dagblaðið New York Times birti í gær viðamikla umfjöllun um vinnubrögð Facebook sem byggjast á innanhússgögnum fyrirtækisins og viðtölum við um fimmtíu fyrrverandi starfsmenn Facebook og samstarfsfyrirtækja þess. Það segir að fyrirkomulagið við tæknirisana hafi verið í beggja þágu. Facebook bætti við sig notendum sem gátu átt samskipti við vini þvert á samfélagsmiðla og vefsíður á meðan tæknifyrirtækin gátu gert vörur sínar eftirsóknarverðari með því að nýta sér persónuupplýsingar notenda. Á meðal þeirra sem nutu góðs af samstarfinu við Facebook voru streymissíðurnar Netflix og Spotify sem gátu lesið einkaskilaboð Facebook-notenda. Amazon gat komist yfir nöfn og heimilisföng notenda í gegnum vini þeirra á Facebook og Yahoo fékk að fylgjast með færslum vina notenda að minnsta kosti þangað til í sumar þrátt fyrir að stjórnendur Facebook hefðu áður sagt opinberlega að slíkur aðgangur væri ekki lengur í boði. Apple er einnig sagt hafa fengið leyfi frá Facebook til að fela fyrir notendum samfélagsmiðlisins að snjalltæki fyrirtækisins söfnuðu upplýsingum. Tækin fengu einnig aðgang að símaskrám og dagatölum fólks sem hafði sérstaklega breytt stillingum til að koma í veg fyrir deilingu þeirra upplýsinga. Talsmaður Apple segir fyrirtækið ekki hafa vitað af því og að engin gögn hafi farið af tækjunum. Þau væru aðeins aðgengileg notendunum sjálfum.Eiga í vök að verjast vegna persónuverndar og gagnaleyndar Um 150 fyrirtæki eru sögð hafa fengið þessa vildarþjónustu hjá Facebook, flest þeirra tæknifyrirtæki. Óskuðu þau eftir persónuupplýsingum um hundruð milljóna notenda samfélagsmiðilsins. Stjórnendur Facebook hafa háð varnarbaráttu undanfarna mánuði og ár í skugga gagnrýni á hvernig þeir hafa umgengist persónuupplýsingar notenda. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og forstjóri, sagði bandarískum þingmönnum í apríl að notendur hefðu „fulla stjórn“ á öllu sem þeir deildu á miðlinum. Steve Satterfield, framkvæmdastjóri persónuverndar og stefnumótunar Facebook, segir að samningarnir við tæknirisana brjóti hvorki gegn friðhelgi einkalífs notenda síðunnar né gegn reglum Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna sem kveða á um upplýst leyfi neytenda fyrir notkun persónuupplýsinga. Fyrirtækið hafi engar upplýsingar um að viðskiptavinir þess hafi misnotað upplýsingarnar. Fullyrðir Satterfield að samstarfsfyrirtækin hafi ekki leyfi til að hunsa persónuverndarstillingar notenda Facebook. Notendur hafi ekki þurft að veita heimild fyrir því að upplýsingunum væri deilt með fyrirtækjunum vegna þess að Facebook skilgreindi þau sem þjónustuaðila sem væru í reynd framlenging á samfélagsmiðlinum sjálfum.Samstarf Facebook við tæknifyrirtæki eins og Spotify gerðu notendum kleift að hafa samskipti sín á milli þvert á miðla. Það þýddi hins vegar að þessi utanaðkomandi fyrirtæki fengju persónuupplýsingar um hundruð milljóna notenda með í kaupunum.Vísir/EPASegjast ekki hafa vitað af heimildum sínum Facebook fékk einnig upplýsingar frá samstarfsfyrirtækjum sínum eins og Amazon, Yahoo og Huawei til þess að knýja tól sem nefnist „Fólk sem þú gætir þekkt“. Það stingur upp á fólki sem Facebook-notandi gæti viljað bæta við sem vinum á miðlinum. Sagt hefur verið frá tilfellum þar sem tólið stakk upp á að fólk sem gekk til sama sálfræðings gerðust vinir, ættingjar sem höfðu sagt skilið hver við annan og jafnvel eltihrellar og fórnarlömb þeirra. Sum samstarfsfyrirtækjanna segjast hafa verið grunlaus um hvers konar aðgang þau höfðu að upplýsingum Facebook-notenda. Þannig segir New York Times að Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hafi fengið heimild til að lesa, skrifa og eyða einkaskilaboðum Facebook-notenda. Talsmenn Spotify og Netflix sögðu fyrirtækin ekki hafa vitað af þeim aðgangi en talsmaður bankans þrætti fyrir að slík heimild hafi verið veitt.
Facebook Tengdar fréttir Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00 Tölvupóstsamskipti varpa nýju ljósi á umdeilda starfshætti Facebook Aðalatriðin lúta til að mynda að meðferð Facebook á persónuupplýsingum notenda sinna og aðferðum fyrirtækisins til að kæfa mögulega samkeppni. 5. desember 2018 23:15 Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00
Tölvupóstsamskipti varpa nýju ljósi á umdeilda starfshætti Facebook Aðalatriðin lúta til að mynda að meðferð Facebook á persónuupplýsingum notenda sinna og aðferðum fyrirtækisins til að kæfa mögulega samkeppni. 5. desember 2018 23:15
Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30
Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04