Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 06:30 Hliðarmarkmið Parísarsamningsins er orðið meginstef baráttunnar við loftslagsbreytingar. Vísir/Getty LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ [email protected] Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ [email protected]
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira