Draga breytingar á Skype til baka eftir megna óánægju Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2018 14:25 Hér ber að líta nýtt viðmót Skype. Skype Tæknirisinn Microsoft hefur tilkynnt að fjöldi breytinga sem gerðar voru á samskiptaforritinu Skype verði afturkallaðar. Skype fékk algjöra yfirhalningu í júní í fyrra og augljóst þótti að með breytingunum vildi Microsoft að forritið yrði meira í líkingu við Snapchat. Notendaviðmótinu var umturnað og eiginleikum forritsins fjölgað. Breytingarnar fóru öfugt ofan í notendur Skype sem kvörtuðu sáran yfir því að grunnnotkun forritsins, eins og símhringingar og skilaboðasendingar, varð flóknari en áður. „Það var óþarfi að breyta einhverju sem var ekki bilað,“ eins og haft er eftir einum pirruðum notanda á vef breska ríkisútvarpsins. Reiði notendanna varð meðal annars til þess að einkunn forritsins í smáforritsveitum á borð við App Store og Google Play lækkaði mikið - fór úr 4 stjörnum að meðaltali niður í tæplega 2. Microsoft hefur nú ákveðið að bregðast við gagnrýninni og að sögn Peter Skillman, yfirhönnuðar Skype, verður forritið einfaldað og margar „Snapchat-legar“ breytingar dregnar til baka. Áherslan verði framvegis á símhringingar og skilaboð, sem hafa frá upphafi verið aðalsmerki Skype. Forritið leit dagsins ljós árið 2003 en Microsoft festi kaup á því árið 2011. Það hefur átt í vök að verjast eftir að fleiri samskiptaforrit, á borð við Facebook Messenger og WhatsApp, fóru að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Skype. Samskiptaforrit eru gjörn á að herma eftir eiginleikum hvers annars. Sem dæmi má nefna að Instragram, Messenger og Skype hafa öll tekið upp „stories“-eiginleika, sem Snapchat kynnti fyrst til sögunnar.Hér að neðan má sjá myndband sem BBC tók saman um óánægju Skype-notenda. Tækni Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur tilkynnt að fjöldi breytinga sem gerðar voru á samskiptaforritinu Skype verði afturkallaðar. Skype fékk algjöra yfirhalningu í júní í fyrra og augljóst þótti að með breytingunum vildi Microsoft að forritið yrði meira í líkingu við Snapchat. Notendaviðmótinu var umturnað og eiginleikum forritsins fjölgað. Breytingarnar fóru öfugt ofan í notendur Skype sem kvörtuðu sáran yfir því að grunnnotkun forritsins, eins og símhringingar og skilaboðasendingar, varð flóknari en áður. „Það var óþarfi að breyta einhverju sem var ekki bilað,“ eins og haft er eftir einum pirruðum notanda á vef breska ríkisútvarpsins. Reiði notendanna varð meðal annars til þess að einkunn forritsins í smáforritsveitum á borð við App Store og Google Play lækkaði mikið - fór úr 4 stjörnum að meðaltali niður í tæplega 2. Microsoft hefur nú ákveðið að bregðast við gagnrýninni og að sögn Peter Skillman, yfirhönnuðar Skype, verður forritið einfaldað og margar „Snapchat-legar“ breytingar dregnar til baka. Áherslan verði framvegis á símhringingar og skilaboð, sem hafa frá upphafi verið aðalsmerki Skype. Forritið leit dagsins ljós árið 2003 en Microsoft festi kaup á því árið 2011. Það hefur átt í vök að verjast eftir að fleiri samskiptaforrit, á borð við Facebook Messenger og WhatsApp, fóru að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Skype. Samskiptaforrit eru gjörn á að herma eftir eiginleikum hvers annars. Sem dæmi má nefna að Instragram, Messenger og Skype hafa öll tekið upp „stories“-eiginleika, sem Snapchat kynnti fyrst til sögunnar.Hér að neðan má sjá myndband sem BBC tók saman um óánægju Skype-notenda.
Tækni Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira