Ákærur gegn lögreglustjóra vegna Hillsborough felldar niður Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 10:22 Bettison hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að hafa reynt að skella skuldinni á Liverpool-stuðningsmenn til að fegra hlut lögreglunnar í harmleiknum. Vísir/EPA Saksóknarar á Englandi hafa ákveðið að fella niður ákærur á hendur fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri vegna Hillsborough-slyssins. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum. Norman Bettison var ákærður fyrir brot í starfi í fyrra. Hann var sakaður um að hafa gefið rannsakendum rangar eða misvísandi lýsingar á viðbrögðum lögreglu eftir slysið á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool létust í miklum troðningi sem myndaðist í annarri endastúku vallarins þar sem undanúrslitaleikur ensku bikarkeppninnar var leikinn. Ákærur á hendur fyrrverandi yfirmönnum lögreglunnar voru gefnar út í kjölfar þess að kviðdómendur í réttarrannsókn sem lauk árið 2016 komust að þeirri niðurstöðu að gróf vanræksla skipuleggjenda og lögreglu hafi verið ástæða þess að slysið átti sér stað. Bettison hafði óskað eftir því að ákærurnar yrðu látnar falla niður en hann hefur alla tíð neitað að hafa gert nokkuð af sér. Taka átti mál hans fyrir dómi í dag en saksóknarar tilkynntu þá að málið hefði verið fellt niður, að því er segir í frétt The Guardian. Lögreglumaðurinn hefur meðal annars verið sakaður um að hafa reynt að koma sökinni af því hvernig fór á stuðningsmenn Liverpool og ljúga til um hvernig slysið bar að, meðal annars með því að breyta yfirlýsingum lögregluþjóna sem voru við störf á Hillsborough. Hillsborough-slysið Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00 Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00 Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44 Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Saksóknarar á Englandi hafa ákveðið að fella niður ákærur á hendur fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri vegna Hillsborough-slyssins. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum. Norman Bettison var ákærður fyrir brot í starfi í fyrra. Hann var sakaður um að hafa gefið rannsakendum rangar eða misvísandi lýsingar á viðbrögðum lögreglu eftir slysið á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool létust í miklum troðningi sem myndaðist í annarri endastúku vallarins þar sem undanúrslitaleikur ensku bikarkeppninnar var leikinn. Ákærur á hendur fyrrverandi yfirmönnum lögreglunnar voru gefnar út í kjölfar þess að kviðdómendur í réttarrannsókn sem lauk árið 2016 komust að þeirri niðurstöðu að gróf vanræksla skipuleggjenda og lögreglu hafi verið ástæða þess að slysið átti sér stað. Bettison hafði óskað eftir því að ákærurnar yrðu látnar falla niður en hann hefur alla tíð neitað að hafa gert nokkuð af sér. Taka átti mál hans fyrir dómi í dag en saksóknarar tilkynntu þá að málið hefði verið fellt niður, að því er segir í frétt The Guardian. Lögreglumaðurinn hefur meðal annars verið sakaður um að hafa reynt að koma sökinni af því hvernig fór á stuðningsmenn Liverpool og ljúga til um hvernig slysið bar að, meðal annars með því að breyta yfirlýsingum lögregluþjóna sem voru við störf á Hillsborough.
Hillsborough-slysið Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00 Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00 Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44 Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00
Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00
Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44
Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00