Davíð Þór: Ekki alveg eins gott lið og búist var við Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 16:15 Davíð Þór Viðarsson er fyrirliði FH S2 Sport FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00. Evrópudeild UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira