Sólfari NASA skotið á loft um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:15 Parker-sólfarið er nefnt í höfuðið á Eugene Parker sem setti fyrstur fram kenningu um tilvist sólvinds á 6. áratug síðustu aldar. Vísir/AP Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann. Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann.
Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira