Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 22:47 Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpar stuðningsmenn sína. Vísir/EPA Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld þar sem hann sagði úrslit þingkosninganna í Svíþjóð vera dauða blokkapólitíkurinnar. Löfven er forsætisráðherra Svía en flokkur hans er með 28,4 prósenta fylgi eftir kosningarnar og tapaði um 2,8 prósenta fylgi. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Modertana, kallaði eftir afsögn Löfven fyrr í kvöld en forsætisráðherra varð ekki við því í ávarpi sínu. Löfven sagði þess í stað að nú þyrfti að leita leiða til að mynda ríkisstjórn sem næði yfir miðjuna. Í Svíþjóð hafa verið myndaðar hægri og vinstri blokkir þar sem jafnaðarmenn er stærstir á vinstri vængnum og Modertana stærstir á hægri. Enginn skýr meirihluti er í sjónmáli og því þurfi að leita yfir miðjuna að mati Löfven. Báðir flokkar hafa lýst sig andvíga því að vinna með Svíþjóðardemókrötunum sem bættu við sig miklu fylgi í kosningunum í ár, en þó ekki eins miklu og spáð var. Modertana flokkurinn er með 29.5 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar 17,7 prósenta fylgi. Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Akesson, var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrr í kvöld. Hann sagði Svíþjóðardemókrata vera reiðubúna til viðræðna við alla flokka eftir kosninganna og taldi flokkinn sinn eiga eftir að hafa mikið um að segja hvaða stefnu Svíþjóð tekur á næstu vikum, mánuðum og árum. Svíþjóðardemókratar hafa lagst hart gegn innflytjendastefnu Svía og aðild þjóðarinnar í Evrópusambandinu. Löfven var harðorður í garð Svíþjóðardemókrata í ávarpi sínu. Hann sagði þá ekki færa neitt fram sem muni hjálpa sænska samfélaginu. „Þeir munu aðeins auka sundrung og hatur,“ sagði Löfven og bætti við að það væri á ábyrgð allra flokka að mynda stjórn án Svíþjóðardemókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Stefan Löfven, formaður jafnaðarmannaflokksins, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld þar sem hann sagði úrslit þingkosninganna í Svíþjóð vera dauða blokkapólitíkurinnar. Löfven er forsætisráðherra Svía en flokkur hans er með 28,4 prósenta fylgi eftir kosningarnar og tapaði um 2,8 prósenta fylgi. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Modertana, kallaði eftir afsögn Löfven fyrr í kvöld en forsætisráðherra varð ekki við því í ávarpi sínu. Löfven sagði þess í stað að nú þyrfti að leita leiða til að mynda ríkisstjórn sem næði yfir miðjuna. Í Svíþjóð hafa verið myndaðar hægri og vinstri blokkir þar sem jafnaðarmenn er stærstir á vinstri vængnum og Modertana stærstir á hægri. Enginn skýr meirihluti er í sjónmáli og því þurfi að leita yfir miðjuna að mati Löfven. Báðir flokkar hafa lýst sig andvíga því að vinna með Svíþjóðardemókrötunum sem bættu við sig miklu fylgi í kosningunum í ár, en þó ekki eins miklu og spáð var. Modertana flokkurinn er með 29.5 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar 17,7 prósenta fylgi. Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmie Akesson, var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrr í kvöld. Hann sagði Svíþjóðardemókrata vera reiðubúna til viðræðna við alla flokka eftir kosninganna og taldi flokkinn sinn eiga eftir að hafa mikið um að segja hvaða stefnu Svíþjóð tekur á næstu vikum, mánuðum og árum. Svíþjóðardemókratar hafa lagst hart gegn innflytjendastefnu Svía og aðild þjóðarinnar í Evrópusambandinu. Löfven var harðorður í garð Svíþjóðardemókrata í ávarpi sínu. Hann sagði þá ekki færa neitt fram sem muni hjálpa sænska samfélaginu. „Þeir munu aðeins auka sundrung og hatur,“ sagði Löfven og bætti við að það væri á ábyrgð allra flokka að mynda stjórn án Svíþjóðardemókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49