Æfingarnar ekkert ósvipaðar en leikmennirnir eru betri Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 14:30 Kári var einn albesti leikmaður Hauka þegar Hafnfirðingar unnu deildarmeistaratitilinn. Fréttablaðið/andri marinó Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á spennandi vetur í vændum, en hann mun leika með varaliði Barcelona á komandi keppnistímabili. Hann gekk til liðs við spænska stórveldið frá Haukum í sumar, en hann segir mikil viðbrigði að fara frá uppeldisfélagi sínu og æfa svo og spila með mörgum af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Deildarkeppnin í næstefstu deild hefst eftir rúmar þrjár vikur og hann er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Það hefur gengið vel að aðlagast í Barcelona, það er afskaplega gott fólk í kringum félagið sem hefur aðstoðað mig við að koma mér fyrir. Þetta er lið sem er vant því að taka á móti leikmönnum eins og mér og hugmyndafræði liðsins gengur út á að taka unga og efnilega leikmenn og skóla þá til. Við bætumst í hóp öflugra ungra leikmanna sem aldir eru upp í akademíu félagsins. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og kunna augljóslega þá list vel að taka á móti nýjum leikmönnum. Leikmenn eru einnig teknir inn þegar þeir eru yngri en ég er, þannig að þarna eru leikmenn sem hafa verið lengi og geta miðlað til mín af reynslu sinni,“ segir Kári um fyrstu mánuðina hjá nýju félagi. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði þegar kemur að körfuboltanum og að búa í borginni. Þeir eru duglegir að bæði gagnrýna, leiðbeina og láta mig vita hvernig þeir vilji að ég spili fyrir liðið. Mér finnst ég hafa bætt mig strax umtalsvert á því að æfa með svona góðum leikmönnum undir handleiðslu afar færra þjálfara. Þetta eru líklega bestu leikmenn sem ég hef æft með, eða svona á pari við leikmannahóp íslenska landsliðsins. Æfingarnar eru ekkert ósvipaðar því sem ég kynntist í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en gæði leikmanna eru töluvert meiri hjá Barcelona,“ segir Kári.Óhræddir við mistök Á æfingum hjá Barcelona er mikið lagt upp úr að menn bæti tækni sína og leikskilning. „Það er rík áhersla á það á æfingunum að leikmenn hafi mikið frjálsræði til þess að sýna sig og sanna. Það er mikið um æfingar sem reyna á leikstöðuna einn á móti einum og leikmenn eru hvattir til þess að prófa sig áfram, þeir eigi að vera óhræddir við að gera mistök og læra af þeim í kjölfarið. Leikmenn fá tíma til þess að bæta tækni sína og vinna í veikleikum sínum sem er mjög jákvætt að mínu mati. Leikskilningur leikmanna liðsins er mjög góður og það er gaman að æfa og spila með þeim,“ segir leikstjórnandinn um uppleggið hjá liðinu. „Ég mun klárlega verða í öðruvísi hlutverki en ég var í hjá Haukum og verð að þróa minn leik eftir því. Eins og gengur og gerist í evrópskum körfubolta er liðinu róterað mjög mikið og ekki byggt upp á sex til sjö leikmönnum eins og tíðkast heima. Ég mun ekki spila lungann úr leikjunum eins og ég gerði með Haukum. Leikmenn skipta örar hér og þess er krafist að þeir gefi sig alla í þær mínútur sem þeir fá. Það er bara þroskandi fyrir mig að fá aukna samkeppni og að þurfa að bregðast við því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu í liðinu,“ segir Hafnfirðingurinn aðspurður um það hvernig hann sjái fyrir sér að hlutverk hans í liðinu verði í vetur. Körfubolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á spennandi vetur í vændum, en hann mun leika með varaliði Barcelona á komandi keppnistímabili. Hann gekk til liðs við spænska stórveldið frá Haukum í sumar, en hann segir mikil viðbrigði að fara frá uppeldisfélagi sínu og æfa svo og spila með mörgum af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Deildarkeppnin í næstefstu deild hefst eftir rúmar þrjár vikur og hann er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Það hefur gengið vel að aðlagast í Barcelona, það er afskaplega gott fólk í kringum félagið sem hefur aðstoðað mig við að koma mér fyrir. Þetta er lið sem er vant því að taka á móti leikmönnum eins og mér og hugmyndafræði liðsins gengur út á að taka unga og efnilega leikmenn og skóla þá til. Við bætumst í hóp öflugra ungra leikmanna sem aldir eru upp í akademíu félagsins. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og kunna augljóslega þá list vel að taka á móti nýjum leikmönnum. Leikmenn eru einnig teknir inn þegar þeir eru yngri en ég er, þannig að þarna eru leikmenn sem hafa verið lengi og geta miðlað til mín af reynslu sinni,“ segir Kári um fyrstu mánuðina hjá nýju félagi. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði þegar kemur að körfuboltanum og að búa í borginni. Þeir eru duglegir að bæði gagnrýna, leiðbeina og láta mig vita hvernig þeir vilji að ég spili fyrir liðið. Mér finnst ég hafa bætt mig strax umtalsvert á því að æfa með svona góðum leikmönnum undir handleiðslu afar færra þjálfara. Þetta eru líklega bestu leikmenn sem ég hef æft með, eða svona á pari við leikmannahóp íslenska landsliðsins. Æfingarnar eru ekkert ósvipaðar því sem ég kynntist í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en gæði leikmanna eru töluvert meiri hjá Barcelona,“ segir Kári.Óhræddir við mistök Á æfingum hjá Barcelona er mikið lagt upp úr að menn bæti tækni sína og leikskilning. „Það er rík áhersla á það á æfingunum að leikmenn hafi mikið frjálsræði til þess að sýna sig og sanna. Það er mikið um æfingar sem reyna á leikstöðuna einn á móti einum og leikmenn eru hvattir til þess að prófa sig áfram, þeir eigi að vera óhræddir við að gera mistök og læra af þeim í kjölfarið. Leikmenn fá tíma til þess að bæta tækni sína og vinna í veikleikum sínum sem er mjög jákvætt að mínu mati. Leikskilningur leikmanna liðsins er mjög góður og það er gaman að æfa og spila með þeim,“ segir leikstjórnandinn um uppleggið hjá liðinu. „Ég mun klárlega verða í öðruvísi hlutverki en ég var í hjá Haukum og verð að þróa minn leik eftir því. Eins og gengur og gerist í evrópskum körfubolta er liðinu róterað mjög mikið og ekki byggt upp á sex til sjö leikmönnum eins og tíðkast heima. Ég mun ekki spila lungann úr leikjunum eins og ég gerði með Haukum. Leikmenn skipta örar hér og þess er krafist að þeir gefi sig alla í þær mínútur sem þeir fá. Það er bara þroskandi fyrir mig að fá aukna samkeppni og að þurfa að bregðast við því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu í liðinu,“ segir Hafnfirðingurinn aðspurður um það hvernig hann sjái fyrir sér að hlutverk hans í liðinu verði í vetur.
Körfubolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira