Gengishrun í Tyrklandi veldur áhyggjum á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu Þórir Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2018 20:23 Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum vestan hafs og austan eftir gengishrun tyrknesku lírunnar í gær. Hún féll um 16 prósent og hefur þá fallið um alls 40 prósent frá áramótum. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi í Tyrklandi í formi verðbólgu og dýrtíðar. Kaupahéðnum finnast efnahagsþrengingar Tyrkja sömuleiðis óþægilegar og því lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum og í Evrópu í verði í gær. Böndin berast að Recip Tayyip Erdogan forseta, efnahagsstefnu hans og áhrifum í seðlabankanum, en tengdasonur hans er seðlabankastjóri. Fjárfestar fylgjast með hagstjórn forsetans með vaxandi áhyggjum. Erdogan hefur þrýst á um lækkun vaxta og hefur haldið því fram opinberlega að hærri vextir valdi hærri verðbólgu. Við þetta bættist í gær að Bandaríkjamenn tilkynntu um refsitolla á Tyrki vegna fangelsunar þeirra á bandarískum presti, sem sagður er hafa tengsl við stjórnarandstæðinga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um tolla á ál og stál frá Tyrklandi og við það lækkaði verðgildi lírunnar enn frekar. Stærsti hluti útflutnings Tyrkja á stáli er til Bandaríkjanna. Erdogan sagðist á fundi með flokksmönnum sínum í gær fordæma refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem sem væru ígildi fjárkúgunar og ógnuðu öllum heiminum. Nú er svo komið að vandræði Tyrkja varða ekki bara almenning í Tyrklandi heldur eru vaxandi áhyggjur af því að þær hafi neikvæð áhrif á efnahagslíf annars staðar einnig. Donald Trump Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum vestan hafs og austan eftir gengishrun tyrknesku lírunnar í gær. Hún féll um 16 prósent og hefur þá fallið um alls 40 prósent frá áramótum. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi í Tyrklandi í formi verðbólgu og dýrtíðar. Kaupahéðnum finnast efnahagsþrengingar Tyrkja sömuleiðis óþægilegar og því lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum og í Evrópu í verði í gær. Böndin berast að Recip Tayyip Erdogan forseta, efnahagsstefnu hans og áhrifum í seðlabankanum, en tengdasonur hans er seðlabankastjóri. Fjárfestar fylgjast með hagstjórn forsetans með vaxandi áhyggjum. Erdogan hefur þrýst á um lækkun vaxta og hefur haldið því fram opinberlega að hærri vextir valdi hærri verðbólgu. Við þetta bættist í gær að Bandaríkjamenn tilkynntu um refsitolla á Tyrki vegna fangelsunar þeirra á bandarískum presti, sem sagður er hafa tengsl við stjórnarandstæðinga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um tolla á ál og stál frá Tyrklandi og við það lækkaði verðgildi lírunnar enn frekar. Stærsti hluti útflutnings Tyrkja á stáli er til Bandaríkjanna. Erdogan sagðist á fundi með flokksmönnum sínum í gær fordæma refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem sem væru ígildi fjárkúgunar og ógnuðu öllum heiminum. Nú er svo komið að vandræði Tyrkja varða ekki bara almenning í Tyrklandi heldur eru vaxandi áhyggjur af því að þær hafi neikvæð áhrif á efnahagslíf annars staðar einnig.
Donald Trump Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37