Félag sem vill alltaf vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2018 08:00 Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu. „Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
„Þetta hefur gengið fínt. Það er gott að vera hérna. Þetta er frábært lið með frábæra þjálfara. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, um fyrstu mánuði sína í herbúðum Aalborg. Ómar gekk í raðir Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Århus. Aalborg er stórt félag sem hefur þrisvar sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast árið 2017 undir stjórn Arons Kristjánssonar. Aalborg varð einnig danskur meistari 2010 og 2013. Ómar segir að stökkið frá Árósum til Álaborgar hafi verið nokkuð stórt. „Þetta er betra lið og stærra félag. Það er aðeins meiri alvara í þessu og meiri stemning,“ segir Ómar. „Það er frábær kúltúr hérna. Þeir eru alltaf meðal fjögurra efstu liða og vilja alltaf vinna.“ Það er engu logið um að Ómar hafi farið vel af stað með Aalborg. Hann hefur skorað 35 mörk í sjö leikjum og er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn dönsku deildarinnar. Skotnýting Selfyssingsins er frábær, eða 71%. Þá er hann næststoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 27 slíkar. „Ég hef reynt að velja réttu færin. Það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu máli hversu mikið ég skora,“ segir Ómar sem fékk loksins að taka víti í síðasta leik, 31-22 sigri á Mors-Thy. Hann segist þó ekki vita hvort hann sé orðinn aðalvítaskytta Aalborg. „Það kemur bara í ljós en ég er alltaf klár,“ segir Ómar hlæjandi. Hjá Aalborg leikur Ómar með sveitunga sínum, Janusi Daða Smárasyni. Aðstoðarþjálfari Aalborg er svo Arnór Atlason sem lagði skóna á hilluna í vor eftir að hafa leikið með Álaborgarliðinu síðustu árin á ferlinum. Ómar ber Arnóri afar vel söguna. „Mér finnst hann frábær. Hann býr yfir mikilli þekkingu og hefur spilað fyrir frábæra þjálfara. Hann hjálpar mér mikið með öll atriði sem tengjast leiknum,“ segir Ómar. Aalborg er á toppi dönsku deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Ómar segir að stefnan sé sett á að vinna allt sem í boði er á tímabilinu. „Að sjálfsögðu. En þetta er langt mót og þú vinnur ekki neitt í október. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir úrslitakeppnina þegar að henni kemur,“ segir Ómar. Selfyssingurinn hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár og farið á tvö stórmót (HM 2017 og EM 2018). Fram undan eru leikir í undankeppni EM og í janúar er svo komið að heimsmeistaramótinu sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson tók við íslenska landsliðinu eftir EM í byrjun árs og Ómar nýtur þess að spila undir stjórn þessa reynda þjálfara sem er að stýra landsliðinu í þriðja sinn. „Það er æðislegt. Hann er nákvæmur í því sem hann gerir og veit hvað hann vill. Hann stýrir þessu vel. Það er mjög auðvelt að spila undir stjórn hans,“ segir Ómar sem er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á HM. „Við getum gert góða hluti. Þetta er spurning um hversu vel við spilum. Ef við gerum það er allt hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira