Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍBV 5-1 | Valsmenn keyrðu yfir ÍBV í síðari hálfleik Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. september 2018 20:30 Patrick í baráttunni í kvöld. Hann átti frábæran leik. vísir/daníel Íslandsmeistaratitillinn í fótbolta karla nálgast Hlíðarenda eftir 5-1 sigur Vals á ÍBV. Valsmenn sitja í efsta sæti deildarinnar með 43 stig en Stjörnumenn fylgja fast á eftir með 39 stig og þeir eiga leik til góða. Eyjamenn voru yfir eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu eitthvað af færum. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn hinsvegar yfir leikinn og skourðu fimm mörk. Eyjamenn voru einungis með tvö skot í átt að marki Vals í seinni hálfleik og hvorugt þeirra var nálægt því að fara inn. Bæði lið byrjuðu leikinn á því sækja mikið og var augljóst að bæði lið voru mætt hingað til að reyna að sækja 3 stig. Eyjamenn komust yfir á 20. mínútu með marki frá Atla Arnarssyni. Diego Coelho senti boltann inn á teiginn og fann þar galopinn Atla, Atli setti boltann síðan snyrtilega framhjá Antoni Ara. Valsmönnum gekk vel að sækja upp vængina allan fyrri hálfleik og var ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað. Halldór Páll Geirsson markmaður ÍBV átti stórkostlegan fyrri hálfleik fyrir ÍBV, varnarmennirnir hans voru ekki að gera lífið auðvelt fyrir hann með því að hleypa Valsmönnum í færi trekk í trekk. Í seinni hálfleik byrjaði markaveisla Valsmanna hinsvegar. Fyrstur á blað hjá Hlíðarendapiltunum var Patrick Pedersen sem komst 1 á móti einum á móti Halldóri Páli eftir snilldar sendingu frá Andra Adolphssyni og kláraði færið af miklu öryggi. Næstur á blað var Haukur Páll Sigurðsson með skallamark eftir fyrirgjöf frá Ívari Erni Jónssyni. Patrick Pedersen skoraði svo tvö mörk í viðbót. Í öðru markinu þurfti hann að prjóna sig framhjá einum Eyjamanni áður en hann gat sett boltann í markið. Í næsta marki fékk hann svo boltann með þrjá Eyjamenn í kringum sig og prjónaði sig í gegnum þá alla áður en hann renndi boltanum í netið. Guðjón Pétur Lýðsson fullkomnaði síðan niðurlægingu Eyjamanna með fimmta marki Valsmanna á 88. mínútu. Eyjamenn sáu einfaldlega ekki til sólar í seinni hálfleik eftir annars mjög flottan fyrri hálfleik.Valsmenn fagna í leikslok.vísir/daníelAfhverju vann Valur? Valsmenn sýndu afhverju þeir eru í toppsætinu í þessum leik. Frábær fótbolti sem þetta lið er að spila. Halda boltanum betur en nokkuð annað lið á Íslandi og svo eru þeir gríðarlega skilvirkir í að koma sér í færi. Vörnin ekki mikið heldur af verri endanum þrátt fyrir að Eiður Aron Sigurbjörnsson hafi verið í banni í dag. Hverjir stóðu upp úr? Patrick Pedersen var gjörsamlega geggjaður í seinni hálfleik. Skoraði þrennu og lagði svo upp fyrir Guðjón Pétri, orðinn markahæstur í deildinni eftir leik kvöldsins. Erfitt að velja upp úr hjá Val en miðjumennirnir voru allir frábærir, fremstu þrír alltaf að fá geggjaðar sendingar sem komu þeim í færi. Hvað gekk illa? Yvan Erichot miðvörður ÍBV mun sennilega dreyma matraðir um Dion Acoff næstu nætur en Dion gjörsamlega skildi hann eftir nokkrum sinnum í þessum leik. Dion átti samt mjög erfitt með að klára færin sín í fyrri hálfleik og er það örugglega aðalástæðan fyrir að Valur var ekki yfir í hálfleik. Allt Eyjaliðið hrundi í seinni hálfleik og væri ósanngjarnt að taka einhverja einstaklinga fyrir eftir svona frammistöðu. Hvað gerist næst? Valsmenn geta tryggt sér dolluna næsta sunnudag klukkan 14:00 í Kaplakrika ef þeir vinna FH og fá hjálp frá ÍBV eða KA. ÍBV fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn klukkan 14. Patrick var funheitur í kvöld.vísir/daníelPatrick Pedersen: Tveir leikir eftir, maður veit aldrei „Að nýta færin okkar. Mér fannst við vera með mikið af færum í fyrri hálfleik en vorum samt undir í hálfleik. Við þurftum að nýta færin okkar og mér fannst við gera það í seinni hálfleik í dag. Mikilvægasti hluturinn var samt að ná þrem stigum,” sagði Patrick Pedersen framherji Vals aðspurður eftir leik hver áherslan væri fyrir leik kvöldsins. „Það eru tveir leikir eftir, maður veit aldrei,” sagði Patrick aðspurður hvort hann ætti séns í markametið. „Það er stór og mikilvægur leikur svo við erum spenntir. Nú höfum við viku til að undirbúa okkur fyrir leikinn,” sagði Patrick um leikinn gegn FH næsta sunnudag í Kaplakrika. Óli Jó: Sanngjarn sigur „Ég er ánægður, þetta var frábær leikur hjá okkur. Bæði fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur. Mjög sanngjarn sigur,” sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. „Ég vill meina að fyrri hálfleikurinn hafi verið fínn. Við bara nýttum ekki færin sem við fengum þar en við spiluðum frábæran fótboltaleik í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik þá nýttum við færin okkar og þá var þetta aldrei spurning,” sagði Óli um leik kvöldsins en Valsmenn voru undir eftir fyrri hálfleik en fóru svo í turbo-gírinn í seinni hálfleik. Stjarnan bikarmeistarar í gær, hefur það einhver áhrif á baráttu ykkar við þá? „Ég vill byrja á því að óska Stjörnumönnum til hamingju með titillinn í gær. Mér er alveg sama hvað þeir eru að gera, við hugsum bara um okkur. Eins og ég hef sagt áður þá er þetta í okkar höndum og við þurfum bara að klára þetta.” Kristján: Getum ekki sætt okkur við þessa frammistöðu Fínn fyrri hálfleikur Kristján en hvað mistókst í seinni hálfleik? „Ég er náttúrulega mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. Við spiluðum akkúrat eins og við vildum gera og nálguðumst þennan leik á móti Val á annan hátt en við höfum verið að gera áður í sumar. Halda boltanum, sækja á markið og pressa á þá. Við skoruðum fallegt mark. Hvað gerist í seinni hálfleik, þeir bara settu í gírinn, náðu okkur úr svæðum hérna í vörninni. Við fórum að elta of mikið náðum ekki að stoppa þá og þá er bara erfitt að eiga við Val. Eftir 1-1 gáfust menn upp og hætta að trúa því að það sé hægt að vinna.” „Nei við verðum bara aðeins að fá að tjá tilfinningar okkar, bæði hann og ég. Það voru hlutir sem ég hefði viljað að hann hefði gert betur eða gert á annan hátt, en það er ekkert mál. Við getum ekki sætt okkur við þessa frammistöðu, við verðum aðeins að fá að tjá okkur, ég og fyrirliðinn,” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV aðspurður hvort það væri eitthvað vesen á milli hans og Sindra Snæ fyrirliða ÍBV en það sást í þá tvo vera að rífast eftir að Sindri var tekinn útaf. Tveir leikir eftir, hvað er ykkar markmið fyrir lokaleikina? „Við viljum fá nokkur stig í viðbót, við fengum 25 stig í fyrra og það er svona gamla góða stiga markmiðið. Annars þurfum við bara að spila betur en í seinni hálfleik hérna í dag, við þurfum að fylgja fyrri hálfleiknum eftir.” Pepsi Max-deild karla
Íslandsmeistaratitillinn í fótbolta karla nálgast Hlíðarenda eftir 5-1 sigur Vals á ÍBV. Valsmenn sitja í efsta sæti deildarinnar með 43 stig en Stjörnumenn fylgja fast á eftir með 39 stig og þeir eiga leik til góða. Eyjamenn voru yfir eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu eitthvað af færum. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn hinsvegar yfir leikinn og skourðu fimm mörk. Eyjamenn voru einungis með tvö skot í átt að marki Vals í seinni hálfleik og hvorugt þeirra var nálægt því að fara inn. Bæði lið byrjuðu leikinn á því sækja mikið og var augljóst að bæði lið voru mætt hingað til að reyna að sækja 3 stig. Eyjamenn komust yfir á 20. mínútu með marki frá Atla Arnarssyni. Diego Coelho senti boltann inn á teiginn og fann þar galopinn Atla, Atli setti boltann síðan snyrtilega framhjá Antoni Ara. Valsmönnum gekk vel að sækja upp vængina allan fyrri hálfleik og var ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað. Halldór Páll Geirsson markmaður ÍBV átti stórkostlegan fyrri hálfleik fyrir ÍBV, varnarmennirnir hans voru ekki að gera lífið auðvelt fyrir hann með því að hleypa Valsmönnum í færi trekk í trekk. Í seinni hálfleik byrjaði markaveisla Valsmanna hinsvegar. Fyrstur á blað hjá Hlíðarendapiltunum var Patrick Pedersen sem komst 1 á móti einum á móti Halldóri Páli eftir snilldar sendingu frá Andra Adolphssyni og kláraði færið af miklu öryggi. Næstur á blað var Haukur Páll Sigurðsson með skallamark eftir fyrirgjöf frá Ívari Erni Jónssyni. Patrick Pedersen skoraði svo tvö mörk í viðbót. Í öðru markinu þurfti hann að prjóna sig framhjá einum Eyjamanni áður en hann gat sett boltann í markið. Í næsta marki fékk hann svo boltann með þrjá Eyjamenn í kringum sig og prjónaði sig í gegnum þá alla áður en hann renndi boltanum í netið. Guðjón Pétur Lýðsson fullkomnaði síðan niðurlægingu Eyjamanna með fimmta marki Valsmanna á 88. mínútu. Eyjamenn sáu einfaldlega ekki til sólar í seinni hálfleik eftir annars mjög flottan fyrri hálfleik.Valsmenn fagna í leikslok.vísir/daníelAfhverju vann Valur? Valsmenn sýndu afhverju þeir eru í toppsætinu í þessum leik. Frábær fótbolti sem þetta lið er að spila. Halda boltanum betur en nokkuð annað lið á Íslandi og svo eru þeir gríðarlega skilvirkir í að koma sér í færi. Vörnin ekki mikið heldur af verri endanum þrátt fyrir að Eiður Aron Sigurbjörnsson hafi verið í banni í dag. Hverjir stóðu upp úr? Patrick Pedersen var gjörsamlega geggjaður í seinni hálfleik. Skoraði þrennu og lagði svo upp fyrir Guðjón Pétri, orðinn markahæstur í deildinni eftir leik kvöldsins. Erfitt að velja upp úr hjá Val en miðjumennirnir voru allir frábærir, fremstu þrír alltaf að fá geggjaðar sendingar sem komu þeim í færi. Hvað gekk illa? Yvan Erichot miðvörður ÍBV mun sennilega dreyma matraðir um Dion Acoff næstu nætur en Dion gjörsamlega skildi hann eftir nokkrum sinnum í þessum leik. Dion átti samt mjög erfitt með að klára færin sín í fyrri hálfleik og er það örugglega aðalástæðan fyrir að Valur var ekki yfir í hálfleik. Allt Eyjaliðið hrundi í seinni hálfleik og væri ósanngjarnt að taka einhverja einstaklinga fyrir eftir svona frammistöðu. Hvað gerist næst? Valsmenn geta tryggt sér dolluna næsta sunnudag klukkan 14:00 í Kaplakrika ef þeir vinna FH og fá hjálp frá ÍBV eða KA. ÍBV fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn klukkan 14. Patrick var funheitur í kvöld.vísir/daníelPatrick Pedersen: Tveir leikir eftir, maður veit aldrei „Að nýta færin okkar. Mér fannst við vera með mikið af færum í fyrri hálfleik en vorum samt undir í hálfleik. Við þurftum að nýta færin okkar og mér fannst við gera það í seinni hálfleik í dag. Mikilvægasti hluturinn var samt að ná þrem stigum,” sagði Patrick Pedersen framherji Vals aðspurður eftir leik hver áherslan væri fyrir leik kvöldsins. „Það eru tveir leikir eftir, maður veit aldrei,” sagði Patrick aðspurður hvort hann ætti séns í markametið. „Það er stór og mikilvægur leikur svo við erum spenntir. Nú höfum við viku til að undirbúa okkur fyrir leikinn,” sagði Patrick um leikinn gegn FH næsta sunnudag í Kaplakrika. Óli Jó: Sanngjarn sigur „Ég er ánægður, þetta var frábær leikur hjá okkur. Bæði fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur. Mjög sanngjarn sigur,” sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. „Ég vill meina að fyrri hálfleikurinn hafi verið fínn. Við bara nýttum ekki færin sem við fengum þar en við spiluðum frábæran fótboltaleik í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik þá nýttum við færin okkar og þá var þetta aldrei spurning,” sagði Óli um leik kvöldsins en Valsmenn voru undir eftir fyrri hálfleik en fóru svo í turbo-gírinn í seinni hálfleik. Stjarnan bikarmeistarar í gær, hefur það einhver áhrif á baráttu ykkar við þá? „Ég vill byrja á því að óska Stjörnumönnum til hamingju með titillinn í gær. Mér er alveg sama hvað þeir eru að gera, við hugsum bara um okkur. Eins og ég hef sagt áður þá er þetta í okkar höndum og við þurfum bara að klára þetta.” Kristján: Getum ekki sætt okkur við þessa frammistöðu Fínn fyrri hálfleikur Kristján en hvað mistókst í seinni hálfleik? „Ég er náttúrulega mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. Við spiluðum akkúrat eins og við vildum gera og nálguðumst þennan leik á móti Val á annan hátt en við höfum verið að gera áður í sumar. Halda boltanum, sækja á markið og pressa á þá. Við skoruðum fallegt mark. Hvað gerist í seinni hálfleik, þeir bara settu í gírinn, náðu okkur úr svæðum hérna í vörninni. Við fórum að elta of mikið náðum ekki að stoppa þá og þá er bara erfitt að eiga við Val. Eftir 1-1 gáfust menn upp og hætta að trúa því að það sé hægt að vinna.” „Nei við verðum bara aðeins að fá að tjá tilfinningar okkar, bæði hann og ég. Það voru hlutir sem ég hefði viljað að hann hefði gert betur eða gert á annan hátt, en það er ekkert mál. Við getum ekki sætt okkur við þessa frammistöðu, við verðum aðeins að fá að tjá okkur, ég og fyrirliðinn,” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV aðspurður hvort það væri eitthvað vesen á milli hans og Sindra Snæ fyrirliða ÍBV en það sást í þá tvo vera að rífast eftir að Sindri var tekinn útaf. Tveir leikir eftir, hvað er ykkar markmið fyrir lokaleikina? „Við viljum fá nokkur stig í viðbót, við fengum 25 stig í fyrra og það er svona gamla góða stiga markmiðið. Annars þurfum við bara að spila betur en í seinni hálfleik hérna í dag, við þurfum að fylgja fyrri hálfleiknum eftir.”
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti