Tengdasonur Mosfellsbæjar sló enn eitt metið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2018 09:30 Mahomes í leiknum í nótt. vísir/getty Undrabarnið Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Kansas valtaði yfir Cincinnati Bengals, 45-10. Mahomes kastaði boltanum 358 jarda og þar af fjórum sinnum fyrir snertimarki. Þessi tengdasonur Mosfellsbæjar slær met í nánast hverri umferð. Í nótt varð hann sá yngsti sem kastar yfir 300 jarda sex leiki í röð. Kansas tapaði 43-40 fyrir New England fyrir viku síðan en það er eina tap liðsins í vetur. Það tap hafði engin áhrif á liðið sem spilaði frábærlega í nótt.FINAL: The @Chiefs get the WIN on SNF! #ChiefsKingdom (by @Lexus) pic.twitter.com/jJGt8gnYlm — NFL (@NFL) October 22, 2018 LA Rams er enn eina ósigraða liðið í deildinni en liðið vann sinn sjöunda leik í röð er það valtaði yfir nágranna sína í San Francisco. Hinn magnaði leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, náði tveimur merkum áföngum í leiknum gegn Baltimore í nótt. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki og er aðeins sá fjórði sem nær þeim áfanga. Hinir eru Peyton Manning, Brett Favre og Tom Brady. Sigurinn á Baltimore var líka sögulegur fyrir þær sakir að Brees er nú búinn að vinna öll liðin í deildinni. Hann átti bara eftir að vinna Baltimore. Hann vann Saints er hann spilaði með Chargers. Þessu náði hann gegn besta varnarliði deildarinnar sem hafði ekki fengið á sig snertimark í seinni hálfleik allt tímabilið. Brees henti tveimur í andlitið á Hröfnunum. Aðeins þrír leikmenn í sögunni hafa unnið öll lið deildarinnar. Hinir eru Peyton Manning og Brett Favre.FINAL: @Saints win by one in Baltimore! #NOvsBAL#GoSaintspic.twitter.com/R2soyckmMX — NFL (@NFL) October 21, 2018Úrslit: Kansas City-Cincinnati 45-10 LA Chargers-Tennessee 20-19 Chicago-New England 31-38 Indianapolis-Buffalo 37-5 Jacksonville-Houston 7-20 Miami-Detroit 21-32 NY Jets-Minnesota 17-37 Philadelphia-Carolina 17-21 Tampa Bay-Cleveland 26-23 Baltimore-New Orleans 23-24 Washington-Dallas 20-17 San Francisco-LA Rams 10-39Í nótt: Atlanta - NY GiantsStaðan í deildinni. NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Undrabarnið Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Kansas valtaði yfir Cincinnati Bengals, 45-10. Mahomes kastaði boltanum 358 jarda og þar af fjórum sinnum fyrir snertimarki. Þessi tengdasonur Mosfellsbæjar slær met í nánast hverri umferð. Í nótt varð hann sá yngsti sem kastar yfir 300 jarda sex leiki í röð. Kansas tapaði 43-40 fyrir New England fyrir viku síðan en það er eina tap liðsins í vetur. Það tap hafði engin áhrif á liðið sem spilaði frábærlega í nótt.FINAL: The @Chiefs get the WIN on SNF! #ChiefsKingdom (by @Lexus) pic.twitter.com/jJGt8gnYlm — NFL (@NFL) October 22, 2018 LA Rams er enn eina ósigraða liðið í deildinni en liðið vann sinn sjöunda leik í röð er það valtaði yfir nágranna sína í San Francisco. Hinn magnaði leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, náði tveimur merkum áföngum í leiknum gegn Baltimore í nótt. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki og er aðeins sá fjórði sem nær þeim áfanga. Hinir eru Peyton Manning, Brett Favre og Tom Brady. Sigurinn á Baltimore var líka sögulegur fyrir þær sakir að Brees er nú búinn að vinna öll liðin í deildinni. Hann átti bara eftir að vinna Baltimore. Hann vann Saints er hann spilaði með Chargers. Þessu náði hann gegn besta varnarliði deildarinnar sem hafði ekki fengið á sig snertimark í seinni hálfleik allt tímabilið. Brees henti tveimur í andlitið á Hröfnunum. Aðeins þrír leikmenn í sögunni hafa unnið öll lið deildarinnar. Hinir eru Peyton Manning og Brett Favre.FINAL: @Saints win by one in Baltimore! #NOvsBAL#GoSaintspic.twitter.com/R2soyckmMX — NFL (@NFL) October 21, 2018Úrslit: Kansas City-Cincinnati 45-10 LA Chargers-Tennessee 20-19 Chicago-New England 31-38 Indianapolis-Buffalo 37-5 Jacksonville-Houston 7-20 Miami-Detroit 21-32 NY Jets-Minnesota 17-37 Philadelphia-Carolina 17-21 Tampa Bay-Cleveland 26-23 Baltimore-New Orleans 23-24 Washington-Dallas 20-17 San Francisco-LA Rams 10-39Í nótt: Atlanta - NY GiantsStaðan í deildinni.
NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira