Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 1-2 │Annar sigur Fylkis í röð Gabríel Sighvatsson skrifar 31. ágúst 2018 20:15 vísir/bára Keflavík og Fylkir mættust í Pepsí-deild karla í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í 19. umferð sem heldur áfram á sunnudag. Það var fjör á Nettóvellinum í kvöld og var mikið að berjast um hjá Fylkismönnum, þar sem þeir voru í bullandi fallbaráttu. Þeir tryggðu sér þrjú stig með herkjum í dag og losuðu sig betur frá falldraugnum. Staðan var 0-0 í hálfleik en bæði lið fengu góð færi til að skora en illa gekk að nýta færin. Í byrjun seinni hálfleiks komst Fylkir yfir með góðum skalla frá Emili Ásmundssyni. Hann fékk þá boltann á auðum sjó eftir fyrirgjöf Alberts Brynjars. Keflavík jafnaði metin stuttu seinna með skoti sem fór í stöngina og í bakið á Aroni Snæ og inn. Markmaðurinn óheppinn þar. Keflvíkingar spiluðu mjög vel í dag og börðust vel en í lok leiksins dæmdi dómarinn Ívar Orri Kristjánsson brot inni í vítateig. Frans Elvarsson virtist tosa Ólaf Inga niður en deila má um réttmæti dómsins. Stuttu seinna hefði Keflavík átt að fá vítaspyrnu þegar Ólafur Ingi braut á Sindra Þór innan teigs en í þetta sinn dæmdi Ívar Orri ekki. Keflvíkingar brjálaðir. 2-1 sigur Fylkis staðreynd en Keflvíkingar áttu skilið meira úr leiknum.Af hverju vann Fylkir? Einbeitingarleysi í vörn Keflavíkur varð til þess að Emil skoraði úr fríum skalla en vítið sem skilaði sigurmarki var heldur strangur dómur og Keflavík hefði átt að fá víti í kjölfarið. Þetta hefði getað fallið báðum megin í dag og hefur Keflavík haft óheppnina með sér í mörgum leikjum.Hvað gekk illa? Færanýtingin var ekki góð í dag. Albert Brynjar fékk 2-3 dauðafæri en klúðraði. Keflavík hefði kannski getað skorað úr einhverjum sóknum. Þá hefur hallað mikið á Keflavík í sumar og þeim gengur ekki nógu vel á heimavelli. Þrátt fyrir ágætis spilamennsku í leikjum og góða í dag er þeim forboðið að vinna leiki.Hverjir stóðu upp úr? Afar fáir í dag sem áttu flottan leik. Markaskorarnir voru fínir og ef það þyrfti að velja einhvern sem mann leiksins þá fær Emil Ásmundsson þá nafnbót.Hvað gerist næst? Keflavík mætir KR næst í Frostaskjóli og Fylkir tekur á móti Breiðablik.Keflvíkingar fagna einu af fáum mörkum sínum í sumar.vísir/ernirEysteinn: Þetta er óþolandi Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, lét móðinn blása í viðtali eftir leikinn. „Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá okkur fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar, þar sem mér fannst við vera í einhverju molli. Fyrir utan það var þetta góður leikur, menn börðust eins og ljón og skiluðu sinni stöðu eins og þeir áttu að gera.“ „Mér finnst mjög fúlt að tapa á vítaspyrnudómi yfir broti sem er sleppt í 19 af hverjum 20 skiptum sem þetta kemur upp, boltinn 30 metra í loftinu.“ Eysteini fannst hans lið eiga meira skilið í leiknum og var hundfúll með dómgæsluna og segir að það hafi hallað á hans lið í allt sumar. „Ég sé vítið ekki nógu vel en ég veit að þessu er bara sleppt. Ég get sýnt þér ljósmynd úr síðasta leik þar sem leikmaður FH er með hálstak á mínum manni og dómarinn horfir beint á það, BEINT Á ÞAÐ!“ „Honum dettur ekki til hugar að dæma á það. Ef þið mynduð taka saman það sem við erum búnir að fá ósanngjarnt í sumar í dómgæslu, ég hugsa að það yrði hálfrar sekúndu myndband og það yrði einhvers staðar úti á miðjum velli. Við erum búnir að fá á okkur víti eftir víti eftir víti, brot utan teigs, menn eru að hoppa upp úr tæklingum og eitthvað slíkt.“ Sagði Eysteinn. „Ég skil ekki að fyrst hann skuli dæma víti þarna að hann skuli ekki dæma það þegar Sindri (Þór Guðmundsson) er tekinn niður mjög klaufalega, ég á ekki orð yfir þetta. Hrokinn sem við mætum eftir leik er með ólíkindum. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Það virðist vera auðvelt fyrir dómara að dæma gegn Keflavík og minntist Eysteinn á það. „Ég ætla ekki að fara að kenna slæmu gengi okkar í sumar um dómgæslu en ég held líka að í öllum viðtölum sem ég tók við hef ég verið mjög jákvæður í garð dómara en þetta var bara ógeðslegt í dag! Ég skil ekki hvað maðurinn er að spá.“ „Þetta er þekkt, ég talaði við íþróttasálfræðing í síðustu viku út af öðru máli og hann sagði það, þetta er þekkt. Það er auðvelt að dæma á lið sem ekki gengur upp á. Þetta er bara ekkert mál, boltinn 30 metra uppi í lofti, beint á punktinn, ekkert mál. Hinum megin, „Naaah,“ þetta er óþolandi.“ Ég get ekki kennt dómurunum um að við erum fallnir en þeir (leikmennirnir) halda áfram að reyna. Þeir koma hingað og berjast eins og ljón og fá þetta í andlitið. Mér finnst þetta engan veginn ásættanlegt.“ Keflavík hefur ekkert að spila upp á lengur nema stoltið en Eysteinn er ekki líka ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um liðið í sumar. „Það er ekki hægt að saka strákana um það að fallast hendur. Þeir hafa alltaf verið eins. Mér er alveg sama hvaða umfjallanir eru að segja með háði og öðru slíku að við getum ekki neitt og séum hættir. Það er bara algjört kjaftæði og drengirnir eiga heiður skilið fyrir hvernig þeir koma inn í verkefnin. Þeir eiga meira skilið en að það sé tekið af okkur stig með svona bulli.“ Það eru þrír leikir eftir á tímabilinu. Keflvíkingar eru stigalausir á heimavelli og síðasti heimaleikur þeirra er gegn Víkingum. „Svona lagað skiptir mig engu máli, við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf gert það. Stundum höfum við einfaldlega ekki haft gæðin og stundum skorum við tvö sjálfsmörk þegar við erum að spila vel. Það er lítið sem við getum gert í því nema halda áfram. Við förum í alla leiki til að vinna, líka gegn KR og Val á útivelli, því get ég lofað,“ sagði Eysteinn að lokum.Helgi Sig: Maður verður að treysta dómurunum Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með úrslitin en viðurkenndi að spilamennskan hefði getað verið mun betri. „Þetta var mjög gott. Við komum hingað til að ná í þrjú stig og náðum því. Þetta var ekki fallegt á köflum en sigurinn er mikilvægur og þetta var frábært fyrir okkur.“ „Í heildina vorum við ofan á í leiknum en við vorum að mæta góðu Keflavíkur liði sem gaf allt í þetta og spiluðu flott knattspyrnu inn á milli, þetta voru tiltölulega erfiðar aðstæður fyrir bæði lið. Við spilum á frábærum velli þannig að það var auðvelt að láta boltann ganga.” „Við vorum með yfirhöndina, þangað til við skorum þá hleypum við Keflvíkingum inn í leikinn og gefum þeim tækifæri á að skora sem þeir gera. Þá rifum við okkur upp og náðum að krafsa í sigur. Þetta var ekki fallegt en það skiptir engu máli, það eru stigin sem telja.“ Fylkir fékk víti í leiknum og Keflavík vildi fá víti stuttu seinna. Báðir dómarnir voru umdeildir. „Nú gat ég ekki séð það en maður verður bara að treysta dómurunum. Þetta er þannig að þeir sem fá þetta á sig vilja það auðvitað ekki en þeir sem fá þetta eru himinlifandi. Ég gat ekki séð þetta nógu vel en maður verður bara að trúa og treysta að þetta hafi verið réttur dómur.“ „Dómgæslan var bara þokkaleg og jújú þeir höfðu örugglega eitthvað til síns máls í lokin þegar þeirra maður féll inni í teig en hann dæmdi ekki og þá verðum við að treysta honum að það hafi ekki verið víti.“ Fylkir er komið í góða stöðu með sigrinum en eru ekki alveg sloppnir við fall. „Á meðan það er möguleik á að fara niður þá höldum við 100% áfram, við ætlum að klára þessa síðustu þrjá leiki með sæmd. Þetta var góður sigur í dag en við megum ekki halda að þetta sé komið því þá fer illa.“ Davíð Snær: Maður verður að vinna leikinn Davíð Snær Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Keflavík þegar hann jafnaði metin í 1-1 en líklegast verður markið skráð sem sjálfsmark á markmann Fylkis. „Það er gaman að skora fyrsta markið en það telur ekki ef þú vinnur ekki leikinn. Hvort sem þetta var fyrsta eða síðasta, þá verður maður að vinna leikinn.“ „Mér fannst við vera flottir í dag. Við börðumst vel og fannst við eiga meira skilið. Við áttum allavega að fá eitt stig í þessum leik. Það vantaði bara herslumuninn, fram á við, ná fleiri skotum á markið.“ „Ég á eftir að skoða það betur en mér fannst annað þeirra vera víti þegar hann tekur okkar mann niður í teignum, mér fannst það vera víti.“ „Við verðum bara að spila þessa leiki. Nú verðum við að setja okkur markmið, við ætlum að ná að vinna leik. Við ætlum ekki að kveðja þessa deild án þess að vinna leik.“ Ólafur Ingi: Höldum þétt á spöðunum Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var ánægður með þrjú stig en þeir þurftu að berjast fyrir þeim. „Sáttur með þrjú stig, virkilega erfiður leikur. Keflvíkingar komu mjög sterkir til leiks hafa fengið, finnst mér óvægna gagnrýni undanfarið, þeir hafa spilað ágætis leiki og verið að standa sig vel. Þetta er ungt lið og þeir eru í erfiðri stöðu og við vissum að þeir myndu gefa allt í þetta.“ „Við erum bara mjög ánægðir með að hafa fengið þessi þrjú stig og vorum ekki að spila nógu vel. Keflvíkingar mættu okkur mjög vel. Við náðum ekki upp okkar spili og erum þakklátir fyrir þrjú stig.“ Ólafur Ingi var sáttari með stigin en spilamennskuna. „Ekki spurning, við höfum verið að spila miklu betur í síðustu 2-3 leikjum en það eru stigin sem telja, sem betur fer. Við tökum þessi 3 stig og fáum smá breik núna til að vinna í okkar leik.“ „Það er erfitt að segja. Bæði lið mættu sterk til leiks. Við fengum færi, þeir fengu færi og þetta féll okkar megin. Ég veit ekki hvort maður getur sagt að við áttum þetta skilið en við fengum allavega (sigur).“ Fylkir er komið í góða stöðu, eru sex stigum frá fallsæti en hafa spilað einum leik meira en önnur lið. Þeir eru ekki öruggir og Ólafur Ingi segir að fókusinn sé kominn á næsta leik. „Við erum ekkert öruggir. Við höldum þétt á spöðunum og horfum á næsta leik sem er Breiðablik heima. Við höfum smá tíma til undirbúnings og vinna þá vinnu sem við þurfum að vinna. Við þurfum að mæta betri þá en í dag til að taka stig þar en við erum ekkert farnir að slaka á. Við erum bara að hugsa um að keyra áfram og taka eins mörg stig og við getum.“ „Eins og sést í dag, það eru allir leikir erfiðir þannig að við erum fókuseraðir á okkur sjálfa og á að taka stig í öllum leikjum.“ Pepsi Max-deild karla
Keflavík og Fylkir mættust í Pepsí-deild karla í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í 19. umferð sem heldur áfram á sunnudag. Það var fjör á Nettóvellinum í kvöld og var mikið að berjast um hjá Fylkismönnum, þar sem þeir voru í bullandi fallbaráttu. Þeir tryggðu sér þrjú stig með herkjum í dag og losuðu sig betur frá falldraugnum. Staðan var 0-0 í hálfleik en bæði lið fengu góð færi til að skora en illa gekk að nýta færin. Í byrjun seinni hálfleiks komst Fylkir yfir með góðum skalla frá Emili Ásmundssyni. Hann fékk þá boltann á auðum sjó eftir fyrirgjöf Alberts Brynjars. Keflavík jafnaði metin stuttu seinna með skoti sem fór í stöngina og í bakið á Aroni Snæ og inn. Markmaðurinn óheppinn þar. Keflvíkingar spiluðu mjög vel í dag og börðust vel en í lok leiksins dæmdi dómarinn Ívar Orri Kristjánsson brot inni í vítateig. Frans Elvarsson virtist tosa Ólaf Inga niður en deila má um réttmæti dómsins. Stuttu seinna hefði Keflavík átt að fá vítaspyrnu þegar Ólafur Ingi braut á Sindra Þór innan teigs en í þetta sinn dæmdi Ívar Orri ekki. Keflvíkingar brjálaðir. 2-1 sigur Fylkis staðreynd en Keflvíkingar áttu skilið meira úr leiknum.Af hverju vann Fylkir? Einbeitingarleysi í vörn Keflavíkur varð til þess að Emil skoraði úr fríum skalla en vítið sem skilaði sigurmarki var heldur strangur dómur og Keflavík hefði átt að fá víti í kjölfarið. Þetta hefði getað fallið báðum megin í dag og hefur Keflavík haft óheppnina með sér í mörgum leikjum.Hvað gekk illa? Færanýtingin var ekki góð í dag. Albert Brynjar fékk 2-3 dauðafæri en klúðraði. Keflavík hefði kannski getað skorað úr einhverjum sóknum. Þá hefur hallað mikið á Keflavík í sumar og þeim gengur ekki nógu vel á heimavelli. Þrátt fyrir ágætis spilamennsku í leikjum og góða í dag er þeim forboðið að vinna leiki.Hverjir stóðu upp úr? Afar fáir í dag sem áttu flottan leik. Markaskorarnir voru fínir og ef það þyrfti að velja einhvern sem mann leiksins þá fær Emil Ásmundsson þá nafnbót.Hvað gerist næst? Keflavík mætir KR næst í Frostaskjóli og Fylkir tekur á móti Breiðablik.Keflvíkingar fagna einu af fáum mörkum sínum í sumar.vísir/ernirEysteinn: Þetta er óþolandi Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, lét móðinn blása í viðtali eftir leikinn. „Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá okkur fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar, þar sem mér fannst við vera í einhverju molli. Fyrir utan það var þetta góður leikur, menn börðust eins og ljón og skiluðu sinni stöðu eins og þeir áttu að gera.“ „Mér finnst mjög fúlt að tapa á vítaspyrnudómi yfir broti sem er sleppt í 19 af hverjum 20 skiptum sem þetta kemur upp, boltinn 30 metra í loftinu.“ Eysteini fannst hans lið eiga meira skilið í leiknum og var hundfúll með dómgæsluna og segir að það hafi hallað á hans lið í allt sumar. „Ég sé vítið ekki nógu vel en ég veit að þessu er bara sleppt. Ég get sýnt þér ljósmynd úr síðasta leik þar sem leikmaður FH er með hálstak á mínum manni og dómarinn horfir beint á það, BEINT Á ÞAÐ!“ „Honum dettur ekki til hugar að dæma á það. Ef þið mynduð taka saman það sem við erum búnir að fá ósanngjarnt í sumar í dómgæslu, ég hugsa að það yrði hálfrar sekúndu myndband og það yrði einhvers staðar úti á miðjum velli. Við erum búnir að fá á okkur víti eftir víti eftir víti, brot utan teigs, menn eru að hoppa upp úr tæklingum og eitthvað slíkt.“ Sagði Eysteinn. „Ég skil ekki að fyrst hann skuli dæma víti þarna að hann skuli ekki dæma það þegar Sindri (Þór Guðmundsson) er tekinn niður mjög klaufalega, ég á ekki orð yfir þetta. Hrokinn sem við mætum eftir leik er með ólíkindum. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Það virðist vera auðvelt fyrir dómara að dæma gegn Keflavík og minntist Eysteinn á það. „Ég ætla ekki að fara að kenna slæmu gengi okkar í sumar um dómgæslu en ég held líka að í öllum viðtölum sem ég tók við hef ég verið mjög jákvæður í garð dómara en þetta var bara ógeðslegt í dag! Ég skil ekki hvað maðurinn er að spá.“ „Þetta er þekkt, ég talaði við íþróttasálfræðing í síðustu viku út af öðru máli og hann sagði það, þetta er þekkt. Það er auðvelt að dæma á lið sem ekki gengur upp á. Þetta er bara ekkert mál, boltinn 30 metra uppi í lofti, beint á punktinn, ekkert mál. Hinum megin, „Naaah,“ þetta er óþolandi.“ Ég get ekki kennt dómurunum um að við erum fallnir en þeir (leikmennirnir) halda áfram að reyna. Þeir koma hingað og berjast eins og ljón og fá þetta í andlitið. Mér finnst þetta engan veginn ásættanlegt.“ Keflavík hefur ekkert að spila upp á lengur nema stoltið en Eysteinn er ekki líka ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um liðið í sumar. „Það er ekki hægt að saka strákana um það að fallast hendur. Þeir hafa alltaf verið eins. Mér er alveg sama hvaða umfjallanir eru að segja með háði og öðru slíku að við getum ekki neitt og séum hættir. Það er bara algjört kjaftæði og drengirnir eiga heiður skilið fyrir hvernig þeir koma inn í verkefnin. Þeir eiga meira skilið en að það sé tekið af okkur stig með svona bulli.“ Það eru þrír leikir eftir á tímabilinu. Keflvíkingar eru stigalausir á heimavelli og síðasti heimaleikur þeirra er gegn Víkingum. „Svona lagað skiptir mig engu máli, við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf gert það. Stundum höfum við einfaldlega ekki haft gæðin og stundum skorum við tvö sjálfsmörk þegar við erum að spila vel. Það er lítið sem við getum gert í því nema halda áfram. Við förum í alla leiki til að vinna, líka gegn KR og Val á útivelli, því get ég lofað,“ sagði Eysteinn að lokum.Helgi Sig: Maður verður að treysta dómurunum Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með úrslitin en viðurkenndi að spilamennskan hefði getað verið mun betri. „Þetta var mjög gott. Við komum hingað til að ná í þrjú stig og náðum því. Þetta var ekki fallegt á köflum en sigurinn er mikilvægur og þetta var frábært fyrir okkur.“ „Í heildina vorum við ofan á í leiknum en við vorum að mæta góðu Keflavíkur liði sem gaf allt í þetta og spiluðu flott knattspyrnu inn á milli, þetta voru tiltölulega erfiðar aðstæður fyrir bæði lið. Við spilum á frábærum velli þannig að það var auðvelt að láta boltann ganga.” „Við vorum með yfirhöndina, þangað til við skorum þá hleypum við Keflvíkingum inn í leikinn og gefum þeim tækifæri á að skora sem þeir gera. Þá rifum við okkur upp og náðum að krafsa í sigur. Þetta var ekki fallegt en það skiptir engu máli, það eru stigin sem telja.“ Fylkir fékk víti í leiknum og Keflavík vildi fá víti stuttu seinna. Báðir dómarnir voru umdeildir. „Nú gat ég ekki séð það en maður verður bara að treysta dómurunum. Þetta er þannig að þeir sem fá þetta á sig vilja það auðvitað ekki en þeir sem fá þetta eru himinlifandi. Ég gat ekki séð þetta nógu vel en maður verður bara að trúa og treysta að þetta hafi verið réttur dómur.“ „Dómgæslan var bara þokkaleg og jújú þeir höfðu örugglega eitthvað til síns máls í lokin þegar þeirra maður féll inni í teig en hann dæmdi ekki og þá verðum við að treysta honum að það hafi ekki verið víti.“ Fylkir er komið í góða stöðu með sigrinum en eru ekki alveg sloppnir við fall. „Á meðan það er möguleik á að fara niður þá höldum við 100% áfram, við ætlum að klára þessa síðustu þrjá leiki með sæmd. Þetta var góður sigur í dag en við megum ekki halda að þetta sé komið því þá fer illa.“ Davíð Snær: Maður verður að vinna leikinn Davíð Snær Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Keflavík þegar hann jafnaði metin í 1-1 en líklegast verður markið skráð sem sjálfsmark á markmann Fylkis. „Það er gaman að skora fyrsta markið en það telur ekki ef þú vinnur ekki leikinn. Hvort sem þetta var fyrsta eða síðasta, þá verður maður að vinna leikinn.“ „Mér fannst við vera flottir í dag. Við börðumst vel og fannst við eiga meira skilið. Við áttum allavega að fá eitt stig í þessum leik. Það vantaði bara herslumuninn, fram á við, ná fleiri skotum á markið.“ „Ég á eftir að skoða það betur en mér fannst annað þeirra vera víti þegar hann tekur okkar mann niður í teignum, mér fannst það vera víti.“ „Við verðum bara að spila þessa leiki. Nú verðum við að setja okkur markmið, við ætlum að ná að vinna leik. Við ætlum ekki að kveðja þessa deild án þess að vinna leik.“ Ólafur Ingi: Höldum þétt á spöðunum Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var ánægður með þrjú stig en þeir þurftu að berjast fyrir þeim. „Sáttur með þrjú stig, virkilega erfiður leikur. Keflvíkingar komu mjög sterkir til leiks hafa fengið, finnst mér óvægna gagnrýni undanfarið, þeir hafa spilað ágætis leiki og verið að standa sig vel. Þetta er ungt lið og þeir eru í erfiðri stöðu og við vissum að þeir myndu gefa allt í þetta.“ „Við erum bara mjög ánægðir með að hafa fengið þessi þrjú stig og vorum ekki að spila nógu vel. Keflvíkingar mættu okkur mjög vel. Við náðum ekki upp okkar spili og erum þakklátir fyrir þrjú stig.“ Ólafur Ingi var sáttari með stigin en spilamennskuna. „Ekki spurning, við höfum verið að spila miklu betur í síðustu 2-3 leikjum en það eru stigin sem telja, sem betur fer. Við tökum þessi 3 stig og fáum smá breik núna til að vinna í okkar leik.“ „Það er erfitt að segja. Bæði lið mættu sterk til leiks. Við fengum færi, þeir fengu færi og þetta féll okkar megin. Ég veit ekki hvort maður getur sagt að við áttum þetta skilið en við fengum allavega (sigur).“ Fylkir er komið í góða stöðu, eru sex stigum frá fallsæti en hafa spilað einum leik meira en önnur lið. Þeir eru ekki öruggir og Ólafur Ingi segir að fókusinn sé kominn á næsta leik. „Við erum ekkert öruggir. Við höldum þétt á spöðunum og horfum á næsta leik sem er Breiðablik heima. Við höfum smá tíma til undirbúnings og vinna þá vinnu sem við þurfum að vinna. Við þurfum að mæta betri þá en í dag til að taka stig þar en við erum ekkert farnir að slaka á. Við erum bara að hugsa um að keyra áfram og taka eins mörg stig og við getum.“ „Eins og sést í dag, það eru allir leikir erfiðir þannig að við erum fókuseraðir á okkur sjálfa og á að taka stig í öllum leikjum.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti