Togaði í bremsu andstæðings á 225 kílómetra hraða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 16:00 Romano Fenati. Vísir/Getty Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati var rekinn eftir stórhættulegt háttalag sitt í heimsbikarnum á Moto2 hjólum um helgina. Romano Fenati hafði fengið svarta flaggið í keppninni sjálfri en lífshættuleg hegðun hans hefur nú heldur betur dregið dilk á eftir sér. Marinelli Snipers Moto2 liðið lét Fenati taka pokann sinn og þá dugði ekkert til þótt að Romano Fenati hafi beðið alla afsökunar á hegðun sinni.Fenati penalty: Italian suspended from two Grands Prix The #Moto2 rider will not take part at Aragon or Buriram following Misano incident, Manzi also penalised #MotoGP | #SanMarinoGPhttps://t.co/DccVImFKfzpic.twitter.com/1XLAvaNj0y — MotoGP (@MotoGP) September 9, 2018Það gekk mikið á í baráttu Romano Fenati við Stefano Manzi í keppni í San Marinó í gær en það afsakaði þó ekki það þegar að Fenati tók í bremsuna á hjóli andstæðingsins síns þegar þeir voru á 225 kílómetra hraða. Fenati hafði þegar fengið tveggja keppna bann fyrir þetta ljóta brot en félagið gerði gott betur og gerði hann atvinnulausan líka. „Við getum staðfest það að Marinelli Snipers liðið hefur sagt upp samningi sínum við Romano Fenati fyrir hans óíþróttamannslegu og stórhættulegu framkomu sem skaðar ímynd okkar allra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Það má líka sjá atvikið hér fyrir neðan.Fenati sjálfur hafði beðist afsöskunar í dag. „Nú þegar þegar ég get hugsað skýrt þá myndi ég helst óska þess að þetta hafi bara verið slæmur draumur,“ sagði Romano Fenati. „Ég hagaði mér skammarlega og ég var ekki manneskja á þessum tímapunkti. Öll gagnrýnin á rétt á sér og ég skil vel alla gremjuna og vanþóknuna út í mig. Ég vil biðja alla afsökunar, alla þá sem trúðu á mig og alla þá sem ég særði með hegðun minni,“ sagði Romano Fenati. Romano Fenati apologises The Italian has shared a statement and apology#MotoGP https://t.co/G0dgkwiYlBpic.twitter.com/ogvy1dLKin — MotoGP (@MotoGP) September 10, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati var rekinn eftir stórhættulegt háttalag sitt í heimsbikarnum á Moto2 hjólum um helgina. Romano Fenati hafði fengið svarta flaggið í keppninni sjálfri en lífshættuleg hegðun hans hefur nú heldur betur dregið dilk á eftir sér. Marinelli Snipers Moto2 liðið lét Fenati taka pokann sinn og þá dugði ekkert til þótt að Romano Fenati hafi beðið alla afsökunar á hegðun sinni.Fenati penalty: Italian suspended from two Grands Prix The #Moto2 rider will not take part at Aragon or Buriram following Misano incident, Manzi also penalised #MotoGP | #SanMarinoGPhttps://t.co/DccVImFKfzpic.twitter.com/1XLAvaNj0y — MotoGP (@MotoGP) September 9, 2018Það gekk mikið á í baráttu Romano Fenati við Stefano Manzi í keppni í San Marinó í gær en það afsakaði þó ekki það þegar að Fenati tók í bremsuna á hjóli andstæðingsins síns þegar þeir voru á 225 kílómetra hraða. Fenati hafði þegar fengið tveggja keppna bann fyrir þetta ljóta brot en félagið gerði gott betur og gerði hann atvinnulausan líka. „Við getum staðfest það að Marinelli Snipers liðið hefur sagt upp samningi sínum við Romano Fenati fyrir hans óíþróttamannslegu og stórhættulegu framkomu sem skaðar ímynd okkar allra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Það má líka sjá atvikið hér fyrir neðan.Fenati sjálfur hafði beðist afsöskunar í dag. „Nú þegar þegar ég get hugsað skýrt þá myndi ég helst óska þess að þetta hafi bara verið slæmur draumur,“ sagði Romano Fenati. „Ég hagaði mér skammarlega og ég var ekki manneskja á þessum tímapunkti. Öll gagnrýnin á rétt á sér og ég skil vel alla gremjuna og vanþóknuna út í mig. Ég vil biðja alla afsökunar, alla þá sem trúðu á mig og alla þá sem ég særði með hegðun minni,“ sagði Romano Fenati. Romano Fenati apologises The Italian has shared a statement and apology#MotoGP https://t.co/G0dgkwiYlBpic.twitter.com/ogvy1dLKin — MotoGP (@MotoGP) September 10, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira