Þórdís Edda: Stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira