Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2018 15:14 Frá höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum. vísir/gva Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra, Fjölmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra,
Fjölmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira