Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem ver ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forsæti Theresu May vantrausti, mun ekki styðja Brexit-áform May ef þau koma óbreytt fyrir breska þingið. Þetta sagði formaðurinn Arlene Foster í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær. „Ef hún leggur það sem er að finna í bréfi hennar fyrir þingið og atkvæðagreiðsla fer fram þá munum við ekki geta stutt málið,“ sagði Foster en flokkur hennar hefur tíu þingmenn. Án þeirra hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta. „Hún þarf nú að ákveða hvort hún vilji feta áfram þennan stíg þar sem hún veit að hún hefur ekki stuðning lýðræðislegu sambandssinnanna tíu í Westminster,“ bætti Foster við. Rótin að óánægjunni er það sem Foster telur vera svikin loforð um landamæri Írlands og Bretlands. Téðu bréfi May til Foster var lekið til The Times og þar sagði May að málamiðlanir væru óumflýjanlegar. DUP-liðar hafa ítrekað farið fram á að komið verði í veg fyrir sýnileg landamæri á svæðinu. Samkvæmt BBC eru DUP-liðar einnig óánægðir með þá stefnu May að Norður-Írland gæti þurft að samþykkja reglugerðir innri markaðar ESB, vilji fólk koma í veg fyrir sýnileg landamæri. Landamæramálið hefur reynst rembihnútur í samningaviðræðum ESB og Breta um útgönguna. Svo erfitt virðist málið að mögulega gætu Bretar þurft að ganga út án samnings um framtíðarsamband við ESB. Fleiri eru óánægð með May. Í gær tilkynnti Jo Johnson, yngri bróðir Boris, um að hann segði af sér sem undirsamgönguráðherra. Brexit-málið var ástæðan en áður hafði eldri bróðirinn sagt af sér í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu. Johnson sagðist ekki geta greitt atkvæði með áætlunum May þegar þær koma fyrir þingið. Kallaði þær sprottnar af hugarórum. „Að gefa þjóðinni tvo valkosti, annaðhvort yrðum við algjör undirlægja eða hér myndi ríkja glundroði, er versta frammistaða Bretlands á alþjóðavettvangi frá því í Súesdeilunni. Vegna þess farsa sem Brexit-málið er orðið er það eina rétta í stöðunni að leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið,“ sagði Johnson sem barðist gegn Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. „Boris bróðir minn, sem leiddi baráttuna fyrir útgöngu, er afar óánægður með tillögur ríkisstjórnarinnar. Það er ég líka. Ég þekki það af eigin reynslu í samgönguráðuneytinu að mikill glundroði myndi fylgja Brexit án samnings,“ bætti Johnson við enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem ver ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forsæti Theresu May vantrausti, mun ekki styðja Brexit-áform May ef þau koma óbreytt fyrir breska þingið. Þetta sagði formaðurinn Arlene Foster í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær. „Ef hún leggur það sem er að finna í bréfi hennar fyrir þingið og atkvæðagreiðsla fer fram þá munum við ekki geta stutt málið,“ sagði Foster en flokkur hennar hefur tíu þingmenn. Án þeirra hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta. „Hún þarf nú að ákveða hvort hún vilji feta áfram þennan stíg þar sem hún veit að hún hefur ekki stuðning lýðræðislegu sambandssinnanna tíu í Westminster,“ bætti Foster við. Rótin að óánægjunni er það sem Foster telur vera svikin loforð um landamæri Írlands og Bretlands. Téðu bréfi May til Foster var lekið til The Times og þar sagði May að málamiðlanir væru óumflýjanlegar. DUP-liðar hafa ítrekað farið fram á að komið verði í veg fyrir sýnileg landamæri á svæðinu. Samkvæmt BBC eru DUP-liðar einnig óánægðir með þá stefnu May að Norður-Írland gæti þurft að samþykkja reglugerðir innri markaðar ESB, vilji fólk koma í veg fyrir sýnileg landamæri. Landamæramálið hefur reynst rembihnútur í samningaviðræðum ESB og Breta um útgönguna. Svo erfitt virðist málið að mögulega gætu Bretar þurft að ganga út án samnings um framtíðarsamband við ESB. Fleiri eru óánægð með May. Í gær tilkynnti Jo Johnson, yngri bróðir Boris, um að hann segði af sér sem undirsamgönguráðherra. Brexit-málið var ástæðan en áður hafði eldri bróðirinn sagt af sér í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu. Johnson sagðist ekki geta greitt atkvæði með áætlunum May þegar þær koma fyrir þingið. Kallaði þær sprottnar af hugarórum. „Að gefa þjóðinni tvo valkosti, annaðhvort yrðum við algjör undirlægja eða hér myndi ríkja glundroði, er versta frammistaða Bretlands á alþjóðavettvangi frá því í Súesdeilunni. Vegna þess farsa sem Brexit-málið er orðið er það eina rétta í stöðunni að leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið,“ sagði Johnson sem barðist gegn Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. „Boris bróðir minn, sem leiddi baráttuna fyrir útgöngu, er afar óánægður með tillögur ríkisstjórnarinnar. Það er ég líka. Ég þekki það af eigin reynslu í samgönguráðuneytinu að mikill glundroði myndi fylgja Brexit án samnings,“ bætti Johnson við enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira