Seinni bylgjan: Tumi Steinn er leikstjórnandi sem öll lið þurfa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. október 2018 12:00 Tumi Steinn hefur byrjað tímabilið af krafti S2 Sport Tumi Steinn Rúnarsson snéri aftur á sinn gamla heimavöll um helgina og stýrði Aftureldingu til sigurs gegn Val á Hlíðarenda. Tumi fór frá Val í sumar og hefur blómstrað í Mosfellsbænum. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport tóku Tuma fyrir í þætti gærkvöldsins. Hann var með átta mörk í 11 skotum og skapaði fjögur færi í leiknum. „Það hafði eiginlega enginn heyrt um þennan gæja fyrir þetta tímabil,“ sagði Logi Geirsson. „Þetta er rosalegt að koma á sinn heimavöll með dýrasta lið landsins, hann kemur til baka og setur átta mörk og stýrir þessu.“ „Hann er búinn að vera að bæta sig. Hann er orðinn stærri, þyngri, sterkari.“ „Þetta er akkúrat maðurinn sem þarf að vera á milli Elvars og Birkis. Þess vegna eru þeir að blómstra. Ef það væru þrjár skyttur þarna fyrir utan þá sæjum við Aftureldingu eins og hún var í fyrra.“ „Þeir eru vel spilandi með hann á miðjunni.“ „Þetta er leikstjórnandi sem öll lið þurfa. Alvöru leikstjórnandi sem er ekkert endilega að hugsa um að skora, en hann er samt kominn með hátt í fimm mörk að meðaltali í leik. Hrikalega flottur. Þvílík innkoma í deildina.“ Stuðningsmenn Vals gætu einhverjir efast um þá ákvörðun að leyfa Tuma að fara annað í sumar, en Valsliðið er svo vel mannað af sterkum leikmönnum að þjálfarateymi Vals gat ekki lofað Tuma mörgum mínútum. „Ef þú horfir á Anton, Róbert og Magnús Óla. Þetta eru allt gæjar sem eru búnir að vera í atvinnumennsku og hann nýorðinn 18 ára. Svo er hann bara að bossa deildina. Þetta er bara ótrúlegt,“ sagði Logi. „Þessi kynslóð sem er að koma, þetta er bara eitthvað annað. Ég skil ekki hvað þeir eru að koma snemma upp.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Tumi Steinn Rúnarsson snéri aftur á sinn gamla heimavöll um helgina og stýrði Aftureldingu til sigurs gegn Val á Hlíðarenda. Tumi fór frá Val í sumar og hefur blómstrað í Mosfellsbænum. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport tóku Tuma fyrir í þætti gærkvöldsins. Hann var með átta mörk í 11 skotum og skapaði fjögur færi í leiknum. „Það hafði eiginlega enginn heyrt um þennan gæja fyrir þetta tímabil,“ sagði Logi Geirsson. „Þetta er rosalegt að koma á sinn heimavöll með dýrasta lið landsins, hann kemur til baka og setur átta mörk og stýrir þessu.“ „Hann er búinn að vera að bæta sig. Hann er orðinn stærri, þyngri, sterkari.“ „Þetta er akkúrat maðurinn sem þarf að vera á milli Elvars og Birkis. Þess vegna eru þeir að blómstra. Ef það væru þrjár skyttur þarna fyrir utan þá sæjum við Aftureldingu eins og hún var í fyrra.“ „Þeir eru vel spilandi með hann á miðjunni.“ „Þetta er leikstjórnandi sem öll lið þurfa. Alvöru leikstjórnandi sem er ekkert endilega að hugsa um að skora, en hann er samt kominn með hátt í fimm mörk að meðaltali í leik. Hrikalega flottur. Þvílík innkoma í deildina.“ Stuðningsmenn Vals gætu einhverjir efast um þá ákvörðun að leyfa Tuma að fara annað í sumar, en Valsliðið er svo vel mannað af sterkum leikmönnum að þjálfarateymi Vals gat ekki lofað Tuma mörgum mínútum. „Ef þú horfir á Anton, Róbert og Magnús Óla. Þetta eru allt gæjar sem eru búnir að vera í atvinnumennsku og hann nýorðinn 18 ára. Svo er hann bara að bossa deildina. Þetta er bara ótrúlegt,“ sagði Logi. „Þessi kynslóð sem er að koma, þetta er bara eitthvað annað. Ég skil ekki hvað þeir eru að koma snemma upp.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira