Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2018 10:25 Duncan Hunter að ræða við blaðamenn. Vísir/GETTY Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20