Áskorun til fréttamiðla Ívar Halldórsson skrifar 1. júlí 2018 22:44 Ég ber ómælda virðingu fyrir okkar frábæru fréttamiðlum, en einmitt þess vegna vil ég benda á það sem mér finnst að betur mætti fara. Ég gæti auðvitað skrifað þúsund blaðsíður um allt það frábæra sem fréttamiðlar okkar afreka á hverjum degi - geri það kannski seinna. Ég treysti hins vegar því að fréttamiðlar séu með nægilega breitt bak til að taka góðlátlegri gagnrýni sem vonandi hvetur þá til að meðhöndla viðkvæmar upplýsingar af meiri fagmennsku og skynsemi, en endurteknar villur og óvarfærni hvað viss málefni varðar hafa valdið mér og fleiri Íslendingum miklum vonbrigðum.Ósanngjörn dómgæsla Nú er annar hver Íslendingur og rúmlega það að fylgjast með HM í knattspyrnu. En hvernig myndum við bregðast við ef aðeins væri sýnt frá öðrum vallarhelmingi leikjanna í sjónvarpi? Eða ef dómarinn fylgdist eingöngu með því liði sem hann persónulega héldi ekki með? Ef hann myndi aðeins dæma brot og rangstæður hjá öðru liðinu, á meðan hitt liðið kæmist upp með alls kyns vítaverða framkomu á vellinum? Ósanngjarnt? Auðvitað! Þetta myndi náttúrulega enginn sætta sig við. Ef þetta væri viðureign milli Chile og Englands og dómarinn dæmdi aðeins þegar leikmenn Chile brytu af sér yrði allt vitlaust því þá myndu ásakanir um kynþáttafordóma líklega fljótt berast.Ísrael og Palestína mætast á HM Ef við setjum tvö lið, Ísrael og Palestínu á ímyndaðan knattspyrnuvöll sem er táknmynd fyrir völl fréttamiðla; þá er ljóst af nokkrum dæmum hér á eftir að “dómarinn” einblínir meira á annað liðið en hitt. Eitt liðið kemst upp með vítaverð brot sem hitt kæmist aldrei upp með.Öfgafull hvatning Um daginn sögðu fréttamiðlar okkur frá frestun á fyrirhuguðum knattspyrnuleik milli Argentínu og Ísrael. Ástæðan sem gefin var fyrir frestun leiksins var sögð pólitísk. Nútíminn sagði t.d. að palestínskt þorp hafði staðið áður þar sem leikvangurinn er í dag og að arabaríki hefðu því hvatt argentínska liðið til að hætta við leikinn. Mbl tók í svipaðan pólitískan streng og sagði að leiknum hefði verið frestað vegna hvatninga frá arabaríkjum sem var illa við að leikurinn færi fram vegna afstöðu þeirra til Ísraels. RÚV nefndi að einhverjar hótanir hefðu borist en fór fremur fínt í sakirnar og virtist í lok greinarinnar hallast að því að hótanir frá formanni palestínska knattspyrnusambandsins hefðu í raun verið meira svona hvatning til að fresta leiknum...og ef þeir vildu ekki gangast við þessari „hvatningu“ myndu milljónir múslima brenna Messi-treyjur og –plaköt. (Ekki var þó tekið fram hvort þessar milljónir múslima myndu brenna treyjurnar og plakötin á friðsamlegan hátt...)Messi fær morðhótun Stuttu síðar kom formaður knattspyrnusambands Argentínumanna fram í viðtali og tók allan vafa af er hann sagði að hótanir hefðu borist liðinu og þar á meðal líflátshótanir á hendur Messi frá stuðningsmönnum Palestínu. Þeir hörmuðu að hafa þurft að aflýsa leiknum en vonuðust þó til að þeim gæfist færi á að leika við ísraelska liðið fljótlega. Af hverju var þetta ekki leiðrétt í fréttamiðlum hérlendis? Af hverju fengu þessir stuðningsmenn Palestínu, sem hótuðu að drepa Messi ekki „rauða spjaldið“ hjá fréttamiðlum? Fréttamiðlar þögðu og ákváðu að láta ranga mynd af atburðum standa. „Ekkert á´etta og áfram með leikinn!“, sagði dómarinn.Ærandi þögn fréttamiðla Hér eru fleiri dæmi um atburði á öðrum „vallarhelmingnum“ sem fólk fær ekki að sjá vegna þess að dómarinn virðist öllum stundum vera uppteknari af öðru liðinu - í þessu tilfelli ísraelska liðinu. Við fáum einhverra hluta vegna bara að sjá þegar palestínska liðið skorar og þegar ísraelska liðið er dæmt brotlegt:Saklausir hryðjuverkamenn Fréttamiðlar sögðu okkur ekki frá því að 50 af 60 föllnum Palestínumönnum í hinum svokölluðu „friðsamlegu mótmælum“ á landamærum Gaza og Ísrael í byrjun maí voru hryðjuverkamenn. Þetta viðurkenndi og staðfesti þó stjórn Hamas á Gaza og myndir voru birtar af hryðjuverkamönnunum. Ekki þótti mikilvægt að aflétta ásökunum á hendur Ísrael, sem greinilega var að verjast hryðjuverkaógn en ekki að leita uppi saklausa borgara til að myrða þá með köldu blóði; eins og reyndar sumir fréttamiðlar hafa freistast til að fullyrða í fyrirsögnum sínum.Konur og börn send á vígvöllinn Fréttamiðlar hafa ekki sagt okkur frá því að leiðtogar Hamas hvetja hryðjuverkamenn til að taka með sér konur og börn út á vígvöllinn til að styrkja opinbera stöðu Gaza í fréttamiðlum. Það eru til upptökur af þessum yfirlýstu leikfléttum leiðtoga Hamas, en einhverra hluta vegna vilja “línuverðir” ekki viðurkenna að þarna sé stjórn Hamas komin langt yfir línuna.Logandi flugdrekar Fréttamiðlar hafa ekki sagt okkur fá því að Palestínumenn hafa sent hátt í 1000 logandi flugdreka yfir til Ísrael sem hafa valdið gífurlegu tjóni á landi Ísraelsmanna og ógnað bæði saklausum íbúum, eyðilagt dýrmæta uppskeru og drepið villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta er svæði sem samsvarar a.m.k. 1400 fótboltavöllum. Ég er nokkuð viss um að ef Ísraelsmenn hefðu sent aðeins fimm slíka flugdreka yfir til Gaza þá hefðum við áreiðanlega fengið að vita af því um leið.Tugir eldflauga Fréttamiðlar hafa ekki sagt okkur frá yfir sjötíu eldflaugum sem Hamas hefur skotið yfir til Ísrael undanfarna daga. Var eldflaugum til að mynda beint að ísraelskum íbúahverfum og leikskólum. Enginn fréttamiðill fordæmdi eða fjallaði um þessar aðgerðir Hamas. Meira að segja Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu ekki þessar eldflaugaárásir – eins og þetta séu aðgerðir sem eiga fullan rétt á sér!Lygar um látið barn Fréttamiðlar leiðréttu heldur ekki frétt sem birt var fyrir nokkru og greindi frá því að Ísraelsmenn höfðu banað 8 mánaða gömlu barni með táragasi. Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í Palestínu viðurkennt að barnið hafi látist vegna blóðsjúkdóms. Frændi barnsins hefur þá viðurkennt að fjölskyldan hafi fengið greidda háa upphæð frá Hamas fyrir að ljúga að fjölmiðlum og segja Ísraelsmenn vera ábyrga fyrir dauða barnsins. Upprunalegu fréttir fjölmiðla fengu að standa og ekki þótti ástæða til að afturkalla yfirlýsta morðásökun á hendur Ísrael.Morðtilraun í Ísrael Fréttamiðlar fjölluðu ekki um morðtilraun á ísraelskum borgurum þegar Palestínumaður keyrði á þá á bifreið sinni fyrir örfáum dögum síðan. Skotmarkið voru fjórir hermenn, þrjár konur og einn ísraelskur maður. Urðu einhver meiðsli á fórnarlömbunum, en sem betur fer ekki alvarleg. En þar sem fókusinn virðist ævinlega aðeins vera á öðru liðinu fór þetta einhvern veginn algjörlega fram hjá fréttamiðlum. Þetta hefði þó líklega ratað í fréttir ef þetta hefði gerst í París.Bandaríkin fá nóg af hræsninni Það góða er að fólk er smátt og smátt að átta sig á þessari ósanngirni. Bandaríkin hafa nú t.a.m. sagt sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Var ástæðan augljósir og óvægir fordómar gegn Ísrael. Telja Bandaríkjamenn ráðið ekki standa undir nafni þar sem það fordæmir aðeins meint mannréttindabrot Ísraels en ekki annara Mið-Austurlanda: Á undanförnum 2 mánuðum hafa 46 íbúar í Nicaragua verið drepnir af stjórnvöldum sínum. Mannréttindaráðið fordæmir þetta ekki. Þúsundir íranskra borgara hafa verið handteknir fyrir friðsamleg mótmæli gegn sinni ríkisstjórn. Yfir tuttugu þeirra eru látnir. Mannréttindaráðið fordæmir þetta ekki. Í Yemen horfast milljónir í augu við hungursneyð, en mannréttindaráðið fordæmir ekki. Í Burma hafa rúmlega milljón íbúar þurft að flýja heimili sín vegna raunverulegrar þjóðarhreinsunar. Ekki múkk frá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.Heimsmálin - HM fréttamiðlanna Allur leikurinn milli Ísraelsmanna og Palestínumanna er eins konar hálfleikur – þ.e. við fáum aðeins að sjá hálfan leikinn. Aðdráttarlinsan er á Ísraelsmönnum á meðan Palestínumenn eru úr fókus hjá fréttamiðlum. Það er alvarlegt mál þegar dómarinn veifar gulum og rauðum spjöldum að leikmönnum annars liðsins á meðan leikmenn hins liðsins komast upp með að spila grimman og ósanngjarnan bolta án afleiðinga.Friðsamleg ógn Staðan virðist vera orðin sú að ef Ísraelsmenn svo mikið sem hnerra þá er hvergi sparað til í fyrirsögnum hér heima. En það merkilega er að þótt þúsundir Palestínumenn ógni Ísraelsmönnum með logandi flugdrekum, sprengjum, alls kyns vopnum, bifreiðum og grjóti við landamæri Ísraels, er varla minnst á það í fréttum. Okkur er ranglega tjáð að um friðsamleg mótmæli sé að ræða en þar sem myndavélarnar eru allar á Ísraelsmönnum fær fólk ekki að sjá hvað er í raun að eiga sér stað, þótt allt sé til í máli og myndum. Það er eins og að “dómarinn” á vellinum haldi með öðru liðinu – og virðist í fljótu bragði ekki fara dult með það.Rangar fréttir ekki leiðréttar Fréttamiðlar hafa verið fljótir að gefa ísraelska liðinu rauða spjaldið en ákaflega latir að gagnrýna palestínska liðið sem undir hryðjuverkastjórn Gaza stendur fyrir látlausum árásum á saklausa ísraelska borgara – fyrir utan svo það að kúga sína eigin saklausu palestínsku borgara. Það sem alvarlegra er, er að þegar kemur í ljós að “dómgæslan” er röng og fréttirnar eru ekki réttar, eru þær þó ekki leiðréttar og röng mynd af atburðum látin standa, sem er engan vegin sanngjarnt og erfitt að afgreiða sem óhlutdræga fréttamennsku.Áskorun til fréttamiðla Góðar og áreiðanlegar upplýsingar eru aðgengilegar öllum sem bera sig eftir þeim og engin þörf á einhliða fréttamennsku. Þar sem fordómar gegn Ísrael eru mjög áberandi í fjölmiðlum um allan heim er nauðsynlegt að birta ekki frétt án þess að ganga fyrst úr skugga um að frásögnin sé sönn og rétt. Að hún sé ekki pólitískur áróður sem sprottinn er frá þeim sem hika ekki við að nota lygar, ofbeldi og þvinganir til að ná pólitísku eða trúarlegu markmiði. En það er einmitt það sem sjálfskipuð stjórn Palestínu; hryðjuverkasamtök Hamas eru þekkt fyrir. En því miður erum við ekki minnt á það í fréttum. Ég skora á fréttamiðla á að víkka fókusinn og leggja sig fram um að færa fréttir af heimsmálum á óhlutdrægan hátt. Ef villandi fréttamennsku má hins vegar rekja til illa upplýstra heimildarmanna, þá er að mínu mati aðeins tvennt í stöðunni til að viðhalda reisn og fagmennsku fréttamiðla: Finna betur upplýsta heimildarmenn, eða sleppa því að fjalla um málefni Mið-Austurlanda með óábyrgum hætti – og þá sérstaklega um málefni þau er hafa með Ísrael og Palestínu að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég ber ómælda virðingu fyrir okkar frábæru fréttamiðlum, en einmitt þess vegna vil ég benda á það sem mér finnst að betur mætti fara. Ég gæti auðvitað skrifað þúsund blaðsíður um allt það frábæra sem fréttamiðlar okkar afreka á hverjum degi - geri það kannski seinna. Ég treysti hins vegar því að fréttamiðlar séu með nægilega breitt bak til að taka góðlátlegri gagnrýni sem vonandi hvetur þá til að meðhöndla viðkvæmar upplýsingar af meiri fagmennsku og skynsemi, en endurteknar villur og óvarfærni hvað viss málefni varðar hafa valdið mér og fleiri Íslendingum miklum vonbrigðum.Ósanngjörn dómgæsla Nú er annar hver Íslendingur og rúmlega það að fylgjast með HM í knattspyrnu. En hvernig myndum við bregðast við ef aðeins væri sýnt frá öðrum vallarhelmingi leikjanna í sjónvarpi? Eða ef dómarinn fylgdist eingöngu með því liði sem hann persónulega héldi ekki með? Ef hann myndi aðeins dæma brot og rangstæður hjá öðru liðinu, á meðan hitt liðið kæmist upp með alls kyns vítaverða framkomu á vellinum? Ósanngjarnt? Auðvitað! Þetta myndi náttúrulega enginn sætta sig við. Ef þetta væri viðureign milli Chile og Englands og dómarinn dæmdi aðeins þegar leikmenn Chile brytu af sér yrði allt vitlaust því þá myndu ásakanir um kynþáttafordóma líklega fljótt berast.Ísrael og Palestína mætast á HM Ef við setjum tvö lið, Ísrael og Palestínu á ímyndaðan knattspyrnuvöll sem er táknmynd fyrir völl fréttamiðla; þá er ljóst af nokkrum dæmum hér á eftir að “dómarinn” einblínir meira á annað liðið en hitt. Eitt liðið kemst upp með vítaverð brot sem hitt kæmist aldrei upp með.Öfgafull hvatning Um daginn sögðu fréttamiðlar okkur frá frestun á fyrirhuguðum knattspyrnuleik milli Argentínu og Ísrael. Ástæðan sem gefin var fyrir frestun leiksins var sögð pólitísk. Nútíminn sagði t.d. að palestínskt þorp hafði staðið áður þar sem leikvangurinn er í dag og að arabaríki hefðu því hvatt argentínska liðið til að hætta við leikinn. Mbl tók í svipaðan pólitískan streng og sagði að leiknum hefði verið frestað vegna hvatninga frá arabaríkjum sem var illa við að leikurinn færi fram vegna afstöðu þeirra til Ísraels. RÚV nefndi að einhverjar hótanir hefðu borist en fór fremur fínt í sakirnar og virtist í lok greinarinnar hallast að því að hótanir frá formanni palestínska knattspyrnusambandsins hefðu í raun verið meira svona hvatning til að fresta leiknum...og ef þeir vildu ekki gangast við þessari „hvatningu“ myndu milljónir múslima brenna Messi-treyjur og –plaköt. (Ekki var þó tekið fram hvort þessar milljónir múslima myndu brenna treyjurnar og plakötin á friðsamlegan hátt...)Messi fær morðhótun Stuttu síðar kom formaður knattspyrnusambands Argentínumanna fram í viðtali og tók allan vafa af er hann sagði að hótanir hefðu borist liðinu og þar á meðal líflátshótanir á hendur Messi frá stuðningsmönnum Palestínu. Þeir hörmuðu að hafa þurft að aflýsa leiknum en vonuðust þó til að þeim gæfist færi á að leika við ísraelska liðið fljótlega. Af hverju var þetta ekki leiðrétt í fréttamiðlum hérlendis? Af hverju fengu þessir stuðningsmenn Palestínu, sem hótuðu að drepa Messi ekki „rauða spjaldið“ hjá fréttamiðlum? Fréttamiðlar þögðu og ákváðu að láta ranga mynd af atburðum standa. „Ekkert á´etta og áfram með leikinn!“, sagði dómarinn.Ærandi þögn fréttamiðla Hér eru fleiri dæmi um atburði á öðrum „vallarhelmingnum“ sem fólk fær ekki að sjá vegna þess að dómarinn virðist öllum stundum vera uppteknari af öðru liðinu - í þessu tilfelli ísraelska liðinu. Við fáum einhverra hluta vegna bara að sjá þegar palestínska liðið skorar og þegar ísraelska liðið er dæmt brotlegt:Saklausir hryðjuverkamenn Fréttamiðlar sögðu okkur ekki frá því að 50 af 60 föllnum Palestínumönnum í hinum svokölluðu „friðsamlegu mótmælum“ á landamærum Gaza og Ísrael í byrjun maí voru hryðjuverkamenn. Þetta viðurkenndi og staðfesti þó stjórn Hamas á Gaza og myndir voru birtar af hryðjuverkamönnunum. Ekki þótti mikilvægt að aflétta ásökunum á hendur Ísrael, sem greinilega var að verjast hryðjuverkaógn en ekki að leita uppi saklausa borgara til að myrða þá með köldu blóði; eins og reyndar sumir fréttamiðlar hafa freistast til að fullyrða í fyrirsögnum sínum.Konur og börn send á vígvöllinn Fréttamiðlar hafa ekki sagt okkur frá því að leiðtogar Hamas hvetja hryðjuverkamenn til að taka með sér konur og börn út á vígvöllinn til að styrkja opinbera stöðu Gaza í fréttamiðlum. Það eru til upptökur af þessum yfirlýstu leikfléttum leiðtoga Hamas, en einhverra hluta vegna vilja “línuverðir” ekki viðurkenna að þarna sé stjórn Hamas komin langt yfir línuna.Logandi flugdrekar Fréttamiðlar hafa ekki sagt okkur fá því að Palestínumenn hafa sent hátt í 1000 logandi flugdreka yfir til Ísrael sem hafa valdið gífurlegu tjóni á landi Ísraelsmanna og ógnað bæði saklausum íbúum, eyðilagt dýrmæta uppskeru og drepið villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta er svæði sem samsvarar a.m.k. 1400 fótboltavöllum. Ég er nokkuð viss um að ef Ísraelsmenn hefðu sent aðeins fimm slíka flugdreka yfir til Gaza þá hefðum við áreiðanlega fengið að vita af því um leið.Tugir eldflauga Fréttamiðlar hafa ekki sagt okkur frá yfir sjötíu eldflaugum sem Hamas hefur skotið yfir til Ísrael undanfarna daga. Var eldflaugum til að mynda beint að ísraelskum íbúahverfum og leikskólum. Enginn fréttamiðill fordæmdi eða fjallaði um þessar aðgerðir Hamas. Meira að segja Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu ekki þessar eldflaugaárásir – eins og þetta séu aðgerðir sem eiga fullan rétt á sér!Lygar um látið barn Fréttamiðlar leiðréttu heldur ekki frétt sem birt var fyrir nokkru og greindi frá því að Ísraelsmenn höfðu banað 8 mánaða gömlu barni með táragasi. Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í Palestínu viðurkennt að barnið hafi látist vegna blóðsjúkdóms. Frændi barnsins hefur þá viðurkennt að fjölskyldan hafi fengið greidda háa upphæð frá Hamas fyrir að ljúga að fjölmiðlum og segja Ísraelsmenn vera ábyrga fyrir dauða barnsins. Upprunalegu fréttir fjölmiðla fengu að standa og ekki þótti ástæða til að afturkalla yfirlýsta morðásökun á hendur Ísrael.Morðtilraun í Ísrael Fréttamiðlar fjölluðu ekki um morðtilraun á ísraelskum borgurum þegar Palestínumaður keyrði á þá á bifreið sinni fyrir örfáum dögum síðan. Skotmarkið voru fjórir hermenn, þrjár konur og einn ísraelskur maður. Urðu einhver meiðsli á fórnarlömbunum, en sem betur fer ekki alvarleg. En þar sem fókusinn virðist ævinlega aðeins vera á öðru liðinu fór þetta einhvern veginn algjörlega fram hjá fréttamiðlum. Þetta hefði þó líklega ratað í fréttir ef þetta hefði gerst í París.Bandaríkin fá nóg af hræsninni Það góða er að fólk er smátt og smátt að átta sig á þessari ósanngirni. Bandaríkin hafa nú t.a.m. sagt sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Var ástæðan augljósir og óvægir fordómar gegn Ísrael. Telja Bandaríkjamenn ráðið ekki standa undir nafni þar sem það fordæmir aðeins meint mannréttindabrot Ísraels en ekki annara Mið-Austurlanda: Á undanförnum 2 mánuðum hafa 46 íbúar í Nicaragua verið drepnir af stjórnvöldum sínum. Mannréttindaráðið fordæmir þetta ekki. Þúsundir íranskra borgara hafa verið handteknir fyrir friðsamleg mótmæli gegn sinni ríkisstjórn. Yfir tuttugu þeirra eru látnir. Mannréttindaráðið fordæmir þetta ekki. Í Yemen horfast milljónir í augu við hungursneyð, en mannréttindaráðið fordæmir ekki. Í Burma hafa rúmlega milljón íbúar þurft að flýja heimili sín vegna raunverulegrar þjóðarhreinsunar. Ekki múkk frá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.Heimsmálin - HM fréttamiðlanna Allur leikurinn milli Ísraelsmanna og Palestínumanna er eins konar hálfleikur – þ.e. við fáum aðeins að sjá hálfan leikinn. Aðdráttarlinsan er á Ísraelsmönnum á meðan Palestínumenn eru úr fókus hjá fréttamiðlum. Það er alvarlegt mál þegar dómarinn veifar gulum og rauðum spjöldum að leikmönnum annars liðsins á meðan leikmenn hins liðsins komast upp með að spila grimman og ósanngjarnan bolta án afleiðinga.Friðsamleg ógn Staðan virðist vera orðin sú að ef Ísraelsmenn svo mikið sem hnerra þá er hvergi sparað til í fyrirsögnum hér heima. En það merkilega er að þótt þúsundir Palestínumenn ógni Ísraelsmönnum með logandi flugdrekum, sprengjum, alls kyns vopnum, bifreiðum og grjóti við landamæri Ísraels, er varla minnst á það í fréttum. Okkur er ranglega tjáð að um friðsamleg mótmæli sé að ræða en þar sem myndavélarnar eru allar á Ísraelsmönnum fær fólk ekki að sjá hvað er í raun að eiga sér stað, þótt allt sé til í máli og myndum. Það er eins og að “dómarinn” á vellinum haldi með öðru liðinu – og virðist í fljótu bragði ekki fara dult með það.Rangar fréttir ekki leiðréttar Fréttamiðlar hafa verið fljótir að gefa ísraelska liðinu rauða spjaldið en ákaflega latir að gagnrýna palestínska liðið sem undir hryðjuverkastjórn Gaza stendur fyrir látlausum árásum á saklausa ísraelska borgara – fyrir utan svo það að kúga sína eigin saklausu palestínsku borgara. Það sem alvarlegra er, er að þegar kemur í ljós að “dómgæslan” er röng og fréttirnar eru ekki réttar, eru þær þó ekki leiðréttar og röng mynd af atburðum látin standa, sem er engan vegin sanngjarnt og erfitt að afgreiða sem óhlutdræga fréttamennsku.Áskorun til fréttamiðla Góðar og áreiðanlegar upplýsingar eru aðgengilegar öllum sem bera sig eftir þeim og engin þörf á einhliða fréttamennsku. Þar sem fordómar gegn Ísrael eru mjög áberandi í fjölmiðlum um allan heim er nauðsynlegt að birta ekki frétt án þess að ganga fyrst úr skugga um að frásögnin sé sönn og rétt. Að hún sé ekki pólitískur áróður sem sprottinn er frá þeim sem hika ekki við að nota lygar, ofbeldi og þvinganir til að ná pólitísku eða trúarlegu markmiði. En það er einmitt það sem sjálfskipuð stjórn Palestínu; hryðjuverkasamtök Hamas eru þekkt fyrir. En því miður erum við ekki minnt á það í fréttum. Ég skora á fréttamiðla á að víkka fókusinn og leggja sig fram um að færa fréttir af heimsmálum á óhlutdrægan hátt. Ef villandi fréttamennsku má hins vegar rekja til illa upplýstra heimildarmanna, þá er að mínu mati aðeins tvennt í stöðunni til að viðhalda reisn og fagmennsku fréttamiðla: Finna betur upplýsta heimildarmenn, eða sleppa því að fjalla um málefni Mið-Austurlanda með óábyrgum hætti – og þá sérstaklega um málefni þau er hafa með Ísrael og Palestínu að gera.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun