Við erum á góðri vegferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2018 08:00 Hallbera er einn reynslumesti leikmaður íslenska liðsins vísir/vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef aldrei verið af þessari stærðargráðu en með sigri tryggja Íslendingar sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM fer fram að ári. „Andinn í hópnum er mjög góður eins og vanalega. Þetta er mjög skemmtilegur og samstilltur hópur og maður finnur að það er kraftur og trú í honum. Það stefna allir í sömu átt og það er gott að koma inn í þannig hóp,“ segir Hallbera í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa beðið lengi eftir leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að við komum okkur í þá stöðu að þetta yrði úrslitaleikur er maður búinn að bíða eftir honum. Það er mikil tilhlökkun og gaman að það sé komið að þessu,“ segir Hallbera. Öll athyglin hefur beinst að Þýskalandsleiknum en þremur dögum síðar mætir Ísland Tékklandi á Laugardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst mikilvægur vinni Íslendingar ekki Þjóðverja á morgun. En er hættulegt að einblína svona mikið á annan leikinn frekar en hinn? „Við vitum alveg að við erum að fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn gæti líka orðið úrslitaleikur en eins og staðan er núna gætum við komist á HM í næsta leik. Það er alveg eðlilegt að einbeitingin fari á hann. Við tökum bara einn leik fyrir í einu, þessi klassíska setning.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins hafa ítrekað að liðið muni spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafntefli yrðu hins vegar góð úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sér sæti á HM. „Við búumst ekki við því að stjórna ferðinni og það liggur á okkur og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur tökum við jafntefli. Að sama skapi verða þær ekki sáttar með það. Jafntefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara og náð vopnum sínum á nýjan leik. Hallbera segir erfitt að meta það hvort þýska liðið sé sterkara núna en það var fyrir ári. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eru þær með það sterkan hóp að annar mjög góður leikmaður kemur inn. Breiddin hjá Þýskalandi er fáránlega mikil. Þjóðverjar eru alltaf með eitt af bestu liðum í heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska liðið betra en fyrir ári? „Það er góð spurning. Við erum á góðri vegferð. Við höfum fengið nýja leikmenn inn á meðan aðrir hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að samstilla sig og slípa sig saman. Við erum allar klárar í verkefnið.“ Uppselt er á leikinn á laugardaginn og það er því ljóst að áhorfendametið á kvennalandsleik á Laugardalsvelli verður slegið. „Það er ótrúlega gaman,“ sagði Hallbera. „Það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er stemming á vellinum. Þetta gefur okkur auka kraft þótt aðaleinbeitingin verði á leiknum og hvað við ætlum að gera inni á vellinum.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef aldrei verið af þessari stærðargráðu en með sigri tryggja Íslendingar sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM fer fram að ári. „Andinn í hópnum er mjög góður eins og vanalega. Þetta er mjög skemmtilegur og samstilltur hópur og maður finnur að það er kraftur og trú í honum. Það stefna allir í sömu átt og það er gott að koma inn í þannig hóp,“ segir Hallbera í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa beðið lengi eftir leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að við komum okkur í þá stöðu að þetta yrði úrslitaleikur er maður búinn að bíða eftir honum. Það er mikil tilhlökkun og gaman að það sé komið að þessu,“ segir Hallbera. Öll athyglin hefur beinst að Þýskalandsleiknum en þremur dögum síðar mætir Ísland Tékklandi á Laugardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst mikilvægur vinni Íslendingar ekki Þjóðverja á morgun. En er hættulegt að einblína svona mikið á annan leikinn frekar en hinn? „Við vitum alveg að við erum að fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn gæti líka orðið úrslitaleikur en eins og staðan er núna gætum við komist á HM í næsta leik. Það er alveg eðlilegt að einbeitingin fari á hann. Við tökum bara einn leik fyrir í einu, þessi klassíska setning.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins hafa ítrekað að liðið muni spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafntefli yrðu hins vegar góð úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sér sæti á HM. „Við búumst ekki við því að stjórna ferðinni og það liggur á okkur og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur tökum við jafntefli. Að sama skapi verða þær ekki sáttar með það. Jafntefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara og náð vopnum sínum á nýjan leik. Hallbera segir erfitt að meta það hvort þýska liðið sé sterkara núna en það var fyrir ári. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eru þær með það sterkan hóp að annar mjög góður leikmaður kemur inn. Breiddin hjá Þýskalandi er fáránlega mikil. Þjóðverjar eru alltaf með eitt af bestu liðum í heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska liðið betra en fyrir ári? „Það er góð spurning. Við erum á góðri vegferð. Við höfum fengið nýja leikmenn inn á meðan aðrir hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að samstilla sig og slípa sig saman. Við erum allar klárar í verkefnið.“ Uppselt er á leikinn á laugardaginn og það er því ljóst að áhorfendametið á kvennalandsleik á Laugardalsvelli verður slegið. „Það er ótrúlega gaman,“ sagði Hallbera. „Það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er stemming á vellinum. Þetta gefur okkur auka kraft þótt aðaleinbeitingin verði á leiknum og hvað við ætlum að gera inni á vellinum.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira