Hvergi af baki dottinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins. Vísir/AP Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtudagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niðurstöður, er harmleikur. Kjörstjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raunverulegar og sannreyndar niðurstöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnarandstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásökunum um svindl í gær og sagðist einfaldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lögregla hafi komið í veg fyrir að blaðamenn fengju að sækja blaðamannafund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á miðvikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá tölurnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC-liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Simbabve Nelson Chamisa, leiðtogi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), viðurkennir ekki úrslit forsetakosninga Simbabve. Chamisa laut í lægra haldi fyrir Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Tilkynnt var um úrslitin á fimmtudagskvöld en kosið var á mánudag. Chamisa fékk 44,3 prósent atkvæða, Mnangagwa 50,8 prósent og slapp þannig við aðra umferð kosninga. „Þessi skandall landskjörstjórnar, að birta ósannreyndar og falskar niðurstöður, er harmleikur. Kjörstjórn neitaði eftirlitsfulltrúum okkar um aðgang að niðurstöðunum áður en þær voru kynntar almenningi. Kjörstjórn verður að birta raunverulegar og sannreyndar niðurstöður sem báðir flokkar samþykkja. Þessi skortur á gagnsæi, sannleika, almennu siðferði og samfélagslegum gildum er ótrúlegur,“ tísti stjórnarandstöðuleiðtoginn í gær. Chamisa sagði á blaðamannafundi að hann myndi leita allra leiða til þess að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann væri tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. Flokkur hans, MDC, hafði fullyrt eftir kosningarnar að Chamisa væri sigurvegari. Chamisa sagði til að mynda sjálfur að ef Mnangagwa hefði í raun unnið hefðu niðurstöðurnar verið kynntar fyrr. Landskjörstjórn hafi tafið tilkynninguna til þess að „eiga við tölurnar“. Mnangagwa hafnaði öllum ásökunum um svindl í gær og sagðist einfaldlega hafa unnið á sanngjarnan hátt. Hann gagnrýndi það þó að lögregla hafi komið í veg fyrir að blaðamenn fengju að sækja blaðamannafund andstæðingsins Chamisa. „Það sem gerðist á Bronte-hótelinu á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi og við erum nú að rannsaka málið,“ tísti Mnangagwa. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu á miðvikudag að ýmislegt hefði mátt betur fara. Fjölmiðlar hafi hvergi nærri verið hlutlausir, hræðsluáróðri hafi verið beint að kjósendum og þá sé landskjörstjórn rúin trausti. Simbabveski miðillinn Newsday greindi frá því í gær að kjörstjórn hafi til að mynda lýst þingframbjóðanda ZANU-PF í Chegutu West sigurvegara en eftir að hafa farið fram á að sjá tölurnar var frambjóðandi MDC lýstur réttmætur sigurvegari. Stræti Harare voru, samkvæmt simbabveskum fjölmiðlum, óvenju hljóðlát í gær þrátt fyrir að borgin sé helsta vígi MDC. Lögreglumenn voru á hverju strái en líklega voru MDC-liðar hræddir við að mótmæla eftir atburði miðvikudagsins. Brutust þá út átök milli mótmælenda og lögreglu sem kostuðu sex mótmælendur lífið.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira