Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 19:45 Ár er liðið í dag síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar. Yfir 700 þúsund manns hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem mikil átök brutust út og fólksflutningar hófust frá Rakhine-héraði í Mjanmar. Sameinuðu þjóðirnar segja átökin í héraðinu vera skólabókadæmi um þjóðarmorð þar sem Róhingjar hafa sætt miklu ofbeldi og ofsóknum. Alls hafa 24 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins á Íslandi starfað við neyðartjaldsjúkrahús í flóttamannabúðum í Balukhali Cox‘s Bazar, skammt frá landamærunum Mjanmar og Bangladess. Ein þeirra er hjúkrunarfræðingurinn Magna Björk Ólafsdóttir sem er nýkomin aftur heim til Íslands. „Við vorum að fá mikið af börnum, mikið af slysum, sýkingar, það eru farsóttir. Við vorum eini spítalinn sem var starfandi allan sólarhringinn innan alls flóttamannasvæðisins,“ segir Magna. Sjúkrahúsið sinnir nær eingöngu bráðatilfellum en þar starfaði magna í Magna einn mánuð. Magna Björk Ólafsdóttir starfaði sem bráðahjúkrunarfræðingur í tjaldsjúkrahúsi í flóttamannabúðunum við landamæri Mjanmar og Bangladess.mynd/aðsend „Fólkið þarna er í rauninni ekki að fá skjól, börnin eru ekki að fá menntun, þau eru ekki að fá grunnþjónustu. Þetta eru allt tímabundnar búðir, en hversu tímabundnar eru þær?“ spyr Magna. Búðirnar eru einhverjar þær stærstu í heimi en til að setja í samhengi er fjöldi fólksins sem þar hefst við ríflega tvöfaldur á við Íslendinga alla. „Við erum rétt rúmlega 300 þúsund, þarna eru 700 þúsund manns saman komin á einhverjum bletti sem er orðinn ansi stór. Við getum ímyndað okkur að 75 fjölskyldur búi í einni góðri sundlaug, svona keppnislaug,“ útskýrir Magna. Aðspurð segir hún það helst sitja eftir hve glaðlynt og yfirvegað fólkið sé þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem það býr við. „Það tekur einn dag í einu. Það fókusar á daginn í dag, á fólkið sem er eftir í kringum sig. Margir hafa misst heilu fjölskyldurnar, það er mikið af börnum sem eru þarna ein án sinnar fjölskyldu, hafa misst alla sína eða þeir urðu þá eftir í þessu héraði í Mjanmar. Þannig að fólkið sjálft, glaðlyndi þeirra þrátt fyrir áföllin sem þau hafa gengið í gegnum og aðstæður sem þau búa við, það er það sem situr eftir hjá mér.“ Magna segir sitja eftir hve glaðlynt og yndislegt fólkið var þrátt fyrir erfiðar aðstæður.mynd/aðsend Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magna sinnir störfum við sambærilegar aðstæður en hún hefur meðal annars verið sendifulltrúi Rauða krossins á Haítí eftir jarðskjálftann þar og var á Filippseyjum eftir fellibylinn. Þá hefur hún sinnt fólki og kennslu á stríðshrjáðum svæðum, meðal annars í Írak og Suður-Súdan. Nú er rigningatímabilið gengið í garð og Magna kveðst hugsi yfir aðstæðum fólksins í flóttamannabúðunum. „Aðstæðurnar eru skelfilegar. Þær batna ekki núna yfir regntímann og svo er fellibyljatímabilið að koma. Og þessir kofar sem þau hafa búið sér til og búa sitt heimili úr, maður sér fyrir sér hvað verður þá? Mun það halda? Sem að væri bara kraftaverk held ég.“ Fáir snúið til baka Tugþúsundir róhingja á flótta hafa mótmælt í dag þar sem ár er liðið síðan átökin brutust út og krefjast réttlætis. Átökin hófust í þegar herinn gerði atlögu að Róhingjum eftir að hópur herskárra Róhingja gerðu árás á lögreglu á þessum degi fyrir ári síðan. Síðan þá hafa yfir 700 þúsund manns lagt á flótta og hefur flóttafólk mátt sæta kynferðisofbeldi og pyndingum. Samtökin Læknar án landamæra segja að minnst 6.700 hátt Róhingjar, þar af um 730 börn undir fimm ára aldri, hafi týnt lífi strax í fyrsta mánuði átakanna. Meginþorri íbúa Mjanmar eru búddatrúar og fá Róhingjar, sem eru einn margra múslimskra minnihlutahópa í landinu, ekki ríkisborgararétt í Mjanmar. Stjórnvöld í Mjanmar segjast þó aðeins heyja baráttu gegn herskáum hópum Róhingja en beini ekki spjótum sínum að óbeyttum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar segja átökin í Rakhine-héraði aftur á móti vera skólabókadæmi um þjóðarmorð. Yfirvöld í Mjanmar og Bangladess hafa komist að samkomulagi um að gera flóttafólki kleift að snúa aftur til síns heima en afar fáir hafa snúið til baka. Leiðtogar úr röðum Róhingja segjast ekki munu snúa til baka nema þegar öryggi þeirra í heimalandinu hefur verið tryggt. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni á alþjóðavettvangi fyrir að fordæma ekki aðgerðir hersins í Rakhine-héraði og reynt að grípa í taumana. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Ekki hægt að útiloka þjóðarmorð í Mjanmar Mannréttindastjóri SÞ útilokar ekki að mjanmarski herinn fremji þjóðarmorð á Róhingjum. Fulltrúi Mjanmar í Mannréttindaráði hafnar því að herinn myrði almenna borgara úr þjóðflokknum. Unnið að heimkomu Róhingja til Rakhine. 6. desember 2017 07:00 Hefja neyðarsöfnun fyrir flóttafólk frá Mjanmar Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hafa yfir landamærin til Bangladess. 2. nóvember 2017 07:00 Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00 Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. 26. janúar 2018 07:00 Forseti Mjanmar segir af sér Htin Kyaw, er sagður vilja hvíla sig. 21. mars 2018 06:06 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Yfirvöld meina rannsakanda SÞ að koma til Mjanmar 21. desember 2017 08:30 Ná samkomulagi um að Rohingjar snúi aftur innan tveggja ára Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess frá því ofbeldi braust út í Rakhine-héraði í Mjanmar í ágúst. 16. janúar 2018 08:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Ár er liðið í dag síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar. Yfir 700 þúsund manns hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem mikil átök brutust út og fólksflutningar hófust frá Rakhine-héraði í Mjanmar. Sameinuðu þjóðirnar segja átökin í héraðinu vera skólabókadæmi um þjóðarmorð þar sem Róhingjar hafa sætt miklu ofbeldi og ofsóknum. Alls hafa 24 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins á Íslandi starfað við neyðartjaldsjúkrahús í flóttamannabúðum í Balukhali Cox‘s Bazar, skammt frá landamærunum Mjanmar og Bangladess. Ein þeirra er hjúkrunarfræðingurinn Magna Björk Ólafsdóttir sem er nýkomin aftur heim til Íslands. „Við vorum að fá mikið af börnum, mikið af slysum, sýkingar, það eru farsóttir. Við vorum eini spítalinn sem var starfandi allan sólarhringinn innan alls flóttamannasvæðisins,“ segir Magna. Sjúkrahúsið sinnir nær eingöngu bráðatilfellum en þar starfaði magna í Magna einn mánuð. Magna Björk Ólafsdóttir starfaði sem bráðahjúkrunarfræðingur í tjaldsjúkrahúsi í flóttamannabúðunum við landamæri Mjanmar og Bangladess.mynd/aðsend „Fólkið þarna er í rauninni ekki að fá skjól, börnin eru ekki að fá menntun, þau eru ekki að fá grunnþjónustu. Þetta eru allt tímabundnar búðir, en hversu tímabundnar eru þær?“ spyr Magna. Búðirnar eru einhverjar þær stærstu í heimi en til að setja í samhengi er fjöldi fólksins sem þar hefst við ríflega tvöfaldur á við Íslendinga alla. „Við erum rétt rúmlega 300 þúsund, þarna eru 700 þúsund manns saman komin á einhverjum bletti sem er orðinn ansi stór. Við getum ímyndað okkur að 75 fjölskyldur búi í einni góðri sundlaug, svona keppnislaug,“ útskýrir Magna. Aðspurð segir hún það helst sitja eftir hve glaðlynt og yfirvegað fólkið sé þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem það býr við. „Það tekur einn dag í einu. Það fókusar á daginn í dag, á fólkið sem er eftir í kringum sig. Margir hafa misst heilu fjölskyldurnar, það er mikið af börnum sem eru þarna ein án sinnar fjölskyldu, hafa misst alla sína eða þeir urðu þá eftir í þessu héraði í Mjanmar. Þannig að fólkið sjálft, glaðlyndi þeirra þrátt fyrir áföllin sem þau hafa gengið í gegnum og aðstæður sem þau búa við, það er það sem situr eftir hjá mér.“ Magna segir sitja eftir hve glaðlynt og yndislegt fólkið var þrátt fyrir erfiðar aðstæður.mynd/aðsend Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magna sinnir störfum við sambærilegar aðstæður en hún hefur meðal annars verið sendifulltrúi Rauða krossins á Haítí eftir jarðskjálftann þar og var á Filippseyjum eftir fellibylinn. Þá hefur hún sinnt fólki og kennslu á stríðshrjáðum svæðum, meðal annars í Írak og Suður-Súdan. Nú er rigningatímabilið gengið í garð og Magna kveðst hugsi yfir aðstæðum fólksins í flóttamannabúðunum. „Aðstæðurnar eru skelfilegar. Þær batna ekki núna yfir regntímann og svo er fellibyljatímabilið að koma. Og þessir kofar sem þau hafa búið sér til og búa sitt heimili úr, maður sér fyrir sér hvað verður þá? Mun það halda? Sem að væri bara kraftaverk held ég.“ Fáir snúið til baka Tugþúsundir róhingja á flótta hafa mótmælt í dag þar sem ár er liðið síðan átökin brutust út og krefjast réttlætis. Átökin hófust í þegar herinn gerði atlögu að Róhingjum eftir að hópur herskárra Róhingja gerðu árás á lögreglu á þessum degi fyrir ári síðan. Síðan þá hafa yfir 700 þúsund manns lagt á flótta og hefur flóttafólk mátt sæta kynferðisofbeldi og pyndingum. Samtökin Læknar án landamæra segja að minnst 6.700 hátt Róhingjar, þar af um 730 börn undir fimm ára aldri, hafi týnt lífi strax í fyrsta mánuði átakanna. Meginþorri íbúa Mjanmar eru búddatrúar og fá Róhingjar, sem eru einn margra múslimskra minnihlutahópa í landinu, ekki ríkisborgararétt í Mjanmar. Stjórnvöld í Mjanmar segjast þó aðeins heyja baráttu gegn herskáum hópum Róhingja en beini ekki spjótum sínum að óbeyttum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar segja átökin í Rakhine-héraði aftur á móti vera skólabókadæmi um þjóðarmorð. Yfirvöld í Mjanmar og Bangladess hafa komist að samkomulagi um að gera flóttafólki kleift að snúa aftur til síns heima en afar fáir hafa snúið til baka. Leiðtogar úr röðum Róhingja segjast ekki munu snúa til baka nema þegar öryggi þeirra í heimalandinu hefur verið tryggt. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur sætt mikilli gagnrýni á alþjóðavettvangi fyrir að fordæma ekki aðgerðir hersins í Rakhine-héraði og reynt að grípa í taumana.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Ekki hægt að útiloka þjóðarmorð í Mjanmar Mannréttindastjóri SÞ útilokar ekki að mjanmarski herinn fremji þjóðarmorð á Róhingjum. Fulltrúi Mjanmar í Mannréttindaráði hafnar því að herinn myrði almenna borgara úr þjóðflokknum. Unnið að heimkomu Róhingja til Rakhine. 6. desember 2017 07:00 Hefja neyðarsöfnun fyrir flóttafólk frá Mjanmar Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hafa yfir landamærin til Bangladess. 2. nóvember 2017 07:00 Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00 Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. 26. janúar 2018 07:00 Forseti Mjanmar segir af sér Htin Kyaw, er sagður vilja hvíla sig. 21. mars 2018 06:06 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Yfirvöld meina rannsakanda SÞ að koma til Mjanmar 21. desember 2017 08:30 Ná samkomulagi um að Rohingjar snúi aftur innan tveggja ára Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess frá því ofbeldi braust út í Rakhine-héraði í Mjanmar í ágúst. 16. janúar 2018 08:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Ekki hægt að útiloka þjóðarmorð í Mjanmar Mannréttindastjóri SÞ útilokar ekki að mjanmarski herinn fremji þjóðarmorð á Róhingjum. Fulltrúi Mjanmar í Mannréttindaráði hafnar því að herinn myrði almenna borgara úr þjóðflokknum. Unnið að heimkomu Róhingja til Rakhine. 6. desember 2017 07:00
Hefja neyðarsöfnun fyrir flóttafólk frá Mjanmar Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hafa yfir landamærin til Bangladess. 2. nóvember 2017 07:00
Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25
Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00
Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. 26. janúar 2018 07:00
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Ná samkomulagi um að Rohingjar snúi aftur innan tveggja ára Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess frá því ofbeldi braust út í Rakhine-héraði í Mjanmar í ágúst. 16. janúar 2018 08:35