Seinni bylgjan: Vanmetnustu landsliðsmenn Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:00 Hverjir komust á listann hjá Degi? S2 Sport Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira