Eftiráspeki Hörður Ægisson skrifar 28. september 2018 07:00 Tíu árum eftir fall bankanna er einn stærsti vandi bankakerfisins enn sem fyrr mikið vantraust í garð þess. Nýjustu mælingar sýna að aðeins tæplega fimmtungur almennings ber mikið traust til fjármálakerfisins. Birtingarmynd þessarar stöðu er með ýmsum hætti. Því hefur þannig verið haldið fram að Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir hafi orðið af mörgum milljörðum – jafnvel verið sviknir – þegar félag í þeirra eigu seldi 46 prósenta hlut í Bakkavör í ársbyrjun 2016 fyrir samtals um 27 milljarða. Kaupendur voru Bakkavararbræður og vogunarsjóðurinn Baupost sem skráðu félagið í kjölfarið á hlutabréfamarkað tuttugu mánuðum síðar og hafði virði þess þá nærri þrefaldast. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni, byggt á minnisblaði Bankasýslunnar, að stofnunin hefði krafist þess í desember að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í Bakkavör. Meirihluti stjórnar hafnaði þeirri tillögu. Bendir Bankasýslan á að ríkissjóður hafi farið á mis við um 2,6 milljarða ef verðmæti hlutarins sem bankinn seldi í janúar 2016 hefði verið það sama og það var við hlutafjárútboð Bakkavarar í nóvember 2017. Þá hafi ekki verið „ljóst hversu opið ferlið var“, að sögn Bankasýslunnar, og því „vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu“, segir í minnisblaðinu. Þótt það sé eðlilegt að Bankasýslan kalli eftir upplýsingum um söluna, einkum til að tryggja að hún hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins, þá virðist samanburður við Borgunarmálið í besta falli vera langsóttur. Stærstu mistök stjórnenda Landsbankans voru ekki endilega þau að hafa ekki boðið út 31 prósents hlut sinn í Borgun í opnu söluferli, enda þótt slíkt fyrirkomulag hefði verið heppilegra, heldur fremur að hafa yfirsést þau miklu verðmæti sem myndu fyrirsjáanlega falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Það fúsk kostaði bankann háar fjárhæðir. Sömu sjónarmið eiga tæpast við í tilfelli sölunnar í Bakkavör. Arion banki og lífeyrissjóðirnir voru í aðþrengdri stöðu þegar ákveðið var 2015 að fá Barclays til að sjá um söluna. Bankinn var undir þrýstingi frá FME um að selja sem fyrst eignarhluti sína í óskyldum rekstri og sá möguleiki að ætla að bíða og losa um hlutinn við skráningu á markað var með öllu óraunhæfur. Bakkavararbræður voru óneitanlega í yfirburðastöðu gagnvart öðrum fjárfestum þegar söluferlið hófst, bæði vegna sérstakra skilmála í hluthafasamkomulagi félagsins og þá þekktu fáir betur til reksturs Bakkavarar, og því kom það engum á óvart að þeir áttu hæsta skuldbindandi tilboðið á meðal þeirra sem bitust um hlutinn og tryggðu sér þannig yfirráð í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hlutafé Bakkavarar aukið og skuldir lækkaðar umtalsvert. Þær ráðstafanir réðu hvað mestu um að afkoman batnaði til muna og þá um leið hækkaði virði félagsins verulega. Var verðið of lágt sem Arion banki og lífeyrissjóðirnir fengu fyrir hlut sinn í Bakkavör? Um það er ómögulegt að fullyrða. Fyrir liggur þó að sumir fjárfestar, meðal annars LSR, tóku þá ákvörðun þremur árum áður – sem reyndist eftir á að hyggja röng – að selja í Bakkavör á verði sem var aðeins um fimmtungur af því sem Arion fékk í sinn hlut. En það voru ekki einungis Íslendingar sem seldu hluti sína til Bakkavararbræðra í ársbyrjun 2016 heldur einnig sjóðurinn Davidson Kempner. Er líklegt að vogunarsjóður á Wall Street hafi leyft þeim bræðrum að snuða sig í slíkum viðskiptum? Það væri þá að minnsta kosti saga til næsta bæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tíu árum eftir fall bankanna er einn stærsti vandi bankakerfisins enn sem fyrr mikið vantraust í garð þess. Nýjustu mælingar sýna að aðeins tæplega fimmtungur almennings ber mikið traust til fjármálakerfisins. Birtingarmynd þessarar stöðu er með ýmsum hætti. Því hefur þannig verið haldið fram að Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir hafi orðið af mörgum milljörðum – jafnvel verið sviknir – þegar félag í þeirra eigu seldi 46 prósenta hlut í Bakkavör í ársbyrjun 2016 fyrir samtals um 27 milljarða. Kaupendur voru Bakkavararbræður og vogunarsjóðurinn Baupost sem skráðu félagið í kjölfarið á hlutabréfamarkað tuttugu mánuðum síðar og hafði virði þess þá nærri þrefaldast. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni, byggt á minnisblaði Bankasýslunnar, að stofnunin hefði krafist þess í desember að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í Bakkavör. Meirihluti stjórnar hafnaði þeirri tillögu. Bendir Bankasýslan á að ríkissjóður hafi farið á mis við um 2,6 milljarða ef verðmæti hlutarins sem bankinn seldi í janúar 2016 hefði verið það sama og það var við hlutafjárútboð Bakkavarar í nóvember 2017. Þá hafi ekki verið „ljóst hversu opið ferlið var“, að sögn Bankasýslunnar, og því „vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu“, segir í minnisblaðinu. Þótt það sé eðlilegt að Bankasýslan kalli eftir upplýsingum um söluna, einkum til að tryggja að hún hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins, þá virðist samanburður við Borgunarmálið í besta falli vera langsóttur. Stærstu mistök stjórnenda Landsbankans voru ekki endilega þau að hafa ekki boðið út 31 prósents hlut sinn í Borgun í opnu söluferli, enda þótt slíkt fyrirkomulag hefði verið heppilegra, heldur fremur að hafa yfirsést þau miklu verðmæti sem myndu fyrirsjáanlega falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Það fúsk kostaði bankann háar fjárhæðir. Sömu sjónarmið eiga tæpast við í tilfelli sölunnar í Bakkavör. Arion banki og lífeyrissjóðirnir voru í aðþrengdri stöðu þegar ákveðið var 2015 að fá Barclays til að sjá um söluna. Bankinn var undir þrýstingi frá FME um að selja sem fyrst eignarhluti sína í óskyldum rekstri og sá möguleiki að ætla að bíða og losa um hlutinn við skráningu á markað var með öllu óraunhæfur. Bakkavararbræður voru óneitanlega í yfirburðastöðu gagnvart öðrum fjárfestum þegar söluferlið hófst, bæði vegna sérstakra skilmála í hluthafasamkomulagi félagsins og þá þekktu fáir betur til reksturs Bakkavarar, og því kom það engum á óvart að þeir áttu hæsta skuldbindandi tilboðið á meðal þeirra sem bitust um hlutinn og tryggðu sér þannig yfirráð í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hlutafé Bakkavarar aukið og skuldir lækkaðar umtalsvert. Þær ráðstafanir réðu hvað mestu um að afkoman batnaði til muna og þá um leið hækkaði virði félagsins verulega. Var verðið of lágt sem Arion banki og lífeyrissjóðirnir fengu fyrir hlut sinn í Bakkavör? Um það er ómögulegt að fullyrða. Fyrir liggur þó að sumir fjárfestar, meðal annars LSR, tóku þá ákvörðun þremur árum áður – sem reyndist eftir á að hyggja röng – að selja í Bakkavör á verði sem var aðeins um fimmtungur af því sem Arion fékk í sinn hlut. En það voru ekki einungis Íslendingar sem seldu hluti sína til Bakkavararbræðra í ársbyrjun 2016 heldur einnig sjóðurinn Davidson Kempner. Er líklegt að vogunarsjóður á Wall Street hafi leyft þeim bræðrum að snuða sig í slíkum viðskiptum? Það væri þá að minnsta kosti saga til næsta bæjar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun