Þingmaður segir af sér eftir ótrúlega hegðun í grínþætti Cohens Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:00 Lygileg atburðarrás í umræddu myndskeiði. Bandaríski repúblikaninn Jason Spencer hefur sagt af sér embætti ríkisþingmanns í Georgíu vegna framkomu sinnar í gamanþættinum Who is America? á dögunum. Hann stóð frammi fyrir því að vera rekinn ef hann hefði ekki sagt af sér af sjálfsdáðum. Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli. Í umræddum þætti, sem fór í loftið á sunnudaginn, gekk Jason Spencer þó lengra en flestir og virtist tilbúinn að taka þátt í hvaða vitleysu sem er. Hann segist sjálfur hafa verið í tilfinningalegu uppnámi eftir ósigur í prófkjöri í vor. Spencer hefði að öllu jöfnu látið af embætti eftir kosningarnar í nóvember. Afleiðingarnar eru þó töluverðar þar sem Spencer hefði þurft að sitja fram að kosningum til að hafa náð átta árum í embætti en þá hefði hann átt rétt á ókeypis sjúkratryggingu ævilangt. Í Bandaríkjunum er það töluverð búbót fyrir marga þar sem lækniskostnaður getur verið svimandi hár. Spencer sakar Cohen um að nýta sér lamandi hræðslu sína við hryðjuverk. Í atriðinu þóttist Cohen vera leyniþjónustumaður frá Ísrael með sérfræðiþekkingu í hryðjuverkum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Cohen fékk þingmanninn einnig til að girða niður um sig og ota að sér rassinum þar sem það væri góð leið til að stöðva hryðjuverk. Sagði hann liðsmenn ISIS dauðhrædda við að snerta rass annars karlmanns þar sem það þýddi að þeir yrðu samkynhneigðir í augum Guðs.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Spencer kemst í kast við fjölmiðla ef svo má að orði komast. Í fyrra var hann krafinn um afsögn eftir að hann hótaði þeldökkum fyrrverandi þingmanni með því að segja að hann gæti búist við einhverju mun verra en hópi manna með kyndla ef hann héldi áfram að berjast gegn opinberri notkun Suðurríkjafánans. Þá lagði hann fram umdeilt frumvarp sem hefði bannað konum að klæðast búrkum eða öðrum hyljandi fatnaði á almannafæri. Hann dró það frumvarp til baka eftir mótmæli. Undanfarna mánuði hefur Spencer fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumvarps sem hefði gefið fórnarlömbum barnaníðinga rýmri tíma til að leggja fram kæru áður en málin fyrnast. Það frumvarp var drepið af hagsmunasamtökum sem voru studd fjárhagslega af skátahreyfingum vestanhafs. Stj.mál Tengdar fréttir Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30 Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22 Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Bandaríski repúblikaninn Jason Spencer hefur sagt af sér embætti ríkisþingmanns í Georgíu vegna framkomu sinnar í gamanþættinum Who is America? á dögunum. Hann stóð frammi fyrir því að vera rekinn ef hann hefði ekki sagt af sér af sjálfsdáðum. Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli. Í umræddum þætti, sem fór í loftið á sunnudaginn, gekk Jason Spencer þó lengra en flestir og virtist tilbúinn að taka þátt í hvaða vitleysu sem er. Hann segist sjálfur hafa verið í tilfinningalegu uppnámi eftir ósigur í prófkjöri í vor. Spencer hefði að öllu jöfnu látið af embætti eftir kosningarnar í nóvember. Afleiðingarnar eru þó töluverðar þar sem Spencer hefði þurft að sitja fram að kosningum til að hafa náð átta árum í embætti en þá hefði hann átt rétt á ókeypis sjúkratryggingu ævilangt. Í Bandaríkjunum er það töluverð búbót fyrir marga þar sem lækniskostnaður getur verið svimandi hár. Spencer sakar Cohen um að nýta sér lamandi hræðslu sína við hryðjuverk. Í atriðinu þóttist Cohen vera leyniþjónustumaður frá Ísrael með sérfræðiþekkingu í hryðjuverkum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Cohen fékk þingmanninn einnig til að girða niður um sig og ota að sér rassinum þar sem það væri góð leið til að stöðva hryðjuverk. Sagði hann liðsmenn ISIS dauðhrædda við að snerta rass annars karlmanns þar sem það þýddi að þeir yrðu samkynhneigðir í augum Guðs.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Spencer kemst í kast við fjölmiðla ef svo má að orði komast. Í fyrra var hann krafinn um afsögn eftir að hann hótaði þeldökkum fyrrverandi þingmanni með því að segja að hann gæti búist við einhverju mun verra en hópi manna með kyndla ef hann héldi áfram að berjast gegn opinberri notkun Suðurríkjafánans. Þá lagði hann fram umdeilt frumvarp sem hefði bannað konum að klæðast búrkum eða öðrum hyljandi fatnaði á almannafæri. Hann dró það frumvarp til baka eftir mótmæli. Undanfarna mánuði hefur Spencer fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumvarps sem hefði gefið fórnarlömbum barnaníðinga rýmri tíma til að leggja fram kæru áður en málin fyrnast. Það frumvarp var drepið af hagsmunasamtökum sem voru studd fjárhagslega af skátahreyfingum vestanhafs.
Stj.mál Tengdar fréttir Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30 Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22 Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30
Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22
Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03