Halldór segist hafa verið að grínast Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 14:51 Halldór Jónsson segist bara hafa verið að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi sínu. Hann biður Áslaugu Örnu afsökunar og kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa vakið athygli á pistlinum. Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“ Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“
Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00