Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Róhingi í Kutupalong-flóttamannabúðunum. Vísir/Getty Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna mælir með því að yfirmenn mjanmarska hersins verði sóttir til saka fyrir alvarlegustu brot á alþjóðalögum. Það er að segja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær. Málið snýst að mestu um meint brot mjanmarska hersins, að frumkvæði hershöfðingja, gegn þjóðflokknum Róhingjum í Rakhineríki. Saga ranglætis í garð Róhingja er áratugalöng. Þann 25. ágúst í fyrra gerði Frelsisher Róhingja árás á lögreglu- og herstöðvar í ríkinu í von um að vekja heimsathygli. Mjanmarski herinn brást við af mikilli hörku, samkvæmt rannsóknarnefndinni úr öllu samhengi við árásirnar, og leiddi það til þess að um 750.000 Róhingjar flúðu til Bangladess. Lýsingarnar á brotum hersins í skýrslunni eru ógeðfelldar. Meðal annars er sagt frá því börn hafi oft verið drepin fyrir framan foreldri sín. Þá er einnig talað um að herinn hafi staðið að nauðgunum í stórum stíl. „Stundum var allt að 40 konum og stelpum hópnauðgað á sama tíma. Nauðganir fóru fram á opnum vettvangi, fyrir framan fjölskyldur og samfélagið allt, til að hámarka skömmina og áfallið. Mæðrum var nauðgað fyrir framan börn sín. Árásunum var sérstaklega beint gegn konum og stelpum frá þrettán ára til 25, þungaðar konur voru einnig skotmörk,“ er á meðal þess sem segir í skýrslunni. Enn fremur er sagt frá því að mikill fjöldi hafi verið myrtur og líkin brennd eða grafin í fjöldagröfum. Húsum hafi verið læst og Róhingjar brenndir inni. Mótmælendur kalla hér eftir afsögn Aung San Suu Kyi.Vísir/getty Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og raunverulegur þjóðarleiðtogi, er sögð hafa hvorki notað stöðu sína né siðferðislegt vald sitt til þess að koma í veg fyrir atburðina. Heldur hafi ríkisstjórn hennar logið um meinta glæpi, neitað því að herinn hafi brotið af sér og komið í veg fyrir óháðar rannsóknir. Suu Kyi fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi að fara til Mjanmar. Þess í stað tók hún hundruð viðtala við sjónarvotta og fórnarlömb, studdist við skjöl, gervihnattamyndir, ljósmyndir og myndskeið. „Þau stórfelldu mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kachin-, Rakhine- og Shanríkjum eru sláandi í ljósi hrollvekjandi eðlis þeirra. Mörg þessara brota samsvara án nokkurs vafa alvarlegustu brotum á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Mælst er til þess að öryggisráðið komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Samkvæmt blaðamanni BBC í Suðaustur-Asíu er ólíklegt að fyrri valkosturinn verði að raunveruleika þar sem Mjanmar er ekki aðili að sáttmálanum um stofnun dómstólsins. Þá er ekki útséð með hvort Kína beiti neitunarvaldi. Einnig er mælst til þess að alþjóðasamfélagið nýti sitt vald til þess að aðstoða fórnarlömbin og vernda. Þar til öryggisráðið kemst að niðurstöðu er mælst til þess að Allsherjarþingið eða Mannréttindaráðið stofni óháða nefnd til að safna saman og greina brotin. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna mælir með því að yfirmenn mjanmarska hersins verði sóttir til saka fyrir alvarlegustu brot á alþjóðalögum. Það er að segja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær. Málið snýst að mestu um meint brot mjanmarska hersins, að frumkvæði hershöfðingja, gegn þjóðflokknum Róhingjum í Rakhineríki. Saga ranglætis í garð Róhingja er áratugalöng. Þann 25. ágúst í fyrra gerði Frelsisher Róhingja árás á lögreglu- og herstöðvar í ríkinu í von um að vekja heimsathygli. Mjanmarski herinn brást við af mikilli hörku, samkvæmt rannsóknarnefndinni úr öllu samhengi við árásirnar, og leiddi það til þess að um 750.000 Róhingjar flúðu til Bangladess. Lýsingarnar á brotum hersins í skýrslunni eru ógeðfelldar. Meðal annars er sagt frá því börn hafi oft verið drepin fyrir framan foreldri sín. Þá er einnig talað um að herinn hafi staðið að nauðgunum í stórum stíl. „Stundum var allt að 40 konum og stelpum hópnauðgað á sama tíma. Nauðganir fóru fram á opnum vettvangi, fyrir framan fjölskyldur og samfélagið allt, til að hámarka skömmina og áfallið. Mæðrum var nauðgað fyrir framan börn sín. Árásunum var sérstaklega beint gegn konum og stelpum frá þrettán ára til 25, þungaðar konur voru einnig skotmörk,“ er á meðal þess sem segir í skýrslunni. Enn fremur er sagt frá því að mikill fjöldi hafi verið myrtur og líkin brennd eða grafin í fjöldagröfum. Húsum hafi verið læst og Róhingjar brenndir inni. Mótmælendur kalla hér eftir afsögn Aung San Suu Kyi.Vísir/getty Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og raunverulegur þjóðarleiðtogi, er sögð hafa hvorki notað stöðu sína né siðferðislegt vald sitt til þess að koma í veg fyrir atburðina. Heldur hafi ríkisstjórn hennar logið um meinta glæpi, neitað því að herinn hafi brotið af sér og komið í veg fyrir óháðar rannsóknir. Suu Kyi fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi að fara til Mjanmar. Þess í stað tók hún hundruð viðtala við sjónarvotta og fórnarlömb, studdist við skjöl, gervihnattamyndir, ljósmyndir og myndskeið. „Þau stórfelldu mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kachin-, Rakhine- og Shanríkjum eru sláandi í ljósi hrollvekjandi eðlis þeirra. Mörg þessara brota samsvara án nokkurs vafa alvarlegustu brotum á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Mælst er til þess að öryggisráðið komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Samkvæmt blaðamanni BBC í Suðaustur-Asíu er ólíklegt að fyrri valkosturinn verði að raunveruleika þar sem Mjanmar er ekki aðili að sáttmálanum um stofnun dómstólsins. Þá er ekki útséð með hvort Kína beiti neitunarvaldi. Einnig er mælst til þess að alþjóðasamfélagið nýti sitt vald til þess að aðstoða fórnarlömbin og vernda. Þar til öryggisráðið kemst að niðurstöðu er mælst til þess að Allsherjarþingið eða Mannréttindaráðið stofni óháða nefnd til að safna saman og greina brotin.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45