Birgir Leifur og Guðrún standa vel að vígi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 15:57 Birgir Leifur mundar pútterinn. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson er í góðum málum eftir tvo hringi á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék annan hringinn í dag á tveimur höggum undir pari. Eftir frábæran hring í gær er Birgir Leifur samtals á átta höggum undir pari og er jafn í níunda sæti. Það er Birgi hins vegar til ógæfu að margir kylfingar voru að leika mjög vel í dag og því færist hann neðar í töflunni, hann var jafn í fimmta sætinu eftir fyrsta daginn. Á sama stigi en öðrum velli átti Haraldur Franklín Magnús góðan dag, spilaði annan hringinn á þremur höggum undir pari og er jafn í 35. sæti. Gert er ráð fyrir að efstu tuttugu á hverjum velli komist áfram svo Birgir Leifur er í fínum málum en Haraldur þarf aðeins að bæta sig á seinni hringjunum tveimur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki og komst upp í 16. sætið með því að leika á einu höggi undir pari á þriðja hringnum í dag. Hún er samtals á sex höggum yfir pari í mótinu þar sem skorið er frekar hátt. 25 efstu á þessu móti komast í loka úrtökumótið og er Guðrún því í mjög góðum málum. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson er í góðum málum eftir tvo hringi á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék annan hringinn í dag á tveimur höggum undir pari. Eftir frábæran hring í gær er Birgir Leifur samtals á átta höggum undir pari og er jafn í níunda sæti. Það er Birgi hins vegar til ógæfu að margir kylfingar voru að leika mjög vel í dag og því færist hann neðar í töflunni, hann var jafn í fimmta sætinu eftir fyrsta daginn. Á sama stigi en öðrum velli átti Haraldur Franklín Magnús góðan dag, spilaði annan hringinn á þremur höggum undir pari og er jafn í 35. sæti. Gert er ráð fyrir að efstu tuttugu á hverjum velli komist áfram svo Birgir Leifur er í fínum málum en Haraldur þarf aðeins að bæta sig á seinni hringjunum tveimur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki og komst upp í 16. sætið með því að leika á einu höggi undir pari á þriðja hringnum í dag. Hún er samtals á sex höggum yfir pari í mótinu þar sem skorið er frekar hátt. 25 efstu á þessu móti komast í loka úrtökumótið og er Guðrún því í mjög góðum málum.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira