Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 11:00 Gulu vestin virðast rússneskum Twitter-notendum hugleikin þessa dagana. Vanalega beina þeir kröftum sínum að fréttum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Vísir/EPA Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55