Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 08:10 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Vísir/EPA Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45
Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10