Elon Musk reykti kannabis í beinni útsendingu og fjárfestar ókyrrast Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. september 2018 13:00 Musk fær sér í haus. Youtube/Joe Rogan Milljarðamæringurinn og lífskúnstnerinn Elon Musk reykti í morgun kannabis vindling í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan. Musk og fyrirtæki hans, bílaframleiðandinn Tesla, sæta nú opinberri rannsókn á Twitter skilaboðum sem Musk er grunaður um að hafa sent undir áhrifum fíkniefna. Í þeim sagðist hann tilbúinn að taka fyrirtækið af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar. Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Segist hún hafa orðið vitni að því þegar rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvílíkum vandræðum þessi Twitter skilaboð gætu valdið sér og fyrirtækinu. Í kjölfarið sendi Musk frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum kannabis þegar hann sendi skilaboðin en minntist ekki einu orði á LSD. Nú á Musk einnig yfir höfði sér málsókn fyrir meiðyrði eftir að hann sakaði breskan kafara um barnaníð á Twitter síðu sinni. Forsaga þess máls er að Musk ætlaði sér að nota eigin hugvit og peninga til að bjarga tælensku fótboltastrákunum úr hellinum þar sem þeir festust fyrir nokkrum vikum. Fyrrnefndur kafari sagði hugmyndir Musk óraunsæjar og bað hann að hypja sig af vettvangi til að leyfa reyndum köfurum að sinna björgunarstörfum. Musk brást við því með því að kalla manninn barnaníðing í tvígang á Twitter síðu sinni, að því er virðist án nokkurra sannana. Fjárfestar eru farnir að ókyrrast og setja spurningamerki við dómgreind Musk. Sú ákvörðun hans að neyta kannabisefna í beinni útsendingu mun sennilega ekki róa neinn, þó að hann hafi í sama þætti fullyrt að þetta væri ekki eitthvað sem hann gerði að staðaldri. Þess má geta að þátturinn var sendur út frá Kaliforníu þar sem ekki er ólöglegt að neyta kannabisefna. Tengdar fréttir Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52 Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Milljarðamæringurinn og lífskúnstnerinn Elon Musk reykti í morgun kannabis vindling í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan. Musk og fyrirtæki hans, bílaframleiðandinn Tesla, sæta nú opinberri rannsókn á Twitter skilaboðum sem Musk er grunaður um að hafa sent undir áhrifum fíkniefna. Í þeim sagðist hann tilbúinn að taka fyrirtækið af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar. Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð. Segist hún hafa orðið vitni að því þegar rann af honum og hann gerði sér grein fyrir hvílíkum vandræðum þessi Twitter skilaboð gætu valdið sér og fyrirtækinu. Í kjölfarið sendi Musk frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir að hafa verið undir áhrifum kannabis þegar hann sendi skilaboðin en minntist ekki einu orði á LSD. Nú á Musk einnig yfir höfði sér málsókn fyrir meiðyrði eftir að hann sakaði breskan kafara um barnaníð á Twitter síðu sinni. Forsaga þess máls er að Musk ætlaði sér að nota eigin hugvit og peninga til að bjarga tælensku fótboltastrákunum úr hellinum þar sem þeir festust fyrir nokkrum vikum. Fyrrnefndur kafari sagði hugmyndir Musk óraunsæjar og bað hann að hypja sig af vettvangi til að leyfa reyndum köfurum að sinna björgunarstörfum. Musk brást við því með því að kalla manninn barnaníðing í tvígang á Twitter síðu sinni, að því er virðist án nokkurra sannana. Fjárfestar eru farnir að ókyrrast og setja spurningamerki við dómgreind Musk. Sú ákvörðun hans að neyta kannabisefna í beinni útsendingu mun sennilega ekki róa neinn, þó að hann hafi í sama þætti fullyrt að þetta væri ekki eitthvað sem hann gerði að staðaldri. Þess má geta að þátturinn var sendur út frá Kaliforníu þar sem ekki er ólöglegt að neyta kannabisefna.
Tengdar fréttir Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52 Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46
Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28
Musk segist hafa átt erfitt ár Í viðtali sem New York Times birti dag er Musk sagður hafa helgið og grátið til skiptis á meðan viðtalinu stóð. 17. ágúst 2018 08:52
Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Rafbílaframleiðandinn stefnir enn á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. 1. ágúst 2018 21:21