Draumur manns að rætast þetta kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. september 2018 08:00 Arnór kemur boltanum fyrir markið í leik með U21 árs liði Íslands gegn Eistlandi á dögunum. Fréttablaðið/Ernir Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð á þriðjudaginn 12. og jafnframt yngsti Íslendingurinn sem leikur í Meistaradeild Evrópu þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli CSKA Moskvu gegn Viktoria Plzen í Tékklandi. Var þetta eldskírn hans fyrir rússneska félagið eftir að sænska félagið Norrköping seldi hann fyrir met fjár í lok sumars. Leið hans í sterkustu deild heims hefur verið ævintýri líkust og hefur hann tekið stór skref fram á við á stuttum tíma. Þegar hann kom inn á í Tékklandi voru aðeins rúm tvö ár liðin síðan hann lék síðasta leik sinn með ÍA í Pepsi-deildinni, eða 752 dagar. Hafði hann ekki enn byrjað leik fyrir Skagamenn í efstu deild þegar tilboð kom frá Svíþjóð. Hálfu ári eftir að hafa byrjað sinn fyrsta leik í Svíþjóð var hann búinn að skrifa undir í Rússlandi.Arnór í leik með Norrköping.Þjálfari CSKA, Viktor Goncharenko, var búinn að tilkynna Arnóri að hann kæmi líklega við sögu í Tékklandi og var hann því reiðubúinn þegar kallið kom. „Þetta var auðvitað mögnuð tilfinning og draumur að rætast að spila í Meistaradeild Evrópu. Ég fékk að vita það fyrr um daginn að það væri mjög líklegt að ég kæmi við sögu í leiknum þannig að ég var búinn að undirbúa mig vel.“ Hann var ekki lengi að láta til sín taka, hann var spjaldaður strax á fyrstu sekúndunum fyrir að hafa fengið boltann í höndina á marklínu tékkneska liðsins. Hann var því ekki langt frá því að leika eftir afrek Diego Maradona strax í fyrsta leik. „Þetta var eitthvert klafs á marklínunni og varnarmaðurinn ýtti við mér. Það hefði samt ekki verið leiðinlegt að skora mark með hendi guðs strax á fyrstu mínútunni fyrir nýja liðið,“ segir hann hlæjandi. Arnór tekur undir að það sé í raun ótrúlegt hversu langt hann er kominn á stuttum tíma. „Þetta hefur gerst svolítið hratt en ég reyni að læra og hef öðlast mikla reynslu á stuttum tíma. Ég byrja fyrstu leiki mína í Svíþjóð í maí,“ segir Arnór og heldur áfram: „Ég sá það svo strax að CSKA var félag sem hentaði mér vel, þeir spila á ungum mönnum og eru í fremstu röð í Rússlandi. Hér fæ ég tækifæri til að bæta mig talsvert sem leikmaður.“ Fram undan eru afar spennandi leikir gegn Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu ásamt því að þeir leika gegn nágrannaliðunum tveimur, Lokomotiv og Spartak Moskva. „Maður var fljótur niður á jörðina, það var flogið beint eftir leik aftur til Moskvu og við fórum strax að huga að næsta leik. Það eru margir spennandi leikir fram undan og ég fæ vonandi tækifæri þar.“ sagði Arnór um komandi vikur. Gunnlaugur Jónsson gaf Arnóri sénsinn er hann þjálfaði ÍA.vísir/ernirKristaltært dæmi um frábæra fyrirmynd Gunnlaugur Jónsson, núverandi þjálfari Þróttar og þáverandi þjálfari ÍA, gaf Arnóri fyrstu mínútur sínar í efstu deild í lokaumferðinni árið 2015. Hann fékk stærra hlutverk og kom alls við sögu í níu leikjum ári síðar undir stjórn Gunnlaugs áður en hann hélt út. „Þetta er alveg ótrúlegt, maður vissi það að Arnór myndi ná langt en ég átti kannski ekki von á því að þetta myndi gerast svona hratt. Hann hafði allt sem þurfti til að fara út í atvinnumennsku og það var eftirtektarvert hversu gott hugarfarið hans var. Það er í raun synd þegar litið er til baka að hann hafi ekki byrjað leik í Pepsi-deildinni,“ sagði Gunnlaugur um Arnór sem kom sjö sinnum inn af bekknum í efstu deild og byrjaði tvo leiki í bikarnum. „Hann virtist alltaf stíga upp eftir því sem kröfurnar urðu meiri, hann hefur þann eiginleika og er ofboðslega metnaðargjarn. Hann fékk gott uppeldi frá foreldrum sínum sem voru bæði í fótbolta og er að uppskera eftir því,“ sagði Gunnlaugur sem sagði að hann gæti verið góð fyrirmynd fyrir unga leikmenn. „Hann er kristaltært dæmi um frábæra fyrirmynd sem ungir leikmenn geta horft til og ég er viss um að tækifærið með landsliðinu er ekki langt undan. Ef að hann heldur áfram að taka þessi stóru skref fram á við er varla langt í að hann fái tækifæri.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Arnór genginn í raðir CSKA Moskvu Skagamaðurinn efnilegi er orðinn leikmaður rússneska stórveldisins. 31. ágúst 2018 10:30 Arnór yngstur Íslendinga í Meistaradeildinni Arnór Sigurðsson varð yngsti Íslendingurinn til þess að spila leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann kom inn á í leik CSKA Moskvu og Viktoria Plzen. 19. september 2018 21:16 Milljónum rignir inn á reikning Skagamanna vegna sölu Arnórs ÍA gerði vel þegar að það seldi Arnór Sigurðsson og er nú að uppskera. 31. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð á þriðjudaginn 12. og jafnframt yngsti Íslendingurinn sem leikur í Meistaradeild Evrópu þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli CSKA Moskvu gegn Viktoria Plzen í Tékklandi. Var þetta eldskírn hans fyrir rússneska félagið eftir að sænska félagið Norrköping seldi hann fyrir met fjár í lok sumars. Leið hans í sterkustu deild heims hefur verið ævintýri líkust og hefur hann tekið stór skref fram á við á stuttum tíma. Þegar hann kom inn á í Tékklandi voru aðeins rúm tvö ár liðin síðan hann lék síðasta leik sinn með ÍA í Pepsi-deildinni, eða 752 dagar. Hafði hann ekki enn byrjað leik fyrir Skagamenn í efstu deild þegar tilboð kom frá Svíþjóð. Hálfu ári eftir að hafa byrjað sinn fyrsta leik í Svíþjóð var hann búinn að skrifa undir í Rússlandi.Arnór í leik með Norrköping.Þjálfari CSKA, Viktor Goncharenko, var búinn að tilkynna Arnóri að hann kæmi líklega við sögu í Tékklandi og var hann því reiðubúinn þegar kallið kom. „Þetta var auðvitað mögnuð tilfinning og draumur að rætast að spila í Meistaradeild Evrópu. Ég fékk að vita það fyrr um daginn að það væri mjög líklegt að ég kæmi við sögu í leiknum þannig að ég var búinn að undirbúa mig vel.“ Hann var ekki lengi að láta til sín taka, hann var spjaldaður strax á fyrstu sekúndunum fyrir að hafa fengið boltann í höndina á marklínu tékkneska liðsins. Hann var því ekki langt frá því að leika eftir afrek Diego Maradona strax í fyrsta leik. „Þetta var eitthvert klafs á marklínunni og varnarmaðurinn ýtti við mér. Það hefði samt ekki verið leiðinlegt að skora mark með hendi guðs strax á fyrstu mínútunni fyrir nýja liðið,“ segir hann hlæjandi. Arnór tekur undir að það sé í raun ótrúlegt hversu langt hann er kominn á stuttum tíma. „Þetta hefur gerst svolítið hratt en ég reyni að læra og hef öðlast mikla reynslu á stuttum tíma. Ég byrja fyrstu leiki mína í Svíþjóð í maí,“ segir Arnór og heldur áfram: „Ég sá það svo strax að CSKA var félag sem hentaði mér vel, þeir spila á ungum mönnum og eru í fremstu röð í Rússlandi. Hér fæ ég tækifæri til að bæta mig talsvert sem leikmaður.“ Fram undan eru afar spennandi leikir gegn Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu ásamt því að þeir leika gegn nágrannaliðunum tveimur, Lokomotiv og Spartak Moskva. „Maður var fljótur niður á jörðina, það var flogið beint eftir leik aftur til Moskvu og við fórum strax að huga að næsta leik. Það eru margir spennandi leikir fram undan og ég fæ vonandi tækifæri þar.“ sagði Arnór um komandi vikur. Gunnlaugur Jónsson gaf Arnóri sénsinn er hann þjálfaði ÍA.vísir/ernirKristaltært dæmi um frábæra fyrirmynd Gunnlaugur Jónsson, núverandi þjálfari Þróttar og þáverandi þjálfari ÍA, gaf Arnóri fyrstu mínútur sínar í efstu deild í lokaumferðinni árið 2015. Hann fékk stærra hlutverk og kom alls við sögu í níu leikjum ári síðar undir stjórn Gunnlaugs áður en hann hélt út. „Þetta er alveg ótrúlegt, maður vissi það að Arnór myndi ná langt en ég átti kannski ekki von á því að þetta myndi gerast svona hratt. Hann hafði allt sem þurfti til að fara út í atvinnumennsku og það var eftirtektarvert hversu gott hugarfarið hans var. Það er í raun synd þegar litið er til baka að hann hafi ekki byrjað leik í Pepsi-deildinni,“ sagði Gunnlaugur um Arnór sem kom sjö sinnum inn af bekknum í efstu deild og byrjaði tvo leiki í bikarnum. „Hann virtist alltaf stíga upp eftir því sem kröfurnar urðu meiri, hann hefur þann eiginleika og er ofboðslega metnaðargjarn. Hann fékk gott uppeldi frá foreldrum sínum sem voru bæði í fótbolta og er að uppskera eftir því,“ sagði Gunnlaugur sem sagði að hann gæti verið góð fyrirmynd fyrir unga leikmenn. „Hann er kristaltært dæmi um frábæra fyrirmynd sem ungir leikmenn geta horft til og ég er viss um að tækifærið með landsliðinu er ekki langt undan. Ef að hann heldur áfram að taka þessi stóru skref fram á við er varla langt í að hann fái tækifæri.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Arnór genginn í raðir CSKA Moskvu Skagamaðurinn efnilegi er orðinn leikmaður rússneska stórveldisins. 31. ágúst 2018 10:30 Arnór yngstur Íslendinga í Meistaradeildinni Arnór Sigurðsson varð yngsti Íslendingurinn til þess að spila leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann kom inn á í leik CSKA Moskvu og Viktoria Plzen. 19. september 2018 21:16 Milljónum rignir inn á reikning Skagamanna vegna sölu Arnórs ÍA gerði vel þegar að það seldi Arnór Sigurðsson og er nú að uppskera. 31. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Arnór genginn í raðir CSKA Moskvu Skagamaðurinn efnilegi er orðinn leikmaður rússneska stórveldisins. 31. ágúst 2018 10:30
Arnór yngstur Íslendinga í Meistaradeildinni Arnór Sigurðsson varð yngsti Íslendingurinn til þess að spila leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann kom inn á í leik CSKA Moskvu og Viktoria Plzen. 19. september 2018 21:16
Milljónum rignir inn á reikning Skagamanna vegna sölu Arnórs ÍA gerði vel þegar að það seldi Arnór Sigurðsson og er nú að uppskera. 31. ágúst 2018 11:30