„Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2018 10:00 Sam Quek fagnar gullinu í Ríó 2016. vísir/getty „Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek. Aðrar íþróttir Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
„Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek.
Aðrar íþróttir Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira