Uppgjör: Vettel nýtti sér martröð Mercedes Bragi Þórðarson skrifar 2. júlí 2018 21:00 Vettel varð í þriðja sæti í Austurríki víris/getty Baráttan um heimsmeistaratitlana tvo í Formúlu 1 hefur sjaldan verið jafn spennandi og í ár. Algjört einvígi er á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton og er það Vettel sem er með yfirhöndina eftir kappakstur helgarinnar. Slagurinn er einnig harður um titil bílasmiða en þar voru það Mercedes sem höfðu 24 stiga forskot fyrir kappaksturinn í Austurríki. Nú er það Ferrari sem er á undan, með tíu stiga forskot á þýska liðið. Kappaksturinn á Red Bull hringnum í Austurríki byrjaði vel fyrir Hamilton og Mercedes. Eftir fyrsta hring var Bretinn í fyrsta sæti með liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas á eftir sér. Fréttirnar urðu svo enn betri fyrir Hamilton þegar hann heyrði að keppinautur sinn, Sebastian Vettel, hefði fallið alla leið niður í áttunda sætið.Staða Mercedes var frábær í upphafi keppninnarvísir/gettyMercedes ekki lengi í paradís Á 14. hring varð Valtteri Bottas frá að hverfa eftir að gírkassi bilaði. Það gengur bara hreinlega ekkert upp hjá Finnanum á þessu tímabili og greinilegt að lukkudísirnar vilja ekkert með hann hafa. Bottas stóð sig með stakri prýði um helgina er hann náði ráspól í tímatökum og var annar er gírkassinn bilaði. Lewis Hamilton fór inn á viðgerðarsvæðið úr fyrsta sætinu á hring 26 í dekkjaskipti. Fyrir vikið datt Bretinn niður í fjórða sætið þar sem aðrir ökumenn fóru inn nokkrum hringjum fyrr þegar að öryggisbíll var úti á brautinni. Til að bæta gráu ofan á svart tókst Vettel að fara framúr Hamilton nokkrum hringjum seinna. „Ég gerði mistök í dag en þú hefur möguleika á að bæta upp fyrir þau,“ sagði James Allison, tæknistjóri Mercedes, í talstöðinni til Lewis í kappakstrinum. Það var svo á 63. hring sem að hræðilegri helgi Mercedes liðsins lauk þegar að vélin aftan í bíl Hamilton gaf upp öndina.Starfslið Red Bull fagnaði sigrinum velvísir/gettyFerrari greip tækifærið Eins manns dauði er annars brauð og nýtti Ferrari sér þessar hrakfallir og kláruðu keppnina í öðru og þriðja sæti. Vettel þurfti þó að sætta sig við að vera á eftir liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen. Fyrir vikið er Vettel aðeins með eins stigs forskot á aðal keppinaut sinn, Lewis Hamilton. Það var Max Verstappen á Red Bull sem stóð uppi sem sigurvegari á Red Bull brautinni í Austurríki. Frábær árangur hjá þessum tvítuga snillingi og fyrsti heimasigur Red Bull staðreynd. Miklar efasemdir voru byrjaðar að myndast um gengi Verstappen í byrjun tímabils og er óhætt að segja að Verstappen sé búinn að þagga niður í þeim. Þetta er fyrsti sigur hans á árinu og er hann jafnframt fjórði mismunandi sigurvegarinn á tímabilinu. Nú er allt í járnum bæði í keppni ökumanna sem og bílasmiða þegar að Formúlu sirkusinn færir sig yfir til Bretlands. Silverstone kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í mótinu og verður gaman að sjá hvað Hamilton gerir á heimavelli í slagnum við Vettel. Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Baráttan um heimsmeistaratitlana tvo í Formúlu 1 hefur sjaldan verið jafn spennandi og í ár. Algjört einvígi er á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton og er það Vettel sem er með yfirhöndina eftir kappakstur helgarinnar. Slagurinn er einnig harður um titil bílasmiða en þar voru það Mercedes sem höfðu 24 stiga forskot fyrir kappaksturinn í Austurríki. Nú er það Ferrari sem er á undan, með tíu stiga forskot á þýska liðið. Kappaksturinn á Red Bull hringnum í Austurríki byrjaði vel fyrir Hamilton og Mercedes. Eftir fyrsta hring var Bretinn í fyrsta sæti með liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas á eftir sér. Fréttirnar urðu svo enn betri fyrir Hamilton þegar hann heyrði að keppinautur sinn, Sebastian Vettel, hefði fallið alla leið niður í áttunda sætið.Staða Mercedes var frábær í upphafi keppninnarvísir/gettyMercedes ekki lengi í paradís Á 14. hring varð Valtteri Bottas frá að hverfa eftir að gírkassi bilaði. Það gengur bara hreinlega ekkert upp hjá Finnanum á þessu tímabili og greinilegt að lukkudísirnar vilja ekkert með hann hafa. Bottas stóð sig með stakri prýði um helgina er hann náði ráspól í tímatökum og var annar er gírkassinn bilaði. Lewis Hamilton fór inn á viðgerðarsvæðið úr fyrsta sætinu á hring 26 í dekkjaskipti. Fyrir vikið datt Bretinn niður í fjórða sætið þar sem aðrir ökumenn fóru inn nokkrum hringjum fyrr þegar að öryggisbíll var úti á brautinni. Til að bæta gráu ofan á svart tókst Vettel að fara framúr Hamilton nokkrum hringjum seinna. „Ég gerði mistök í dag en þú hefur möguleika á að bæta upp fyrir þau,“ sagði James Allison, tæknistjóri Mercedes, í talstöðinni til Lewis í kappakstrinum. Það var svo á 63. hring sem að hræðilegri helgi Mercedes liðsins lauk þegar að vélin aftan í bíl Hamilton gaf upp öndina.Starfslið Red Bull fagnaði sigrinum velvísir/gettyFerrari greip tækifærið Eins manns dauði er annars brauð og nýtti Ferrari sér þessar hrakfallir og kláruðu keppnina í öðru og þriðja sæti. Vettel þurfti þó að sætta sig við að vera á eftir liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen. Fyrir vikið er Vettel aðeins með eins stigs forskot á aðal keppinaut sinn, Lewis Hamilton. Það var Max Verstappen á Red Bull sem stóð uppi sem sigurvegari á Red Bull brautinni í Austurríki. Frábær árangur hjá þessum tvítuga snillingi og fyrsti heimasigur Red Bull staðreynd. Miklar efasemdir voru byrjaðar að myndast um gengi Verstappen í byrjun tímabils og er óhætt að segja að Verstappen sé búinn að þagga niður í þeim. Þetta er fyrsti sigur hans á árinu og er hann jafnframt fjórði mismunandi sigurvegarinn á tímabilinu. Nú er allt í járnum bæði í keppni ökumanna sem og bílasmiða þegar að Formúlu sirkusinn færir sig yfir til Bretlands. Silverstone kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í mótinu og verður gaman að sjá hvað Hamilton gerir á heimavelli í slagnum við Vettel.
Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira