Samþykktu drög að pólitískri viljayfirlýsingu um samskiptin eftir Brexit Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2018 13:27 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði fréttamenn við Downing-stræti 10 í hádeginu. EPA/Andy Rain Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fagnað drögum að pólitískri viljayfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins sem samkomulag náðist um í morgun. May segir að yfirlýsingin – sem útlisti í grófum dráttum hvernig viðskiptum, öryggismálum og fleiru skuli háttað eftir útgöngu – sé góð fyrir allt Bretland. Stjórnvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn ESB höfðu áður samþykkt 585 síðna drög að samningi um hvernig útgöngu Bretlands skuli háttað þann 29. mars næstkomandi. Þar var meðal annars tekið á greiðslum Bretlands til ESB vegna fyrri skuldbindinga, réttindi borgara og málefni landamæra Írlands og Norður-Írlands sem hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.Ávarpar þingheim klukkan 15 Breski forsætisráðherrann mun ávarpa breskan þingheim klukkan 15 í dag þar sem hún mun ræða yfirlýsinguna, en hún hefur þegar kynnt drögin fyrir ríkisstjórn. Pólitíska viljayfirlýsingin er mun styttri en sjálfur Brexit-saminingurinn, er ekki bindandi og fjallar um hvernig Bretar og ESB sjá fyrir sér samskiptin eftir útgöngu.Fundaði með Juncker May fundaði með Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær og mun hún snúa aftur á laugardag til frekari viðræðna. Enn er deilt um nokkur atriði í drögunum að sjálfum Brexit-samningnum. Þannig hefur spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez gagnrýnt að ekki sé rætt um framtíð Gíbraltar í samningnum og er talið að frönsk stjórnvöld séu óánægð með orðalag um veiðiréttindi í breskri lögsögu. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00 May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fagnað drögum að pólitískri viljayfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins sem samkomulag náðist um í morgun. May segir að yfirlýsingin – sem útlisti í grófum dráttum hvernig viðskiptum, öryggismálum og fleiru skuli háttað eftir útgöngu – sé góð fyrir allt Bretland. Stjórnvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn ESB höfðu áður samþykkt 585 síðna drög að samningi um hvernig útgöngu Bretlands skuli háttað þann 29. mars næstkomandi. Þar var meðal annars tekið á greiðslum Bretlands til ESB vegna fyrri skuldbindinga, réttindi borgara og málefni landamæra Írlands og Norður-Írlands sem hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.Ávarpar þingheim klukkan 15 Breski forsætisráðherrann mun ávarpa breskan þingheim klukkan 15 í dag þar sem hún mun ræða yfirlýsinguna, en hún hefur þegar kynnt drögin fyrir ríkisstjórn. Pólitíska viljayfirlýsingin er mun styttri en sjálfur Brexit-saminingurinn, er ekki bindandi og fjallar um hvernig Bretar og ESB sjá fyrir sér samskiptin eftir útgöngu.Fundaði með Juncker May fundaði með Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær og mun hún snúa aftur á laugardag til frekari viðræðna. Enn er deilt um nokkur atriði í drögunum að sjálfum Brexit-samningnum. Þannig hefur spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez gagnrýnt að ekki sé rætt um framtíð Gíbraltar í samningnum og er talið að frönsk stjórnvöld séu óánægð með orðalag um veiðiréttindi í breskri lögsögu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00 May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00
May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00