Telja sig hafa handtekið morðingja Nicky Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:52 Nicky Verstappen var myrtur árið 1998. HOLLENSKA LÖGREGLAN Hollenska lögreglan segist hafa handtekið Joe Brech, sem hún telur að hafi banað hinum 11 ára gamla Nicky Verstappen fyrir tuttugu árum. Hinn grunaði var handtekinn á Spáni en ekkert hafði spurst til hans mánuðum saman. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa framkvæmt umfangsmestu lífsýnarannsókn í réttarsögu Hollands. Verstappen var í sumarbúðum þegar hann hvarf úr tjaldi sínu í ágúst árið 1998. Lík hans fannst degi síðar. Fyrrnefndur Bresch var búsettur í nágrenni sumarbúðanna þegar drengurinn var myrtur. Lífsýni sem fundust á líki Verstappen voru borin saman við fjölda lífsýna, þeirra á meðal voru erfðaefni sem tekin voru úr ættingjum hins grunaða og eru þau sögð hafa komið lögreglunni á sporið.Sjá einnig: Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Í yfirlýsingu sem lögreglan í Limburg sendi kom fram að Brech hafi verið handtekinn í gærkvöldi. Unnið sé nú að því að fá hann framseldan frá Spáni til Hollands.Myndum af Joe Brech var dreift í síðustu viku.Mynd/hollenska lögreglanVísir greindi frá leitinni að Bresch í liðinni viku. Hollenska lögreglan deildi myndum af manninum og segir breska ríkisútvarpið að ekki hafi liðið á löngu áður en ábendingum hafi tekið að rigna inn. Ein þeirra hafi svo staðfest grun lögreglunnar að um Bresch kunni að hafa verið að ræða. Ekki fylgir þó sögunni hvernig lögreglan komst á snoðir um staðsetningu mannsins. Sem fyrr segir hafði ekkert heyrst til hans síðan í febrúar síðastliðnum og var lengi talið að hann væri niðurkominn í Frakklandi. Morðið á Verstappen vakti mikinn óhug í Hollandi á sínum tíma. Vísbendingar voru af afar skornum skammti, utan erfðaefnis ókunnugs karlmanns sem fannst á fötum drengsins. Í kjölfarið hrinti lögregla af stað umfangsmestu DNA-rannsókn í sögu Hollands þar sem tekin voru sýni úr fjórtán þúsund karlmönnum. Brech var ekki einn þeirra. Holland Tengdar fréttir Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hollenska lögreglan segist hafa handtekið Joe Brech, sem hún telur að hafi banað hinum 11 ára gamla Nicky Verstappen fyrir tuttugu árum. Hinn grunaði var handtekinn á Spáni en ekkert hafði spurst til hans mánuðum saman. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa framkvæmt umfangsmestu lífsýnarannsókn í réttarsögu Hollands. Verstappen var í sumarbúðum þegar hann hvarf úr tjaldi sínu í ágúst árið 1998. Lík hans fannst degi síðar. Fyrrnefndur Bresch var búsettur í nágrenni sumarbúðanna þegar drengurinn var myrtur. Lífsýni sem fundust á líki Verstappen voru borin saman við fjölda lífsýna, þeirra á meðal voru erfðaefni sem tekin voru úr ættingjum hins grunaða og eru þau sögð hafa komið lögreglunni á sporið.Sjá einnig: Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Í yfirlýsingu sem lögreglan í Limburg sendi kom fram að Brech hafi verið handtekinn í gærkvöldi. Unnið sé nú að því að fá hann framseldan frá Spáni til Hollands.Myndum af Joe Brech var dreift í síðustu viku.Mynd/hollenska lögreglanVísir greindi frá leitinni að Bresch í liðinni viku. Hollenska lögreglan deildi myndum af manninum og segir breska ríkisútvarpið að ekki hafi liðið á löngu áður en ábendingum hafi tekið að rigna inn. Ein þeirra hafi svo staðfest grun lögreglunnar að um Bresch kunni að hafa verið að ræða. Ekki fylgir þó sögunni hvernig lögreglan komst á snoðir um staðsetningu mannsins. Sem fyrr segir hafði ekkert heyrst til hans síðan í febrúar síðastliðnum og var lengi talið að hann væri niðurkominn í Frakklandi. Morðið á Verstappen vakti mikinn óhug í Hollandi á sínum tíma. Vísbendingar voru af afar skornum skammti, utan erfðaefnis ókunnugs karlmanns sem fannst á fötum drengsins. Í kjölfarið hrinti lögregla af stað umfangsmestu DNA-rannsókn í sögu Hollands þar sem tekin voru sýni úr fjórtán þúsund karlmönnum. Brech var ekki einn þeirra.
Holland Tengdar fréttir Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46