Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar 9. desember 2018 06:44 Gunnar fagnar eftir bardagann. vísir/getty Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira
Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00
Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29
Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30