Tóku undir sig heila götu á Akureyri við tökur á tónlistarmyndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 9. ágúst 2018 11:30 Það var mikið líf á Ránargötunni þann 25. júní í sumar. „Myndbandið er tekið upp á þann 25. júní, á sólríkum degi á Akureyri. Hugmyndin var einföld. Safna saman 60-70 manns, gera litla skrúðgöngu og búa til vinalegt andrúmsloft sem kemur boðskapi lagsins til skila,“ segir Ivan Mendez úr hljómsveitinni GRINGLO en sveitin frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Stranger. Myndbandið var tekið upp á Ránargötunni á Eyrinni á Akureyri og tók sveitin götuna undir sig í um tvær klukkustundir. „Þetta var hugmynd sem ég var búinn að vera með í höfðinu í dálítinn tíma, ég geng þessa götu rosalega oft með hundinn minn. Það er bara eitthvað töfrandi og kósý við gömlu húsin og öll fallegu trén í götunni, þetta er eiginlega ein af mínum uppáhaldsgötum á Eyrinni,“ segir Ivan. Hann segir að stemmningin á tökudegi hafi verið virkilega góð. „Við báðum fólk að hitta okkur á Eiðsvelli klukkan 17. Það var ekki erfitt að finna okkur þar sem við biðum spenntir með andlitsmálningu, confetti, sápukúlur, hljóðfæri og 30 gasblöðrur frá Ferro Zink. Til að vera vissir um að allir mættu á réttan stað báðum við fólk einfaldlega að elta tónlistina sem bergmálaði um völlinn.“ Ivan segir að hundurinn hans Tumi hafi verið stærsti innblásturinn fyrir myndbandið.Ivan og Tumi saman í myndbandinu.„Það er alls ekki óalgengt að fólk stoppi til að klappa honum og stundum er kominn hópur af krökkum í fylgd með manni sem vilja fá að skiptast á að halda í tauminn. Hann tekur öllum með opnu hjarta, hann hefur kennt mér margt.“ Íbúar Ránargötu voru mjög hjálpsamir að skapa líflegt andrúmsloft í götunni á meðan tökum stóð. „Eftir að tökum lauk buðum við, með hjálp veitingarhússins Greifans, uppá pizzapartý á Eiðsvellinum. Veðrið hélt áfram að leika við okkur svo að þetta endaði í skemmtilegu garðpartýi. Það var gaman að sjá allt þetta fólk sameinast í garðinum. Fólk sem hefði kannski ekki leitt hesta sína sama ella en lét þó afskaplega vel af vinskap hvors annars. Mér leið eins og hugmyndin hefði komið heim og saman á því augnabliki, það var eitthvað mjög fallegt við þetta allt saman.“ Myndbandið skartar þónokkrum kennileitum Akureyrarbæjar. Rauðum hjartalaga götuljósum, trjávöxnum smágötum, þekktum bæjarbúum, Eiðsvelli og bryggjusvæðinu. Lagið er hljóðritað af Sigfúsi Jónssyni en hljómblöndun og eftirvinnsla er unnin af Hauki Pálmasyni. Myndbandið var tekið upp og framleitt af tvíeykinu Bernódusi Óla Einarssyni og Sölva Karlssyni. Leikstýring var einnig í þeirra höndum. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Stranger með GRINGLO. Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Myndbandið er tekið upp á þann 25. júní, á sólríkum degi á Akureyri. Hugmyndin var einföld. Safna saman 60-70 manns, gera litla skrúðgöngu og búa til vinalegt andrúmsloft sem kemur boðskapi lagsins til skila,“ segir Ivan Mendez úr hljómsveitinni GRINGLO en sveitin frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Stranger. Myndbandið var tekið upp á Ránargötunni á Eyrinni á Akureyri og tók sveitin götuna undir sig í um tvær klukkustundir. „Þetta var hugmynd sem ég var búinn að vera með í höfðinu í dálítinn tíma, ég geng þessa götu rosalega oft með hundinn minn. Það er bara eitthvað töfrandi og kósý við gömlu húsin og öll fallegu trén í götunni, þetta er eiginlega ein af mínum uppáhaldsgötum á Eyrinni,“ segir Ivan. Hann segir að stemmningin á tökudegi hafi verið virkilega góð. „Við báðum fólk að hitta okkur á Eiðsvelli klukkan 17. Það var ekki erfitt að finna okkur þar sem við biðum spenntir með andlitsmálningu, confetti, sápukúlur, hljóðfæri og 30 gasblöðrur frá Ferro Zink. Til að vera vissir um að allir mættu á réttan stað báðum við fólk einfaldlega að elta tónlistina sem bergmálaði um völlinn.“ Ivan segir að hundurinn hans Tumi hafi verið stærsti innblásturinn fyrir myndbandið.Ivan og Tumi saman í myndbandinu.„Það er alls ekki óalgengt að fólk stoppi til að klappa honum og stundum er kominn hópur af krökkum í fylgd með manni sem vilja fá að skiptast á að halda í tauminn. Hann tekur öllum með opnu hjarta, hann hefur kennt mér margt.“ Íbúar Ránargötu voru mjög hjálpsamir að skapa líflegt andrúmsloft í götunni á meðan tökum stóð. „Eftir að tökum lauk buðum við, með hjálp veitingarhússins Greifans, uppá pizzapartý á Eiðsvellinum. Veðrið hélt áfram að leika við okkur svo að þetta endaði í skemmtilegu garðpartýi. Það var gaman að sjá allt þetta fólk sameinast í garðinum. Fólk sem hefði kannski ekki leitt hesta sína sama ella en lét þó afskaplega vel af vinskap hvors annars. Mér leið eins og hugmyndin hefði komið heim og saman á því augnabliki, það var eitthvað mjög fallegt við þetta allt saman.“ Myndbandið skartar þónokkrum kennileitum Akureyrarbæjar. Rauðum hjartalaga götuljósum, trjávöxnum smágötum, þekktum bæjarbúum, Eiðsvelli og bryggjusvæðinu. Lagið er hljóðritað af Sigfúsi Jónssyni en hljómblöndun og eftirvinnsla er unnin af Hauki Pálmasyni. Myndbandið var tekið upp og framleitt af tvíeykinu Bernódusi Óla Einarssyni og Sölva Karlssyni. Leikstýring var einnig í þeirra höndum. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Stranger með GRINGLO.
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira