Ólafía færist fjær LPGA mótaröðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. október 2018 16:58 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Möguleikar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á að halda korti sínu á LPGA mótaröðinni fara dvínandi. Ólafía er langt frá því að tryggja sig í gegnum lokaúrtökumótið. Eftir fimm hringi af átta á lokaúrtökumótinu sem leikið er á Pinehurst vellinum er Ólafía Þórunn á meðal neðstu kvenna í mótinu. Efstu 45 kylfingarnir komast inn á LPGA mótaröðina og eins og er eru síðustu kylfingarnir sem sleppa inn á 6 höggum yfir pari. Ólafía hefur ekki náð sér á strik á úrtökumótinu til þessa og þar var engin breyting á í dag. Hún byrjaði mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Á þeirri fjórðu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og var því komin aftur á byrjunarreit. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og hrapaði Ólafía niður töfluna. Hún fékk fimm skolla og einn fugl á næstu tíu holum og var komin tíu höggum frá 45. sætinu. Á 16. holu dagsins fékk Ólafía aftur tvöfaldan skolla. Hún kláraði síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik samtals á átján höggum yfir pari í mótinu. Ólafía þarf að vinna upp 12 högg á næstu þremur hringjum og treysta á að 45. sætið færist ekki á lægra skor til þess að komast inn á þessa sterkustu mótaröð heims. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Möguleikar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á að halda korti sínu á LPGA mótaröðinni fara dvínandi. Ólafía er langt frá því að tryggja sig í gegnum lokaúrtökumótið. Eftir fimm hringi af átta á lokaúrtökumótinu sem leikið er á Pinehurst vellinum er Ólafía Þórunn á meðal neðstu kvenna í mótinu. Efstu 45 kylfingarnir komast inn á LPGA mótaröðina og eins og er eru síðustu kylfingarnir sem sleppa inn á 6 höggum yfir pari. Ólafía hefur ekki náð sér á strik á úrtökumótinu til þessa og þar var engin breyting á í dag. Hún byrjaði mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Á þeirri fjórðu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og var því komin aftur á byrjunarreit. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og hrapaði Ólafía niður töfluna. Hún fékk fimm skolla og einn fugl á næstu tíu holum og var komin tíu höggum frá 45. sætinu. Á 16. holu dagsins fékk Ólafía aftur tvöfaldan skolla. Hún kláraði síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik samtals á átján höggum yfir pari í mótinu. Ólafía þarf að vinna upp 12 högg á næstu þremur hringjum og treysta á að 45. sætið færist ekki á lægra skor til þess að komast inn á þessa sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira