Vistarbönd eða vinarþel? Þórarinn Ævarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun