Enn eitt hneykslið hjá Facebook komið upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 11:00 Þótt þessi mynd sé sviðsett er vandamálið raunverulegt. Vísir/Getty Rússneskir tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir og boðið til sölu einkaskilaboð 81.000 Facebook-notenda. BBC greindi frá málinu í gær og sagði að Rússarnir héldu því fram að í heild hefðu skilaboð 120 milljóna notenda verið til sölu. Þá tölu dró miðillinn hins vegar í efa. Flestir notendanna eru frá Rússlandi og Úkraínu en þó er einhverja að finna í gögnunum sem eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar. Skilaboð hvers notanda voru seld á um tíu krónur íslenskar en síðan var tekin niður eftir að BBC setti sig í samband við tölvuþrjótana. Auglýsing um að hægt væri að kaupa þessi gögn birtist fyrst á enskumælandi spjallborði í september þegar notandi sem kallaði sig FBSaler sagðist búa yfir skilaboðum 120 milljóna Facebook-notenda. BBC fékk netöryggisfyrirtækið Digital Shadows til að skoða þessa staðhæfingu og komst fyrirtækið að því að skilaboðum 81.000 notenda hefði verið stolið og að einnig hefði verið hægt að stela skilaboðum 176.000 notenda til viðbótar. Að sögn BBC setti miðillinn sig í samband við seljandann og sagðist hafa áhuga á að kaupa skilaboð tveggja milljóna notenda, spurði hvort málið tengdist annaðhvort Cambridge Analytica hneykslinu eða öryggisbresti sem greint var frá í september þegar milljónir aðganga voru í raun opnar tölvuþrjótum. Sölumaður undir nafninu John Smith svaraði og sagði málin ótengd. Þá sagði hann einnig að salan tengdist ekki rússneskum yfirvöldum eða nettröllabúum þeirra. Guy Rosen, stjórnandi hjá Facebook, sagði í gær að ekki hefði verið brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins. Hins vegar væri viðbótum við netvafra um að kenna. Fyrirtækið hefði því látið vafraframleiðendur vita af málinu til þess að tryggja að viðbæturnar væru teknar úr viðbótaverslunum vafranna. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir og boðið til sölu einkaskilaboð 81.000 Facebook-notenda. BBC greindi frá málinu í gær og sagði að Rússarnir héldu því fram að í heild hefðu skilaboð 120 milljóna notenda verið til sölu. Þá tölu dró miðillinn hins vegar í efa. Flestir notendanna eru frá Rússlandi og Úkraínu en þó er einhverja að finna í gögnunum sem eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar. Skilaboð hvers notanda voru seld á um tíu krónur íslenskar en síðan var tekin niður eftir að BBC setti sig í samband við tölvuþrjótana. Auglýsing um að hægt væri að kaupa þessi gögn birtist fyrst á enskumælandi spjallborði í september þegar notandi sem kallaði sig FBSaler sagðist búa yfir skilaboðum 120 milljóna Facebook-notenda. BBC fékk netöryggisfyrirtækið Digital Shadows til að skoða þessa staðhæfingu og komst fyrirtækið að því að skilaboðum 81.000 notenda hefði verið stolið og að einnig hefði verið hægt að stela skilaboðum 176.000 notenda til viðbótar. Að sögn BBC setti miðillinn sig í samband við seljandann og sagðist hafa áhuga á að kaupa skilaboð tveggja milljóna notenda, spurði hvort málið tengdist annaðhvort Cambridge Analytica hneykslinu eða öryggisbresti sem greint var frá í september þegar milljónir aðganga voru í raun opnar tölvuþrjótum. Sölumaður undir nafninu John Smith svaraði og sagði málin ótengd. Þá sagði hann einnig að salan tengdist ekki rússneskum yfirvöldum eða nettröllabúum þeirra. Guy Rosen, stjórnandi hjá Facebook, sagði í gær að ekki hefði verið brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins. Hins vegar væri viðbótum við netvafra um að kenna. Fyrirtækið hefði því látið vafraframleiðendur vita af málinu til þess að tryggja að viðbæturnar væru teknar úr viðbótaverslunum vafranna.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira