Sverrir: Ég er mjög ánægður með sigurinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. desember 2018 21:29 Sverrir var kampakátur í leikslok vísir/ernir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum kampakátur með góðan sigur sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Menn gerðu vel það sem við erum búnir að vera tala um og vera reyna að vinna í á æfingum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og halda áfram að bæta í,“ sagði Sverrir. Dominos-deildin hófst aftur eftir landsleikjahlé en Sverrir segir að það hafi verið kostir og gallar að fá fríið á þessum tímapunkti en Keflvíkingar voru búnir að vera slappir fyrir frí. „Já og nei. Það er hundleiðinlegt eftir lélegan leik að fá ekki að spila í tvær vikur. En ég tel okkur hafa nýtt fríið vel í að vinna í okkar hlutum. Við gerðum vel í kvöld. Þetta er alltaf þannig að maður má ekki halda það að allt sé frábært og að þetta sé komið þótt svo þú vinnir einn góðan sigur.“ Aðspurður hverjar áherslurnar voru í fríinu, var það sóknarleikurinn sem var efst í huga Sverris. „Til dæmis unnum við mikið í sóknarleiknum okkar, hreyfa boltann betur og hreyfa okkur betur án bolta og detta ekki bara í það að gefa bara á Craion undir körfunni og vera svo bara eins og áhorfendur hinir fjórir.“ Reggie Dupree var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í kvöld vegna meiðsla en Sverrir býst við honum klárum í næsta leik liðsins. „Hann var tæpur fyrir Haukaleikinn aftan í læri og tognaði í honum. Hann er bara ekki orðinn nógu góður þannig við þorðum ekki að taka séns með hann. Vona að hann verði kominn í næsta leik.“ Ágúst Orrason kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Reggie en hann hefur ekki verið að fá margar mínútur í síðustu leikjum. Sverrir var ánægður með hans innkomu í kvöld. „Ég þurfti auðvitað að setja einhvern inn fyrir Reggie. Gústi er búinn að vera flottur á undanförnum æfingum og er auðvitað með betri skyttum á landinu þegar hann hitnar.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í kvöld og fyrsti leikhluti liðsins er að mati undirritaðs einhver sá besti hjá Keflvíkingum í vetur. Sverrir var sammála því. „Já algjörlega. Það var eiginlega allt sem gekk vel, við vorum að hitta vel, góð hreyfing á bolta og vörnin frábær. Ég verð að vera sammála því.“ Gríðarleg stemmning var í liði Keflvíkinga eftir töluvert andleysi í síðustu leikjum. Stemmningin hófst strax í upphitun og smitaði svo frá sér í leiknum sjálfum. „Já við leggjum alltaf upp með það. Það var mikill hugur í strákunum, búnir að bíða í tvær vikur eftir að spila eftir tapið gegn Haukum. Dominos-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum kampakátur með góðan sigur sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Menn gerðu vel það sem við erum búnir að vera tala um og vera reyna að vinna í á æfingum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og halda áfram að bæta í,“ sagði Sverrir. Dominos-deildin hófst aftur eftir landsleikjahlé en Sverrir segir að það hafi verið kostir og gallar að fá fríið á þessum tímapunkti en Keflvíkingar voru búnir að vera slappir fyrir frí. „Já og nei. Það er hundleiðinlegt eftir lélegan leik að fá ekki að spila í tvær vikur. En ég tel okkur hafa nýtt fríið vel í að vinna í okkar hlutum. Við gerðum vel í kvöld. Þetta er alltaf þannig að maður má ekki halda það að allt sé frábært og að þetta sé komið þótt svo þú vinnir einn góðan sigur.“ Aðspurður hverjar áherslurnar voru í fríinu, var það sóknarleikurinn sem var efst í huga Sverris. „Til dæmis unnum við mikið í sóknarleiknum okkar, hreyfa boltann betur og hreyfa okkur betur án bolta og detta ekki bara í það að gefa bara á Craion undir körfunni og vera svo bara eins og áhorfendur hinir fjórir.“ Reggie Dupree var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í kvöld vegna meiðsla en Sverrir býst við honum klárum í næsta leik liðsins. „Hann var tæpur fyrir Haukaleikinn aftan í læri og tognaði í honum. Hann er bara ekki orðinn nógu góður þannig við þorðum ekki að taka séns með hann. Vona að hann verði kominn í næsta leik.“ Ágúst Orrason kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Reggie en hann hefur ekki verið að fá margar mínútur í síðustu leikjum. Sverrir var ánægður með hans innkomu í kvöld. „Ég þurfti auðvitað að setja einhvern inn fyrir Reggie. Gústi er búinn að vera flottur á undanförnum æfingum og er auðvitað með betri skyttum á landinu þegar hann hitnar.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í kvöld og fyrsti leikhluti liðsins er að mati undirritaðs einhver sá besti hjá Keflvíkingum í vetur. Sverrir var sammála því. „Já algjörlega. Það var eiginlega allt sem gekk vel, við vorum að hitta vel, góð hreyfing á bolta og vörnin frábær. Ég verð að vera sammála því.“ Gríðarleg stemmning var í liði Keflvíkinga eftir töluvert andleysi í síðustu leikjum. Stemmningin hófst strax í upphitun og smitaði svo frá sér í leiknum sjálfum. „Já við leggjum alltaf upp með það. Það var mikill hugur í strákunum, búnir að bíða í tvær vikur eftir að spila eftir tapið gegn Haukum.
Dominos-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira