Svöruðu tapi í fyrstu tveimur leikjunum með lengstu sigurgöngunni í sex ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 16:45 Bryndís Guðmundsdóttir. Vísir/Daníel Kvennalið Keflavíkur er á mikilli siglingu í körfuboltanum en liðið vann sinn níunda sigurleik í röð á móti Haukum í gærkvöldi. Keflavík vann leikinn 97-88 og hefur þar með unnið alla leiki sína í Domino´s deild kvenna frá og með 17. október eða alla leiki sína undanfarna 52 daga. Tímabilið, það fyrsta undir stjórn Jóns Guðmundssonar, byrjaði ekki vel því Keflavíkurstelpurnar töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Stjörnunni og Snæfelli. Keflavík tapaði 87-75 á móti Snæfelli í Stykkishólmi 6. október síðastliðinn en hefur síðan unnið öll hin sjö lið deildarinnar og gott betur. Þessi slæma byrjun kom mörgum á óvart en Keflavíkurkonur voru fljótar að yfirvinna mótlætið og komast á fullt skrið. Þetta er nú orðin lengsta sigurganga Keflavíkurstelpnanna í sex ár eða síðan að liðið vann fjórtán sigurleiki í röð í deildinni frá október og fram í desember árið 2012. Bandaríski bakvörðurinn Brittanny Dinkins var með þrennu á móti Haukum í gær (34 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar) en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hún er með yfir 43 í framlagi. Dinkins fékk 49 í framlag fyrir leikinn í gærkvöldi því auk þrennunnar var hún líka með 5 stolna bolta. Þetta var fyrsta þrenna Dinkins á leiktíðinni en hana vantaði aðeins eitt frákast í þrennuna í leiknum á undan og var líka aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni í fyrsta sigurleik liðsins á tímabilinu sem var á móti Skallagrími í október. Reynsluboltinn Bryndís Guðmundsdóttir var með 17 stig og 9 fráköst á móti Haukum í gær en hún var að hækka stigaskor sitt í þriðja leiknum í röð. Embla Kristínardóttir átti líka sinn besta leik í vetur með 15 stig og 20 framlagsstig.Lengstu sigurgöngur Keflavíkurkvenna á hverju tímabili undanfarin sjö tímabil: 2018-19: 9 sigurleikir í röð (17. október 2018 - enn í gangi) 2017-18: 6 sigurleikir í röð (1. nóvember - 6. desember 2017) 2016-17: 7 sigurleikir í röð (18. febrúar - 21. mars 2017) 2015-16: 2 sigurleikir í röð (7. - 11. nóvember 2015) 2014-15: 8 sigurleikir í röð (15. október - 29. nóvember 2014) 2013-14: 7 sigurleikir í röð (9. október - 3. nóvember 2013) 2012-13: 14 sigurleikir í röð (3. október - 12. desember 2012) Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Kvennalið Keflavíkur er á mikilli siglingu í körfuboltanum en liðið vann sinn níunda sigurleik í röð á móti Haukum í gærkvöldi. Keflavík vann leikinn 97-88 og hefur þar með unnið alla leiki sína í Domino´s deild kvenna frá og með 17. október eða alla leiki sína undanfarna 52 daga. Tímabilið, það fyrsta undir stjórn Jóns Guðmundssonar, byrjaði ekki vel því Keflavíkurstelpurnar töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Stjörnunni og Snæfelli. Keflavík tapaði 87-75 á móti Snæfelli í Stykkishólmi 6. október síðastliðinn en hefur síðan unnið öll hin sjö lið deildarinnar og gott betur. Þessi slæma byrjun kom mörgum á óvart en Keflavíkurkonur voru fljótar að yfirvinna mótlætið og komast á fullt skrið. Þetta er nú orðin lengsta sigurganga Keflavíkurstelpnanna í sex ár eða síðan að liðið vann fjórtán sigurleiki í röð í deildinni frá október og fram í desember árið 2012. Bandaríski bakvörðurinn Brittanny Dinkins var með þrennu á móti Haukum í gær (34 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar) en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hún er með yfir 43 í framlagi. Dinkins fékk 49 í framlag fyrir leikinn í gærkvöldi því auk þrennunnar var hún líka með 5 stolna bolta. Þetta var fyrsta þrenna Dinkins á leiktíðinni en hana vantaði aðeins eitt frákast í þrennuna í leiknum á undan og var líka aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni í fyrsta sigurleik liðsins á tímabilinu sem var á móti Skallagrími í október. Reynsluboltinn Bryndís Guðmundsdóttir var með 17 stig og 9 fráköst á móti Haukum í gær en hún var að hækka stigaskor sitt í þriðja leiknum í röð. Embla Kristínardóttir átti líka sinn besta leik í vetur með 15 stig og 20 framlagsstig.Lengstu sigurgöngur Keflavíkurkvenna á hverju tímabili undanfarin sjö tímabil: 2018-19: 9 sigurleikir í röð (17. október 2018 - enn í gangi) 2017-18: 6 sigurleikir í röð (1. nóvember - 6. desember 2017) 2016-17: 7 sigurleikir í röð (18. febrúar - 21. mars 2017) 2015-16: 2 sigurleikir í röð (7. - 11. nóvember 2015) 2014-15: 8 sigurleikir í röð (15. október - 29. nóvember 2014) 2013-14: 7 sigurleikir í röð (9. október - 3. nóvember 2013) 2012-13: 14 sigurleikir í röð (3. október - 12. desember 2012)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira