Sænska leiðin farin á ný Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2018 10:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira