Mnangagwa sakaður um að svindla í kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve. Vísir/AFP Nelson Chamisa, forsetaframbjóðandi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC) í Simbabve, sagðist í gær sigurviss þrátt fyrir að kjörstjórn „svindlaði og prettaði“ til þess að hjálpa Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Kjörstjórnin er hliðholl Mnangagwa og kosningarnar verða eintómt svindl, að því er Chamisa heldur fram. „Við munum vinna bæði dómarann og andstæðinginn. Við leyfum þeim ekki að komast upp með þetta,“ sagði hann á blaðamannafundi. Til stuðnings máli sínu benti hann á að kjörstjórn hafi ekki viljað veita upplýsingar um hversu margir kjörseðlar hafi verið prentaðir né hvernig öryggi þeirra væri tryggt. Orðrómur hafði verið uppi um að Chamisa myndi draga framboð sitt til baka og hvetja til sniðgöngu. Því hafnaði hann. „Við getum ekki sniðgengið eigin sigur. Sigurvegarar hætta ekki bara. Á þriðjudaginn verður kominn nýr forseti. Það er óumflýjanlegt. Við erum óstöðvandi,“ sagði Chamisa við stuðningsmenn, en kosið er á mánudag. Mnangagwa bannaði stjórnarandstæðingum í gær að mótmæla kjörstjórninni í höfuðborginni Harare. „Ef einhver stuðlar að stjórnleysi munu lögin hafa yfirhöndina. Við leyfum ekki glundroða í landinu okkar. Við viljum frið,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Nelson Chamisa, forsetaframbjóðandi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC) í Simbabve, sagðist í gær sigurviss þrátt fyrir að kjörstjórn „svindlaði og prettaði“ til þess að hjálpa Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Kjörstjórnin er hliðholl Mnangagwa og kosningarnar verða eintómt svindl, að því er Chamisa heldur fram. „Við munum vinna bæði dómarann og andstæðinginn. Við leyfum þeim ekki að komast upp með þetta,“ sagði hann á blaðamannafundi. Til stuðnings máli sínu benti hann á að kjörstjórn hafi ekki viljað veita upplýsingar um hversu margir kjörseðlar hafi verið prentaðir né hvernig öryggi þeirra væri tryggt. Orðrómur hafði verið uppi um að Chamisa myndi draga framboð sitt til baka og hvetja til sniðgöngu. Því hafnaði hann. „Við getum ekki sniðgengið eigin sigur. Sigurvegarar hætta ekki bara. Á þriðjudaginn verður kominn nýr forseti. Það er óumflýjanlegt. Við erum óstöðvandi,“ sagði Chamisa við stuðningsmenn, en kosið er á mánudag. Mnangagwa bannaði stjórnarandstæðingum í gær að mótmæla kjörstjórninni í höfuðborginni Harare. „Ef einhver stuðlar að stjórnleysi munu lögin hafa yfirhöndina. Við leyfum ekki glundroða í landinu okkar. Við viljum frið,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira