Berjumst saman gegn einnota plasti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 5. september 2018 07:00 Allar jógúrtdósirnar sem ég borðaði upp úr sem barn eru sennilega til enn þann dag í dag. Allir grænu sælgætispokarnir. Allar ídýfudósirnar. Um alla jörð safnast upp haugar af plasti. Plastflöskur, plastpokar, plastlok, plaströr, sígarettustubbar, eyrnapinnar – plast og meira plast. Alltof oft endar plastið úti á víðavangi, flýtur niður ár og læki og endar í vötnum og úti í sjó. Milljónir tonna af plasti enda í hafinu á hverju einasta ári, með ófyrirsjánanlegum afleiðingum fyrir lífríki Jarðar. Plast hverfur auk þess ekki eða eyðist heldur brotnar niður í smærri og smærri hluta og verður að endingu að örplasti sem ekki er betra fyrir umhverfið. Þessa plastmengun verðum við að stöðva og það með öllum tiltækum ráðum. Þegar ég varð ráðherra umhverfismála ákvað ég að plastmálin yrðu eitt af mínum forgangsmálum. Á þessu ári hefur ráðuneytið úthlutað verkefnastyrkjum til ýmissa plast- og strandhreinsunarverkefna og fleiri verkefni eru framundan sem verða kynnt nú í september. Ég legg áherslu á að við nálgumst plastmálin heildstætt. Að við setjum sem dæmi niður fyrir okkur hvaða rannsóknir og hvers kyns vöktun sé nauðsynleg, ráðumst í beinar aðgerðir til að draga úr plastnotkun, svo sem með skattlagningu eða banni á ákveðnum gerðum af einnota plasti, og rýnum í það hvernig best sé að stuðla að nýsköpun á vörum sem koma í stað plasts. Starfshópi sem ég kom á laggirnar fyrr á árinu er falið að koma með tillögur er þetta varðar. Þá mun ég í erlendu samstarfi leggja sérstaka áherslu á varnir gegn plastmengun, enda er hún sameiginlegt viðfangsefni okkar allra. Plastlaus september er hafinn. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Ég fagna framtakinu einlæglega og þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið. Tökum öll þátt og notum minna plast í september – og alla hina mánuðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Allar jógúrtdósirnar sem ég borðaði upp úr sem barn eru sennilega til enn þann dag í dag. Allir grænu sælgætispokarnir. Allar ídýfudósirnar. Um alla jörð safnast upp haugar af plasti. Plastflöskur, plastpokar, plastlok, plaströr, sígarettustubbar, eyrnapinnar – plast og meira plast. Alltof oft endar plastið úti á víðavangi, flýtur niður ár og læki og endar í vötnum og úti í sjó. Milljónir tonna af plasti enda í hafinu á hverju einasta ári, með ófyrirsjánanlegum afleiðingum fyrir lífríki Jarðar. Plast hverfur auk þess ekki eða eyðist heldur brotnar niður í smærri og smærri hluta og verður að endingu að örplasti sem ekki er betra fyrir umhverfið. Þessa plastmengun verðum við að stöðva og það með öllum tiltækum ráðum. Þegar ég varð ráðherra umhverfismála ákvað ég að plastmálin yrðu eitt af mínum forgangsmálum. Á þessu ári hefur ráðuneytið úthlutað verkefnastyrkjum til ýmissa plast- og strandhreinsunarverkefna og fleiri verkefni eru framundan sem verða kynnt nú í september. Ég legg áherslu á að við nálgumst plastmálin heildstætt. Að við setjum sem dæmi niður fyrir okkur hvaða rannsóknir og hvers kyns vöktun sé nauðsynleg, ráðumst í beinar aðgerðir til að draga úr plastnotkun, svo sem með skattlagningu eða banni á ákveðnum gerðum af einnota plasti, og rýnum í það hvernig best sé að stuðla að nýsköpun á vörum sem koma í stað plasts. Starfshópi sem ég kom á laggirnar fyrr á árinu er falið að koma með tillögur er þetta varðar. Þá mun ég í erlendu samstarfi leggja sérstaka áherslu á varnir gegn plastmengun, enda er hún sameiginlegt viðfangsefni okkar allra. Plastlaus september er hafinn. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Ég fagna framtakinu einlæglega og þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið. Tökum öll þátt og notum minna plast í september – og alla hina mánuðina.
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar