Halldór Jóhann: Alltaf erfitt að spila á móti Fram Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 16. september 2018 21:45 Halldór getur verið ánægður með sína drengi. vísir/daníel „Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“ Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira