Mesti hiti í 262 ár Elín Albertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 06:00 Það getur verið erfitt og leiðigjarnt að vera alltaf í mikilli sól og hita. Það hafa Svíar fengið að reyna í sumar með ýmsum slæmum afleiðingum. Vísir/Getty Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15
Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40
Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02