Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. ágúst 2018 06:00 Emmerson Mnangagwa var í góðri stöðu þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi allt í sigur hans. Vísir/epa Allt leit út fyrir að Emmerson Mnangagwa yrði endurkjörinn forseti Simbabve þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ekki lá fyrir hverjar endanlegar tölur voru en það átti eftir að tilkynna um niðurstöður úr einu kjördæmi. Mnangagwa var þá með drjúgt forskot og síðasta kjördæmið dreifbýlt höfuðvígi flokks hans, Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Mnangagwa tók við embættinu eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember síðastliðnum. Báðir eru þeir ZANU-menn. Chamisa naut mests stuðnings í höfuðborginni Harare og Bulawayo, næstfjölmennustu borg landsins. Mnangagwa átti hins vegar stuðning dreifbýliskjördæma vísan og dugaði það honum til sigurs. Kjörsókn var víðast hvar sögð mikil, tæp níutíu prósent, en það stangast á við ummæli formanns landskjörstjórnar frá því á mánudag þegar hún sagði kjörsókn vera 75 prósent. Mnangagwa mun án nokkurs vafa einblína á efnahagsmálin, líkt og hann sagðist ætla að gera þegar hann tók fyrst við forsetaembættinu á síðasta ári. Atvinnuleysi er á meðal helstu áhyggjuefna kjósenda. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Forsetakosningarnar, sem áttu að snúast um nýja framtíð Afríkuríkisins eftir áratugalanga og erfiða valdatíð Mugabes, hafa síður en svo orðið til þess að sameina landsmenn. MDC-liðar hafa ítrekað haldið því fram að til hafi staðið að hagræða kosningunum, Mnangagwa í hag og er ólíklegt að þær ásakanir hætti miðað við úrslitin. News Day greindi til að mynda frá því í júlí að lögregluþjónar í Bulawayo hafi verið neyddir til þess að greiða atkvæði svo yfirmenn sæju til er þeir greiddu atkvæði utan kjörfundar. Þá ákvað Mnangagwa í mars að Simbabvemenn búsettir utan landsins myndu ekki fá að kjósa vegna erfiðleika við að koma upp kjörstöðum. Þetta gagnrýndu MDC-liðar mjög sem og eftirlitsaðilar en landskjörstjórn hafði árið 2015 gefið loforð um að viðkomandi fengju að kjósa í kosningunum. Málið fór fyrir dómstóla, sem úrskurðuðu Mnangagwa í hag. Elmar Brok, sem fór fyrir sveit kosningaeftirlitsfólks Evrópusambandsins, sagði á kjördag að starfslið hans hafi tekið eftir því að mikið misræmi væri á milli þess hversu hratt atkvæðagreiðsla gengi fyrir sig eftir kjörstöðum. Sums staðar hafi kjörstaðir verið í uppnámi og fólk hafi farið án þess að kjósa. Benti Brok svo á dæmi um að ZANU-PF hafi flutt hundrað kjósendur með rútu yfir í annað kjördæmi og viðkomandi hafi fengið að kjósa þar. Óljóst væri hvort það væri einstakt dæmi eða hluti af mynstri sem gæti skekkt úrslitin. Degi eftir kosningarnar lýsti MDC því yfir að flokkurinn hefði borið sigur úr býtum í forsetakosningunum og hélt þeirri línu allt þar til í gær, þrátt fyrir að kjörstjórn hefði ekki tilkynnt úrslitin enn. Eftir að það dróst á langinn að tilkynna úrslitin urðu MDC-liðar óþreyjufullir og það bætti gráu ofan á svart þegar landskjörstjórn tilkynnti á miðvikudag að ZANU-PF hefði unnið stórsigur í þingkosningunum og að úrslit forsetakosninganna yrðu ekki kunngjörð fyrr en degi síðar. Þótti sumum það merki um vanhæfni kjörstjórnar en öðrum að verið væri að eiga við niðurstöðurnar. „Herra Mnangagwa veit það vel að hann hefur tapað. Ef hann hefði unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrir löngu síðan en nú er kjörstjórnin að eiga við tölurnar til þess að ná fram uppskálduðum og fölskum niðurstöðum,“ sagði Chamisa við blaðamenn áður en niðurstöður voru kynntar í gær. Róstur brutust þá út í höfuðborginni Harare, höfuðvígi MDC. Tókust stuðningsmenn Chamisa á við bæði herinn og lögreglu og fréttir voru sagðar af því að herinn hefði skotið á mótmælendur. Sex létu lífið og fjórtán særðust. Hernum tókst loks að kveða átökin niður. Chamisa var ósáttur og sagði herinn hafa gengið of hart fram gegn mótmælendum. Mnangagwa sagði í yfirlýsingu á Twitter að hann vottaði fjölskyldum fórnarlamba átakanna samúð sína en að mikilvægast væri að taka höndum saman í sátt. Jafnframt sagði hann starfslið sitt hafa átt í samræðum við Chamisa um hvernig hægt sé að draga úr togstreitunni í landinu. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Allt leit út fyrir að Emmerson Mnangagwa yrði endurkjörinn forseti Simbabve þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ekki lá fyrir hverjar endanlegar tölur voru en það átti eftir að tilkynna um niðurstöður úr einu kjördæmi. Mnangagwa var þá með drjúgt forskot og síðasta kjördæmið dreifbýlt höfuðvígi flokks hans, Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Mnangagwa tók við embættinu eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember síðastliðnum. Báðir eru þeir ZANU-menn. Chamisa naut mests stuðnings í höfuðborginni Harare og Bulawayo, næstfjölmennustu borg landsins. Mnangagwa átti hins vegar stuðning dreifbýliskjördæma vísan og dugaði það honum til sigurs. Kjörsókn var víðast hvar sögð mikil, tæp níutíu prósent, en það stangast á við ummæli formanns landskjörstjórnar frá því á mánudag þegar hún sagði kjörsókn vera 75 prósent. Mnangagwa mun án nokkurs vafa einblína á efnahagsmálin, líkt og hann sagðist ætla að gera þegar hann tók fyrst við forsetaembættinu á síðasta ári. Atvinnuleysi er á meðal helstu áhyggjuefna kjósenda. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Forsetakosningarnar, sem áttu að snúast um nýja framtíð Afríkuríkisins eftir áratugalanga og erfiða valdatíð Mugabes, hafa síður en svo orðið til þess að sameina landsmenn. MDC-liðar hafa ítrekað haldið því fram að til hafi staðið að hagræða kosningunum, Mnangagwa í hag og er ólíklegt að þær ásakanir hætti miðað við úrslitin. News Day greindi til að mynda frá því í júlí að lögregluþjónar í Bulawayo hafi verið neyddir til þess að greiða atkvæði svo yfirmenn sæju til er þeir greiddu atkvæði utan kjörfundar. Þá ákvað Mnangagwa í mars að Simbabvemenn búsettir utan landsins myndu ekki fá að kjósa vegna erfiðleika við að koma upp kjörstöðum. Þetta gagnrýndu MDC-liðar mjög sem og eftirlitsaðilar en landskjörstjórn hafði árið 2015 gefið loforð um að viðkomandi fengju að kjósa í kosningunum. Málið fór fyrir dómstóla, sem úrskurðuðu Mnangagwa í hag. Elmar Brok, sem fór fyrir sveit kosningaeftirlitsfólks Evrópusambandsins, sagði á kjördag að starfslið hans hafi tekið eftir því að mikið misræmi væri á milli þess hversu hratt atkvæðagreiðsla gengi fyrir sig eftir kjörstöðum. Sums staðar hafi kjörstaðir verið í uppnámi og fólk hafi farið án þess að kjósa. Benti Brok svo á dæmi um að ZANU-PF hafi flutt hundrað kjósendur með rútu yfir í annað kjördæmi og viðkomandi hafi fengið að kjósa þar. Óljóst væri hvort það væri einstakt dæmi eða hluti af mynstri sem gæti skekkt úrslitin. Degi eftir kosningarnar lýsti MDC því yfir að flokkurinn hefði borið sigur úr býtum í forsetakosningunum og hélt þeirri línu allt þar til í gær, þrátt fyrir að kjörstjórn hefði ekki tilkynnt úrslitin enn. Eftir að það dróst á langinn að tilkynna úrslitin urðu MDC-liðar óþreyjufullir og það bætti gráu ofan á svart þegar landskjörstjórn tilkynnti á miðvikudag að ZANU-PF hefði unnið stórsigur í þingkosningunum og að úrslit forsetakosninganna yrðu ekki kunngjörð fyrr en degi síðar. Þótti sumum það merki um vanhæfni kjörstjórnar en öðrum að verið væri að eiga við niðurstöðurnar. „Herra Mnangagwa veit það vel að hann hefur tapað. Ef hann hefði unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrir löngu síðan en nú er kjörstjórnin að eiga við tölurnar til þess að ná fram uppskálduðum og fölskum niðurstöðum,“ sagði Chamisa við blaðamenn áður en niðurstöður voru kynntar í gær. Róstur brutust þá út í höfuðborginni Harare, höfuðvígi MDC. Tókust stuðningsmenn Chamisa á við bæði herinn og lögreglu og fréttir voru sagðar af því að herinn hefði skotið á mótmælendur. Sex létu lífið og fjórtán særðust. Hernum tókst loks að kveða átökin niður. Chamisa var ósáttur og sagði herinn hafa gengið of hart fram gegn mótmælendum. Mnangagwa sagði í yfirlýsingu á Twitter að hann vottaði fjölskyldum fórnarlamba átakanna samúð sína en að mikilvægast væri að taka höndum saman í sátt. Jafnframt sagði hann starfslið sitt hafa átt í samræðum við Chamisa um hvernig hægt sé að draga úr togstreitunni í landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira